Átta ára búin að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar með kleinusölu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. október 2023 22:00 Það tekur Önnu Alexíu um klukkustund að baka rúmlega hundrað kleinur með ömmu sinni. Vísir/Steingrímur Dúi Átta ára gömul Kópavogsmær hefur síðustu mánuði mætt samviskusamlega í hverri viku til ömmu sinnar og bakað kíló af kleinum. Kleinurnar hefur hún svo selt, en fyrir ágóðann hyggst hún bjóða fjölskyldu sinni til Parísar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Önnu Alexíu Guðmundsdóttir, sem kenndi fréttamanni að baka kleinur. Kennslan vafðist ekki fyrir Önnu enda er hún sjálf orðin algjör snillingur í kleinubakstri. Fyrir nokkrum mánuðum stakk Anna upp á því við móður sína að fjölskyldan leggði land undir fót og heimsækti Disneyland í París. En slík ferð er kostnaðarsöm og veltu mæðgurnar fyrir sér góðri leið til að safna. Þá fékk Anna þá hugmynd að baka kleinur og selja. Síðan þá hefur hún mætt til ömmu sinnar, Sigurjónu Björgvinsdóttur, í hverri einustu viku og þær baka saman kíló af kleinum. „Stundum vil ég það ekki, því eftir skóla og tónlistarskóla er ég pínu þreytt og nenni því ekki. En eftir á er ég alltaf bara glöð að ég gerði kleinur,“ segir Anna Alexía. Anna Alexía viðurkennir að hún sé ekki alltaf í stuði fyrir kleinubakstur en er alltaf glöð eftir á. Amma hennar segir þetta miklar gæðastundir.Vísir/Steingrímur Dúi Vinir og vandamenn hafa keypt kleinur af Önnu en hún hefur einnig gengið í hús í Kópavogi, þar sem hún býr, og selt með góðum árangri. Raunar er það svo að mun færri fá en vilja. Staðan núna er þannig að Önnu hefur tekist að safna fyrir flugmiða fyrir sig til Parísar og gott betur en það, en hún er komin langleiðina upp í miða fyrir alla fjóra meðlimi fjölskyldunnar. En DisneyWorld er ekki það eina sem heillar Önnu við París. Mig langar líka pínu að sjá Effeilturninn og prófa svona croissant. Leynihráefni og gæðastundir Leynihráefnið í kleinuuppskrift Sigurjónu er súrmjólk, en auk þess segir hún mikilvægt að fylgja uppskriftinni nákvæmlega og ekki slumpa. „Svo er annað sem þarf að passa sig á, það er að hafa deigið ekki of þykkt og ekki of þunnt. Eins og maður segir á vondri íslensku, það er svona touch eða tilfinning,“ segir Sigurjóna. Hún segir vikulegu baksturstímana þeirra Önnu miklar gæðastundir. „Þetta er gert með gleði. Ég er viss um að þetta er hollt fyrir hvern barn, að reyna sig í einhverju svona.“ Börn og uppeldi Ferðalög Krakkar Ástin og lífið Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Önnu Alexíu Guðmundsdóttir, sem kenndi fréttamanni að baka kleinur. Kennslan vafðist ekki fyrir Önnu enda er hún sjálf orðin algjör snillingur í kleinubakstri. Fyrir nokkrum mánuðum stakk Anna upp á því við móður sína að fjölskyldan leggði land undir fót og heimsækti Disneyland í París. En slík ferð er kostnaðarsöm og veltu mæðgurnar fyrir sér góðri leið til að safna. Þá fékk Anna þá hugmynd að baka kleinur og selja. Síðan þá hefur hún mætt til ömmu sinnar, Sigurjónu Björgvinsdóttur, í hverri einustu viku og þær baka saman kíló af kleinum. „Stundum vil ég það ekki, því eftir skóla og tónlistarskóla er ég pínu þreytt og nenni því ekki. En eftir á er ég alltaf bara glöð að ég gerði kleinur,“ segir Anna Alexía. Anna Alexía viðurkennir að hún sé ekki alltaf í stuði fyrir kleinubakstur en er alltaf glöð eftir á. Amma hennar segir þetta miklar gæðastundir.Vísir/Steingrímur Dúi Vinir og vandamenn hafa keypt kleinur af Önnu en hún hefur einnig gengið í hús í Kópavogi, þar sem hún býr, og selt með góðum árangri. Raunar er það svo að mun færri fá en vilja. Staðan núna er þannig að Önnu hefur tekist að safna fyrir flugmiða fyrir sig til Parísar og gott betur en það, en hún er komin langleiðina upp í miða fyrir alla fjóra meðlimi fjölskyldunnar. En DisneyWorld er ekki það eina sem heillar Önnu við París. Mig langar líka pínu að sjá Effeilturninn og prófa svona croissant. Leynihráefni og gæðastundir Leynihráefnið í kleinuuppskrift Sigurjónu er súrmjólk, en auk þess segir hún mikilvægt að fylgja uppskriftinni nákvæmlega og ekki slumpa. „Svo er annað sem þarf að passa sig á, það er að hafa deigið ekki of þykkt og ekki of þunnt. Eins og maður segir á vondri íslensku, það er svona touch eða tilfinning,“ segir Sigurjóna. Hún segir vikulegu baksturstímana þeirra Önnu miklar gæðastundir. „Þetta er gert með gleði. Ég er viss um að þetta er hollt fyrir hvern barn, að reyna sig í einhverju svona.“
Börn og uppeldi Ferðalög Krakkar Ástin og lífið Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira