Sandra María íhugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“ Aron Guðmundsson skrifar 25. október 2023 16:05 Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta Vísir/Sigurjón Ólason Óvíst er hvar Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta spilar á næsta tímabili. Hún er nú í því, ásamt umboðsmanni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og erlendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið. Sandra María undirbýr sig nú af kappi fyrir komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins í Þjóðadeild Evrópu. Er þar um að ræða tvo heimaleiki, gegn Dönum á föstudaginn kemur og Þjóðverjum á þriðjudaginn í næstu viku. Tímabilinu hér heima er lokið og hefur Sandra María haldið sér við með því að æfa með 2. flokki karla heima á Akureyri. „Eftir að tímabilinu hér heima lauk byrjaði ég á því að taka mér viku í pásu,“ segir Sandra María í samtali við Vísi. „Ég er með pínu hnjask á hnénu og því var það best fyrir mig og landsliðið að ég myndi taka mér smá tíma í að jafna mig. Eftir það fékk ég að æfa með 2.flokki karla fyrir norðan. Það hjálpaði mér mikið og er sennilega eitthvað sem ég mun gera meira með áfram. Svo fer meistaraflokkur Þór/KA náttúrulega að koma aftur saman fljótlega. Ég tel það bara gott fyrir mig persónulega sem og landsliðið að ég fái að æfa aðeins áfram með strákunum, þar sem að ég hef minni tíma á boltanum er æfi með sterkari leikmönnum. Ég held að ég geri það.“ Sandra María átti skínandi gengi að fagna á síðasta tímabili með Þór/KA þar sem að hún skoraði meðal annars átta mörk í nítján leikjum og var með betri leikmönnum deildarinnar. Núna eru margir orðrómar á kreiki varðandi þína framtíð. Hvernig horfir framtíðin við þér? Eru lið að bera í þig vígjurnar? „Þetta er þessi tímapunktur árs þar sem allir eru að pæla í því hvað maður ætlar að gera, hver stefnan sé. Það er eðlilegt. Ég að sjálfsögðu verð að skoða alla þessa hluti vel og taka alla anga með í jöfnuna. Sjá hvað sé best fyrir mig og mína fjölskyldu að gera. Ég byrja bara á því að skoða hvað sé í boði, vega og meta alla kosti og galla við hvert tilboð sem kemur upp á borðið. Svo verð ég að taka sameiginlega ákvörðun með fjölskyldunni.“ Þannig að þú finnur fyrir klárum áhuga frá öðrum liðum á að fá þig til liðs við sig? „Já ég hef alveg fundið fyrir smá áhuga núna og er einnig að vinna með mínum umboðsmanni að því að skoða kosti erlendis. Þannig að maður er bæði að skoða kosti hérna heima en líka fyrir utan landssteinana. Maður er bara algjörlega með opna bók og opinn hug fyrir öllu. Skoða allt sem kemur upp á borðið.“ Klippa: Sandra María að skoða kosti hérlendis sem og erlendis Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Sandra María undirbýr sig nú af kappi fyrir komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins í Þjóðadeild Evrópu. Er þar um að ræða tvo heimaleiki, gegn Dönum á föstudaginn kemur og Þjóðverjum á þriðjudaginn í næstu viku. Tímabilinu hér heima er lokið og hefur Sandra María haldið sér við með því að æfa með 2. flokki karla heima á Akureyri. „Eftir að tímabilinu hér heima lauk byrjaði ég á því að taka mér viku í pásu,“ segir Sandra María í samtali við Vísi. „Ég er með pínu hnjask á hnénu og því var það best fyrir mig og landsliðið að ég myndi taka mér smá tíma í að jafna mig. Eftir það fékk ég að æfa með 2.flokki karla fyrir norðan. Það hjálpaði mér mikið og er sennilega eitthvað sem ég mun gera meira með áfram. Svo fer meistaraflokkur Þór/KA náttúrulega að koma aftur saman fljótlega. Ég tel það bara gott fyrir mig persónulega sem og landsliðið að ég fái að æfa aðeins áfram með strákunum, þar sem að ég hef minni tíma á boltanum er æfi með sterkari leikmönnum. Ég held að ég geri það.“ Sandra María átti skínandi gengi að fagna á síðasta tímabili með Þór/KA þar sem að hún skoraði meðal annars átta mörk í nítján leikjum og var með betri leikmönnum deildarinnar. Núna eru margir orðrómar á kreiki varðandi þína framtíð. Hvernig horfir framtíðin við þér? Eru lið að bera í þig vígjurnar? „Þetta er þessi tímapunktur árs þar sem allir eru að pæla í því hvað maður ætlar að gera, hver stefnan sé. Það er eðlilegt. Ég að sjálfsögðu verð að skoða alla þessa hluti vel og taka alla anga með í jöfnuna. Sjá hvað sé best fyrir mig og mína fjölskyldu að gera. Ég byrja bara á því að skoða hvað sé í boði, vega og meta alla kosti og galla við hvert tilboð sem kemur upp á borðið. Svo verð ég að taka sameiginlega ákvörðun með fjölskyldunni.“ Þannig að þú finnur fyrir klárum áhuga frá öðrum liðum á að fá þig til liðs við sig? „Já ég hef alveg fundið fyrir smá áhuga núna og er einnig að vinna með mínum umboðsmanni að því að skoða kosti erlendis. Þannig að maður er bæði að skoða kosti hérna heima en líka fyrir utan landssteinana. Maður er bara algjörlega með opna bók og opinn hug fyrir öllu. Skoða allt sem kemur upp á borðið.“ Klippa: Sandra María að skoða kosti hérlendis sem og erlendis
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira