Lítt þekkt baktería orsök fjöldadauða fíla í Afríku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2023 10:38 Það vakti strax athygli þegar fílarnir fundust að skögultennur þeirra höfðu ekki verið fjarlægðar og því ekki um veiðiþjófnað að ræða. epa/STR Vísindamenn telja sig mögulega hafa fundið svarið við því hvers vegna 350 fílar drápust í Botsvana árið 2020 og 35 í Simbabve. Fílarnir voru af báðum kynjum og á öllum aldri og sumir gengu í marga hringi áður en þeir féllu skyndilega niður. Engar augljósar vísbendingar voru um dánarorsök skepnanna en yfirvöld í Botsvana sögðu líklega um að ræða einhvers konar blábakteríusýkingu. Nú liggja hins vegar fyrir niðurstöður rannsókna sem sýna að dauða fílanna má líklega rekja til lítt þekktrar bakteríu sem ber heitið Pasteurella Bisgaard taxon 45, sem hefur leitt til blóðsýkingar. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er að bakterían hafi leitt til dauða meðal fíla en vísindamennirnir telja mögulegt að hún hafi einnig verið orsakavaldur dauða fleiri fíla í nágrannaríkjum Botsvana. Aðstandendur skýrslu um málið sem birtist í Nature Communications segja um að ræða mikilvæga uppgötvun sem muni hafa áhrif á aðgerðir til að vernda tegundina, sem er í útrýmingarhættu. Afrískum fílum fækkar um 8 prósent á ári, aðallega vegna veiðiþjófnaðar. Stofninn telur nú aðeins um 350 þúsund villt dýr og niðurstöðurnar benda til þess að smitsjúkdómar séu enn ein hættan sem steðjar að fílnum. Pasteurella bakteríur hafa áður verið tengdar við dauða 200 þúsund saiga-antílópa í Kasakstan. Vísindamenn telja bakteríuna að finna í hálsi flestra, ef ekki allra, antílópa en að skyndileg hitaaukning hafi orðið til þess að bakterían barst út í blóðið og olli sýkingu. Bisgaard taxon 45 hefur einnig fundist í ljónum, tígrisdýrum, íkornum og páfagaukum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Botsvana Simbabve Dýr Dýraheilbrigði Vísindi Tengdar fréttir Dularfullur fíladauði í Botsvana Rúmlega 350 fílar hafa drepist í norðurhluta Afríkuríkisins Botsvana síðustu mánuðina. Enn hefur ekki komið fram opinber skýring á dauða fílanna og hafa tafir orðið á sýnatöku fulltrúa yfirvalda. 2. júlí 2020 07:44 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Engar augljósar vísbendingar voru um dánarorsök skepnanna en yfirvöld í Botsvana sögðu líklega um að ræða einhvers konar blábakteríusýkingu. Nú liggja hins vegar fyrir niðurstöður rannsókna sem sýna að dauða fílanna má líklega rekja til lítt þekktrar bakteríu sem ber heitið Pasteurella Bisgaard taxon 45, sem hefur leitt til blóðsýkingar. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er að bakterían hafi leitt til dauða meðal fíla en vísindamennirnir telja mögulegt að hún hafi einnig verið orsakavaldur dauða fleiri fíla í nágrannaríkjum Botsvana. Aðstandendur skýrslu um málið sem birtist í Nature Communications segja um að ræða mikilvæga uppgötvun sem muni hafa áhrif á aðgerðir til að vernda tegundina, sem er í útrýmingarhættu. Afrískum fílum fækkar um 8 prósent á ári, aðallega vegna veiðiþjófnaðar. Stofninn telur nú aðeins um 350 þúsund villt dýr og niðurstöðurnar benda til þess að smitsjúkdómar séu enn ein hættan sem steðjar að fílnum. Pasteurella bakteríur hafa áður verið tengdar við dauða 200 þúsund saiga-antílópa í Kasakstan. Vísindamenn telja bakteríuna að finna í hálsi flestra, ef ekki allra, antílópa en að skyndileg hitaaukning hafi orðið til þess að bakterían barst út í blóðið og olli sýkingu. Bisgaard taxon 45 hefur einnig fundist í ljónum, tígrisdýrum, íkornum og páfagaukum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Botsvana Simbabve Dýr Dýraheilbrigði Vísindi Tengdar fréttir Dularfullur fíladauði í Botsvana Rúmlega 350 fílar hafa drepist í norðurhluta Afríkuríkisins Botsvana síðustu mánuðina. Enn hefur ekki komið fram opinber skýring á dauða fílanna og hafa tafir orðið á sýnatöku fulltrúa yfirvalda. 2. júlí 2020 07:44 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Dularfullur fíladauði í Botsvana Rúmlega 350 fílar hafa drepist í norðurhluta Afríkuríkisins Botsvana síðustu mánuðina. Enn hefur ekki komið fram opinber skýring á dauða fílanna og hafa tafir orðið á sýnatöku fulltrúa yfirvalda. 2. júlí 2020 07:44