Fótbolti

Móður­hlut­verkið hefur hjálpað Söndru Maríu að verða betri leik­maður

Aron Guðmundsson skrifar
Ekki er langt síðan að Sandra María Jessen sneri aftur í íslenska landsliðið. Hún lék í september síðastliðnum sinn fyrsta alvöru mótsleik fyrir liðið síðan 2017. Hún eignaðist barn haustið 2021.
Ekki er langt síðan að Sandra María Jessen sneri aftur í íslenska landsliðið. Hún lék í september síðastliðnum sinn fyrsta alvöru mótsleik fyrir liðið síðan 2017. Hún eignaðist barn haustið 2021. vísir/Diego

Ís­lenska lands­liðs­konan í fót­bolta, Sandra María Jes­sen. Segir á­kveðna eigin­leika móður­hlut­verksins hafa nýst sér í að verða betri leik­maður og liðs­fé­lagi.

Ís­lenska kvenna­lands­liðið á fyrir höndum tvo heima­leiki í Þjóða­deild Evrópu. Liðið tekur á móti topp­liði Dan­merkur á föstu­daginn og svo mæta Þjóð­verjar í heim­sókn á þriðju­daginn eftir tæpa viku.

„Ég næ að nýta mér á­kveðna eigin­leika sem móðir. Þessir eigin­leikar hjálpa mér að verða enn betri knatt­spyrnu­kona.“

Sandra María Jes­sen, leik­maður Þór/KA er aftur orðin reglu­legur hluti af leik­manna­hópi ís­lenska lands­liðsins og kemur hún inn í komandi leiki full sjálfs­trausts eftir að hafa verið með betri leik­mönnum Bestu deildarinnar á síðasta tíma­bili.

Sandra á að baki 35 A-lands­leiki og er fast sæti í ís­lenska lands­liðs­hópnum á nýjan leik eitt­hvað sem hún hefur stefnt að því að láta raun­gerast síðan að hún komst af því að hún ætti von á sínu fyrsta barni árið 2021

„Til þess er maður að leggja þetta á sig. Maður vill vera í lands­liðinu og þetta var klár­lega mark­miðið hjá mér per­sónu­lega frá því að ég komst að því að ég væri ó­létt. Fyrir mig að vera mætt hingað aftur er náttúru­lega bara stór per­sónu­legur sigur. Þetta er góður hópur sem ég kem inn í, mikið af flottum stelpum og rosa­lega gaman að taka þátt í þessu öllu.“

Móður­hlut­verkið hefur haft gífur­lega já­kvæð á­hrif á þau verk­efni sem Sandra María tekst á við á sínum fót­bolta­ferli.

„Ég næ að nýta mér á­kveðna eigin­leika sem móðir. Þessir eigin­leikar hjálpa mér að verða enn betri knatt­spyrnu­kona. Ég byrjaði rosa­lega ung að spila fyrir ís­lenska lands­liðið á sínum tíma og upp­lifði mig þá alltaf stressaða og ó­örugga með sjálfa mig í lands­liðs­verk­efnunum.

Mér finnst móður­hlut­verkið hafa hjálpað mér í því að vera ró­legri, taka því bara sem kemur. Það er ekki allt í manns höndum, maður gerir bara það sem maður getur. Þú getur ekki gert meira en það. Mér finnst ég ná að nýta ein­hverja eigin­leika af því til þess að gera mig að betri leik­manni og hjálpa liðinu meira.“


Tengdar fréttir

Sandra María í­hugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“

Ó­víst er hvar Sandra María Jes­sen, leik­maður Þór/KA og ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta spilar á næsta tíma­bili. Hún er nú í því, á­samt um­boðs­manni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og er­lendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×