Áskorun til kvenna og kvára í valdastöðum! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 25. október 2023 08:31 Barátta fatlaðra kvenna og kvára fyrir réttindum og afkomuöryggi er barátta fyrir jafnrétti og jafnræði. Jafnrétti þarf að vera milli kynja en líka milli hópa, til dæmis jaðarsettra hópa kvenna og kvára og hópa sem njóta forréttinda og standa betur. Sömu réttindi sama hver konan/kvár er. Sömu réttindi milli karla og svo kvenna og kvára, hvort sem viðkomandi eru fötluð af erlendu bergi brotin eður ei. Jafnræði eða jöfnun snýst um að viðurkenna að öll erum við ólík og mikill munur getur verið á milli samfélagshópa. Við þurfum að viðurkenna að þessi munur getur skapað miklar áskoranir og hindranir fyrir sum. Jöfnun snýst um að skapa jöfn skilyrði og gefa þannig öllum sanngjarnt tækifæri til að ná árangri í sínu lífi óháð bakgrunni eða aðstæðum. Fatlaðar konur eru útsettari fyrir mismunun, misrétti, ofbeldi og fátækt en aðrar konur. Þær þurfa oft á tíðum að reiða sig á aðstoð annarra og eiga þar af leiðandi erfiðara með að koma sér út úr ofbeldisaðstæðum. Fatlaðar konur hafa ekki sömu tækifæri til að mennta sig og þaðan af síður til að taka þátt á vinnumarkaði. Þá hafa fatlaðar konur og kvárar sjaldnast lífeyrir eða laun sem tryggja þeim framfærslu sem dugar til nauðsynja daglegs lífs. Fatlaðar konur og kvárar hafa því mun færri tækifæri en önnur til að bæta kjör sín og búa oftar við fátækt og ala börn sín upp í fátækt. Konur eru konum bestar segir einhverstaðar, og ég er viss um að það er rétt. Því skora ég á konur á Alþingi að breyta stöðunni fyrir fatlaðar kynsystur sínar og kvára, því þeirra er valdið. Ég skora á þær að taka höndum saman við fatlaðar konur og kvára og breyta því að fatlaðar konur og kvárar séu dæmd til fátæktar af stjórnvöldum, að framfærsla þeirra nái ekki einu sinni lágmarkslaunum. Ég skora á konur í valdastöðum, konur í atvinnulífinu og konur í stéttarfélögum að mótmæla þeirri „normaliseringu“ að fatlaðar konur og kvárar og börn þeirra búi við fátækt sem tekur af þeim flest eða öll tækifæri til að blómstra. Ég skora á konur og kvára í valdastöðum: -að uppræta fátækt með því að taka undir kröfu fatlaðs fólks um hækkun á lífeyrir, og tryggja hækkun svo framfærsla sé mannsæmandi. -að beita sér fyrir því að fatlaðar konur og kvárar hafi jöfn tækifæri á við önnur til að mennta sig. -að bjóða fötluðum konum og kvárum störf við hæfi, á launum sem eru þau sömu og önnur hafa fyrir samskonar störf. -að bjóða fatlaðar konur og kvára velkomnar í sitt samfélag. – Konur eru hreyfiafl, konur eru kraftur ...og konur breytum leiknum! STÖNDUM SAMAN KONUR OG KVÁR Höfundur er fötluð, stolt kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Kvennaverkfall Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Barátta fatlaðra kvenna og kvára fyrir réttindum og afkomuöryggi er barátta fyrir jafnrétti og jafnræði. Jafnrétti þarf að vera milli kynja en líka milli hópa, til dæmis jaðarsettra hópa kvenna og kvára og hópa sem njóta forréttinda og standa betur. Sömu réttindi sama hver konan/kvár er. Sömu réttindi milli karla og svo kvenna og kvára, hvort sem viðkomandi eru fötluð af erlendu bergi brotin eður ei. Jafnræði eða jöfnun snýst um að viðurkenna að öll erum við ólík og mikill munur getur verið á milli samfélagshópa. Við þurfum að viðurkenna að þessi munur getur skapað miklar áskoranir og hindranir fyrir sum. Jöfnun snýst um að skapa jöfn skilyrði og gefa þannig öllum sanngjarnt tækifæri til að ná árangri í sínu lífi óháð bakgrunni eða aðstæðum. Fatlaðar konur eru útsettari fyrir mismunun, misrétti, ofbeldi og fátækt en aðrar konur. Þær þurfa oft á tíðum að reiða sig á aðstoð annarra og eiga þar af leiðandi erfiðara með að koma sér út úr ofbeldisaðstæðum. Fatlaðar konur hafa ekki sömu tækifæri til að mennta sig og þaðan af síður til að taka þátt á vinnumarkaði. Þá hafa fatlaðar konur og kvárar sjaldnast lífeyrir eða laun sem tryggja þeim framfærslu sem dugar til nauðsynja daglegs lífs. Fatlaðar konur og kvárar hafa því mun færri tækifæri en önnur til að bæta kjör sín og búa oftar við fátækt og ala börn sín upp í fátækt. Konur eru konum bestar segir einhverstaðar, og ég er viss um að það er rétt. Því skora ég á konur á Alþingi að breyta stöðunni fyrir fatlaðar kynsystur sínar og kvára, því þeirra er valdið. Ég skora á þær að taka höndum saman við fatlaðar konur og kvára og breyta því að fatlaðar konur og kvárar séu dæmd til fátæktar af stjórnvöldum, að framfærsla þeirra nái ekki einu sinni lágmarkslaunum. Ég skora á konur í valdastöðum, konur í atvinnulífinu og konur í stéttarfélögum að mótmæla þeirri „normaliseringu“ að fatlaðar konur og kvárar og börn þeirra búi við fátækt sem tekur af þeim flest eða öll tækifæri til að blómstra. Ég skora á konur og kvára í valdastöðum: -að uppræta fátækt með því að taka undir kröfu fatlaðs fólks um hækkun á lífeyrir, og tryggja hækkun svo framfærsla sé mannsæmandi. -að beita sér fyrir því að fatlaðar konur og kvárar hafi jöfn tækifæri á við önnur til að mennta sig. -að bjóða fötluðum konum og kvárum störf við hæfi, á launum sem eru þau sömu og önnur hafa fyrir samskonar störf. -að bjóða fatlaðar konur og kvára velkomnar í sitt samfélag. – Konur eru hreyfiafl, konur eru kraftur ...og konur breytum leiknum! STÖNDUM SAMAN KONUR OG KVÁR Höfundur er fötluð, stolt kona.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun