Aðkoma stjórnvalda nauðsynleg fyrir gerð langtímakjarasamninga Lovísa Arnardóttir skrifar 25. október 2023 18:52 Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Sigurjón „Við greiðum allt með krónum ekki prósentum,“ sagði Vilhjálmur Birgisson á þingi SGS sem sett var í dag. Hann sagði að í næstu kjarasamningum yrði áfram lögð áhersla á krónutöluhækkanir og að aðkoma stjórnvalda væri nauðsynleg til að ná að gera langtímakjarasamninga. Samningar sambandsins renna út eftir um þrjá mánuði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, SGS, segir ljóst að hans, og annarra í samtökunum bíði ærið verkefni í kjarasamningsviðræðum eftir tæpa þrjá mánuði. Hann telur að ekki verði gengið til langtímakjarasamninga nema með aðkomu stjórnvalda, líkt og gerðist í Lífskjarasamningunum árið 2019. Þetta sagði Vilhjálmur í ræðu sinni á níunda þingi Starfsgreinasambandsins sem fór fram í dag. Vilhjálmur byrjaði ræðu sína á því að ávarpa breytingar frá síðasta þingi sem er úrsögn Eflingar úr sambandinu. Vilhjálmur segir félagið þó enn sterkt, bæði félagslega og fjárhagslega, og óskaði Eflingar-fólki velfarnaðar. „Í dag eru 18 aðildarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands en þessi aðildarfélög eru staðsett hringinn í kringum landið og innan SGS eru í dag um 45 þúsund félagsmenn. Það er mikilvægt að halda því hátt á lofti að þrátt fyrir úrsögn Eflingar úr SGS þá er Starfsgreinasambandið ennþá stærsta einstaka landssambandið innan Alþýðusambands Íslands,“ sagði Vilhjálmur í ræðu sinni. Fjölmennt var á þinginu. Vísir/Sigurjón Hann minnti á ábyrgð þeirra og sagði mikilvægt að tryggja að hagsmunir landsbyggðarinnar gleymist ekki innan ASÍ. Mörgum finnist áherslan þar of mikil á höfuðborgarsvæðið. Hann segir af nægu að taka á landsbyggðinni sem þurfi að huga að. „Byrjum á heilbrigðisþjónustunni enda blasir við að aðgengi fjölmargra sem ekki búa í Reykjavík að heilbrigðisþjónustu er verulega ábótavant. Við vitum að á landsbyggðinni hefur verið dregið markvisst úr sérfræðiþjónustu og skurðstofum sem og fæðingardeildum hefur verið lokað. Einnig þekkja allir þeir sem þurfa langan veg að fara til að sækja sér sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur þann gríðarlega kostnað sem af því hlýst. Þennan aðstöðumun verða stjórnvöld að lagfæra,“ sagði Vilhjálmur og minntist svo á samgöngur sem verði að tryggja að séu í lagi. Það þurfi, til dæmis, að muna að margir keyri tugi kílómetra til að komast í lágvöruverslun og að þegar framfærslukostnaður þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggð sé borinn saman þurfi að taka slíkar breytur með í reikninginn. Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ávarpaði þingið. Með honum á myndinni er Vilhjálmur Birgisson, til hægri. Vísir/Sigurjón „Við skulum heldur ekki gleyma því að landsbyggðin skapar stóran hluta þeirra gjaldeyristekna sem til verða hér á landi og nægir að nefna í því samhengi ferðaþjónustuna, stóriðjurnar, sjávarútveginn og laxeldi.“ Vilhjálmur talaði svo um þá kjarasamninga sem voru undirritaður í desember fyrir ári síðan. „Kjarasamning sem skilaði verkafólki á kauptöxtum launahækkun sem nam 11,28% í skammtímasamningi og krónutöluhækkun sem nam frá 35 þúsundum upp í allt að 70 þúsund á mánuði. Hækkanir sem við forystufólk höfum afar sjaldan kynnt fyrir verkafólki á hinum almenna vinnumarkaði áður, en meðaltalshækkun á kauptöxtum verkafólks nam 43 þúsundum í þessum samningi. Þessu til viðbótar tókst okkur að lagfæra launatöfluna að hluta til og í komandi kjarasamningum þurfum við að halda áfram hvað það varðar,“ sagði Vilhjálmur í ræðu sinni og að hann, og aðrir innan SGS, væru mjög stolt af þessum samningi. Hann sagði að þeirra biði „ærið verkefni“ í næstu kjarasamningsgerð eftir tæpa þrjá mánuði. Ljóst væri að nánast útilokað verði að ganga frá langtímakjarasamningi án „verulegrar aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga eins og gert var í Lífskjarasamningnum árið 2019.“ Vilhjálmur sagði áríðandi að leggja áfram áherslu á krónutöluhækkanir því prósentuhækkanir „séu blekking. „Við vitum öll að prósentuhækkanir eru blekking og nægir í því samhengi að nefna að forstjóri sem er með 3 milljónir á mánuði fær 180 þúsund króna hækkun á launum sínum miðað við 6% launahækkun á meðan verkamaður með á lágmarkstaxta fær 24 þúsund. Bæði verkamaðurinn og forstjórinn áttu að hafa fengið sömu launahækkun þrátt fyrir að forstjórinn fengi 156 þúsund fleiri krónur en verkamaðurinn. Á þessu sést sú blekking sem á sér stað þegar samið er með prósentum og munum að ekkert okkar fer með prósentur út í búð. Við greiðum allt með krónum ekki prósentum.“ Vilhjálmur fór svo yfir stöðuna á efnahagsmarkaði og í samfélaginu og sagði ljóst að fyrir félagsfólk þyrfti að breyta miklu svo að kjör þeirra yrðu betri. Hann nefndi sérstaklega húsnæðismarkaðinn og fjármálakerfið og margt fleira. Ræðu Vilhjálms er hægt að lesa hér í heild sinni. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Tengdar fréttir Óttast að allt logi í verkföllum eftir áramót Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, óttast að verkföll verði tíð á næsta ári og að stjórnvöld þurfi að koma að gerð kjarasamninga. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að semja þurfi af skynsemi. 14. september 2023 20:43 Efling fundar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu Trúnaðarráð og stjórn Eflingar hafa samþykkt að boða til félagsfundar þar sem framtíð félagsins innan Starfsgreinasambandsins verður til umræðu. 10. apríl 2023 17:57 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, SGS, segir ljóst að hans, og annarra í samtökunum bíði ærið verkefni í kjarasamningsviðræðum eftir tæpa þrjá mánuði. Hann telur að ekki verði gengið til langtímakjarasamninga nema með aðkomu stjórnvalda, líkt og gerðist í Lífskjarasamningunum árið 2019. Þetta sagði Vilhjálmur í ræðu sinni á níunda þingi Starfsgreinasambandsins sem fór fram í dag. Vilhjálmur byrjaði ræðu sína á því að ávarpa breytingar frá síðasta þingi sem er úrsögn Eflingar úr sambandinu. Vilhjálmur segir félagið þó enn sterkt, bæði félagslega og fjárhagslega, og óskaði Eflingar-fólki velfarnaðar. „Í dag eru 18 aðildarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands en þessi aðildarfélög eru staðsett hringinn í kringum landið og innan SGS eru í dag um 45 þúsund félagsmenn. Það er mikilvægt að halda því hátt á lofti að þrátt fyrir úrsögn Eflingar úr SGS þá er Starfsgreinasambandið ennþá stærsta einstaka landssambandið innan Alþýðusambands Íslands,“ sagði Vilhjálmur í ræðu sinni. Fjölmennt var á þinginu. Vísir/Sigurjón Hann minnti á ábyrgð þeirra og sagði mikilvægt að tryggja að hagsmunir landsbyggðarinnar gleymist ekki innan ASÍ. Mörgum finnist áherslan þar of mikil á höfuðborgarsvæðið. Hann segir af nægu að taka á landsbyggðinni sem þurfi að huga að. „Byrjum á heilbrigðisþjónustunni enda blasir við að aðgengi fjölmargra sem ekki búa í Reykjavík að heilbrigðisþjónustu er verulega ábótavant. Við vitum að á landsbyggðinni hefur verið dregið markvisst úr sérfræðiþjónustu og skurðstofum sem og fæðingardeildum hefur verið lokað. Einnig þekkja allir þeir sem þurfa langan veg að fara til að sækja sér sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur þann gríðarlega kostnað sem af því hlýst. Þennan aðstöðumun verða stjórnvöld að lagfæra,“ sagði Vilhjálmur og minntist svo á samgöngur sem verði að tryggja að séu í lagi. Það þurfi, til dæmis, að muna að margir keyri tugi kílómetra til að komast í lágvöruverslun og að þegar framfærslukostnaður þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggð sé borinn saman þurfi að taka slíkar breytur með í reikninginn. Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ávarpaði þingið. Með honum á myndinni er Vilhjálmur Birgisson, til hægri. Vísir/Sigurjón „Við skulum heldur ekki gleyma því að landsbyggðin skapar stóran hluta þeirra gjaldeyristekna sem til verða hér á landi og nægir að nefna í því samhengi ferðaþjónustuna, stóriðjurnar, sjávarútveginn og laxeldi.“ Vilhjálmur talaði svo um þá kjarasamninga sem voru undirritaður í desember fyrir ári síðan. „Kjarasamning sem skilaði verkafólki á kauptöxtum launahækkun sem nam 11,28% í skammtímasamningi og krónutöluhækkun sem nam frá 35 þúsundum upp í allt að 70 þúsund á mánuði. Hækkanir sem við forystufólk höfum afar sjaldan kynnt fyrir verkafólki á hinum almenna vinnumarkaði áður, en meðaltalshækkun á kauptöxtum verkafólks nam 43 þúsundum í þessum samningi. Þessu til viðbótar tókst okkur að lagfæra launatöfluna að hluta til og í komandi kjarasamningum þurfum við að halda áfram hvað það varðar,“ sagði Vilhjálmur í ræðu sinni og að hann, og aðrir innan SGS, væru mjög stolt af þessum samningi. Hann sagði að þeirra biði „ærið verkefni“ í næstu kjarasamningsgerð eftir tæpa þrjá mánuði. Ljóst væri að nánast útilokað verði að ganga frá langtímakjarasamningi án „verulegrar aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga eins og gert var í Lífskjarasamningnum árið 2019.“ Vilhjálmur sagði áríðandi að leggja áfram áherslu á krónutöluhækkanir því prósentuhækkanir „séu blekking. „Við vitum öll að prósentuhækkanir eru blekking og nægir í því samhengi að nefna að forstjóri sem er með 3 milljónir á mánuði fær 180 þúsund króna hækkun á launum sínum miðað við 6% launahækkun á meðan verkamaður með á lágmarkstaxta fær 24 þúsund. Bæði verkamaðurinn og forstjórinn áttu að hafa fengið sömu launahækkun þrátt fyrir að forstjórinn fengi 156 þúsund fleiri krónur en verkamaðurinn. Á þessu sést sú blekking sem á sér stað þegar samið er með prósentum og munum að ekkert okkar fer með prósentur út í búð. Við greiðum allt með krónum ekki prósentum.“ Vilhjálmur fór svo yfir stöðuna á efnahagsmarkaði og í samfélaginu og sagði ljóst að fyrir félagsfólk þyrfti að breyta miklu svo að kjör þeirra yrðu betri. Hann nefndi sérstaklega húsnæðismarkaðinn og fjármálakerfið og margt fleira. Ræðu Vilhjálms er hægt að lesa hér í heild sinni.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Tengdar fréttir Óttast að allt logi í verkföllum eftir áramót Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, óttast að verkföll verði tíð á næsta ári og að stjórnvöld þurfi að koma að gerð kjarasamninga. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að semja þurfi af skynsemi. 14. september 2023 20:43 Efling fundar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu Trúnaðarráð og stjórn Eflingar hafa samþykkt að boða til félagsfundar þar sem framtíð félagsins innan Starfsgreinasambandsins verður til umræðu. 10. apríl 2023 17:57 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Óttast að allt logi í verkföllum eftir áramót Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, óttast að verkföll verði tíð á næsta ári og að stjórnvöld þurfi að koma að gerð kjarasamninga. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að semja þurfi af skynsemi. 14. september 2023 20:43
Efling fundar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu Trúnaðarráð og stjórn Eflingar hafa samþykkt að boða til félagsfundar þar sem framtíð félagsins innan Starfsgreinasambandsins verður til umræðu. 10. apríl 2023 17:57