Íslenski boltinn

Sandra María í­hugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“

Aron Guðmundsson skrifar
Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta
Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta Vísir/Sigurjón Ólason

Ó­víst er hvar Sandra María Jes­sen, leik­maður Þór/KA og ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta spilar á næsta tíma­bili. Hún er nú í því, á­samt um­boðs­manni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og er­lendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið.

Sandra María undir­býr sig nú af kappi fyrir komandi leiki ís­lenska kvenna­lands­liðsins í Þjóða­deild Evrópu. Er þar um að ræða tvo heima­leiki, gegn Dönum á föstu­daginn kemur og Þjóð­verjum á þriðju­daginn í næstu viku.

Tíma­bilinu hér heima er lokið og hefur Sandra María haldið sér við með því að æfa með 2. flokki karla heima á Akur­eyri.

„Eftir að tíma­bilinu hér heima lauk byrjaði ég á því að taka mér viku í pásu,“ segir Sandra María í sam­tali við Vísi. „Ég er með pínu hnjask á hnénu og því var það best fyrir mig og lands­liðið að ég myndi taka mér smá tíma í að jafna mig. Eftir það fékk ég að æfa með 2.flokki karla fyrir norðan. Það hjálpaði mér mikið og er senni­lega eitt­hvað sem ég mun gera meira með á­fram.

Svo fer meistara­flokkur Þór/KA náttúru­lega að koma aftur saman fljót­lega. Ég tel það bara gott fyrir mig per­sónu­lega sem og lands­liðið að ég fái að æfa að­eins á­fram með strákunum, þar sem að ég hef minni tíma á boltanum er æfi með sterkari leik­mönnum. Ég held að ég geri það.“

Sandra María átti skínandi gengi að fagna á síðasta tíma­bili með Þór/KA þar sem að hún skoraði meðal annars átta mörk í ní­tján leikjum og var með betri leik­mönnum deildarinnar.

Núna eru margir orð­rómar á kreiki varðandi þína fram­tíð. Hvernig horfir fram­tíðin við þér? Eru lið að bera í þig vígjurnar?

„Þetta er þessi tíma­punktur árs þar sem allir eru að pæla í því hvað maður ætlar að gera, hver stefnan sé. Það er eðli­legt. Ég að sjálf­sögðu verð að skoða alla þessa hluti vel og taka alla anga með í jöfnuna.

Sjá hvað sé best fyrir mig og mína fjöl­skyldu að gera. Ég byrja bara á því að skoða hvað sé í boði, vega og meta alla kosti og galla við hvert til­boð sem kemur upp á borðið. Svo verð ég að taka sam­eigin­lega á­kvörðun með fjöl­skyldunni.“

Þannig að þú finnur fyrir klárum á­huga frá öðrum liðum á að fá þig til liðs við sig?

„Já ég hef alveg fundið fyrir smá á­huga núna og er einnig að vinna með mínum um­boðs­manni að því að skoða kosti er­lendis. Þannig að maður er bæði að skoða kosti hérna heima en líka fyrir utan lands­steinana. Maður er bara al­gjör­lega með opna bók og opinn hug fyrir öllu. Skoða allt sem kemur upp á borðið.“

Klippa: Sandra María að skoða kosti hérlendis sem og erlendis



Fleiri fréttir

Sjá meira


×