Trump aftur sektaður fyrir að brjóta gegn fyrirmælum dómarans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2023 08:24 „Ótrúlegt,“ muldraði forsetinn fyrrverandi eftir ákvörðun dómarans í gær. AP/Spencer Platt Dómari í New York hefur sektað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um 10.000 dollara fyrir að brjóta gegn fyrirmælum hans um að tjá sig ekki opinberlega um starfsmenn réttarins. Arthur Engoron gerði hlé á réttarhöldunum sem nú standa yfir gegn Trump í New York til að kalla hann til vitnis vegna ummæla sinna. Associated Press hafði eftir Trump að dómarinn væri hlutdrægur og að við hlið hans sæti önnur mjög hlutdræg manneskja, manneskja sem væri jafnvel hlutdrægari en dómarinn. Spurður út í ummælin í dómsal sagðist Trump hafa verið að tala um Michael Cohen, fyrrum handbendi sitt, sem hefur verið að bera vitni gegn forsetanum fyrrverandi í vikunni. „Ertu viss?“ spurði dómarinn Trump um þessa staðhæfingu. „Já, ég er viss,“ svaraði Trump. Engoron þótti þessi vitnisburður Trump hins vegar afar ótrúverðugur og benti á að það væri mjög auðvelt að átta sig á því að hann hefði í raun verið að vísa til aðstoðarmanns dómarans, Allison Greenfield. Sagði Engoron Trump ekki trúverðugt vitni og sektaði hann um ofangreinda upphæð. Þetta er í annað sinn sem Trump er sektaður fyrir að brjóta gegn fyrirmælum dómarans en fyrri sektina, 5.000 dollara, fékk hann á sig fyrir að fjarlægja ekki ummæli sín um Greenfield af kosningasíðu sinni. Færsla þar sem Trump birti mynd af Greenfield með Chuck Schumer, forseta öldungadeildarinnar, var upphafleg ástæða þess að Engoron bannaði Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómstólsins en færlsan var aðeins fjarlægð af samfélagsmiðlinum Truth Social, ekki kosningasíðunni. Lögmenn Trump sögðu um mistök að ræða en dómarinn sagði Trump vera kominn af „viðvörunarstiginu“ og ítrekaði í gær að ef hann bryti aftur gegn fyrirmælunum myndi það mögulega hafa mun alvarlegri afleiðingar í för með sér. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Arthur Engoron gerði hlé á réttarhöldunum sem nú standa yfir gegn Trump í New York til að kalla hann til vitnis vegna ummæla sinna. Associated Press hafði eftir Trump að dómarinn væri hlutdrægur og að við hlið hans sæti önnur mjög hlutdræg manneskja, manneskja sem væri jafnvel hlutdrægari en dómarinn. Spurður út í ummælin í dómsal sagðist Trump hafa verið að tala um Michael Cohen, fyrrum handbendi sitt, sem hefur verið að bera vitni gegn forsetanum fyrrverandi í vikunni. „Ertu viss?“ spurði dómarinn Trump um þessa staðhæfingu. „Já, ég er viss,“ svaraði Trump. Engoron þótti þessi vitnisburður Trump hins vegar afar ótrúverðugur og benti á að það væri mjög auðvelt að átta sig á því að hann hefði í raun verið að vísa til aðstoðarmanns dómarans, Allison Greenfield. Sagði Engoron Trump ekki trúverðugt vitni og sektaði hann um ofangreinda upphæð. Þetta er í annað sinn sem Trump er sektaður fyrir að brjóta gegn fyrirmælum dómarans en fyrri sektina, 5.000 dollara, fékk hann á sig fyrir að fjarlægja ekki ummæli sín um Greenfield af kosningasíðu sinni. Færsla þar sem Trump birti mynd af Greenfield með Chuck Schumer, forseta öldungadeildarinnar, var upphafleg ástæða þess að Engoron bannaði Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómstólsins en færlsan var aðeins fjarlægð af samfélagsmiðlinum Truth Social, ekki kosningasíðunni. Lögmenn Trump sögðu um mistök að ræða en dómarinn sagði Trump vera kominn af „viðvörunarstiginu“ og ítrekaði í gær að ef hann bryti aftur gegn fyrirmælunum myndi það mögulega hafa mun alvarlegri afleiðingar í för með sér.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira