Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um nýja skýrslu um aðgerðir gegn mansali hér á landi. 

Stjórnvöld eru í skýrslunni hvött til að taka harðar á málefninu en aðeins einu sinni hefur verið sakfellt í mansalsmáli hér á landi frá árinu 2010. Dómsmálaráðherra boðar nýja aðgerðaráætlun í málaflokknum.

Þá heyrum við í ungum bændum sem blása til baráttufundar í dag. Formaður þeirra segir að nýliðun í greininni sé nánast ómöguleg. 

Einnig fjöllum við um aðgerðir lögreglu í Grafarvogi í gær í forsjármáli en málið var rætt á Alþingi í morgun. 

Í íþróttapakka dagsins verður síðan fjallað um mikilvægan leik íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta gegn Dönum annað kvöld og leik Blika gegn Gent í Sambandsdeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×