Leiður, vonlítill og þreyttur bóndi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. október 2023 17:04 Þórólfur Ómar Óskarsson, kúabóndi í Eyjafjarðasveit segir það ekki vera neitt gamanmál að vera bóndi á Íslandi. Vísir/Samsett Þórólfur Ómar Óskarsson, ungur kúabóndi í Grænuhlíð í Eyjafirði, fór ófögrum orðum um núverandi rekstrarumhverfi bændastéttarinnar í ræðu sem hann flutti á baráttufundi Samtaka ungra bænda í Kópavogi í dag. Hann sagði það ekki vera neitt gamanmál að vera bóndi á Íslandi í dag og að það væri „algjör þvæla“ að reyna það við núverandi aðstæður. „Við vinnum mest allra stétta án þess svo nokkuð sem að taka frítúr við og við. Hjá mörgum okkar stendur valið alltaf á milli þess að vanrækja starfið eða vanrækja fjölskylduna, heimilið, vinina, áhugamálin og hjónabandið. Og hér inni eru eflaust margir flumsa yfir þessu en þetta er veruleiki flestra bænda, gott fólk,“ sagði hann og málar ekki fagra mynd af vinnuaðstæðum bænda. „Við erum menningararfur“ Þórólfur minnti einnig á mikilvægi íslensku bændastéttarinnar og þess hlutverks sem hún sinnir. „En hver erum við sem ég vitna til? Við erum fólkið í sveitunum, fólkið sem gætir okkar fallega lands, erum með það á láni á okkar lífsgöngu og sinnum því eftir fremsta megni. Við erum samfélag og við erum menningararfur. Við erum þín hjálparhönd þegar þörf er á og við sjáum þjóðinni og gestum hennar fyrir hollum matvælum fyrir hollum matvælum á ábyrgan hátt. Líkt og forrennarar okkar hafa gert í starfi svo öldum skiptir.“ „Blúndur á gamlar og gatslitnar gardínur“ Hann sagði þrautseigju bænda vera á þrotum og að í óbreyttu ástandi yrði hann ekki bóndi mikið lengur þrátt fyrir að langa til þess. Honum þykir ríkisstjórnin ekki hafa staðið við loforð sín í þessum málaflokki. „Sýnið málaflokknum þá virðingu að horfa ekki framhjá vandanum. Ekki tilheyra ríkistjórn sem gat ekki sammælst um að leiðrétta stöðu bænda þegar stjórnarsáttmálin fer fögru máli um matvælaöryggi og byggðafestu. Eða eru þessi orð kannski bara blúndur á gamlar og gatslitnar gardínur?“ „Ég er fjölskyldumaður í hjáverkum, bóndi að aðalstarfi. Leiður, vonlítill og þreyttur.“ Baráttufundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Landbúnaður Eyjafjarðarsveit Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hann sagði það ekki vera neitt gamanmál að vera bóndi á Íslandi í dag og að það væri „algjör þvæla“ að reyna það við núverandi aðstæður. „Við vinnum mest allra stétta án þess svo nokkuð sem að taka frítúr við og við. Hjá mörgum okkar stendur valið alltaf á milli þess að vanrækja starfið eða vanrækja fjölskylduna, heimilið, vinina, áhugamálin og hjónabandið. Og hér inni eru eflaust margir flumsa yfir þessu en þetta er veruleiki flestra bænda, gott fólk,“ sagði hann og málar ekki fagra mynd af vinnuaðstæðum bænda. „Við erum menningararfur“ Þórólfur minnti einnig á mikilvægi íslensku bændastéttarinnar og þess hlutverks sem hún sinnir. „En hver erum við sem ég vitna til? Við erum fólkið í sveitunum, fólkið sem gætir okkar fallega lands, erum með það á láni á okkar lífsgöngu og sinnum því eftir fremsta megni. Við erum samfélag og við erum menningararfur. Við erum þín hjálparhönd þegar þörf er á og við sjáum þjóðinni og gestum hennar fyrir hollum matvælum fyrir hollum matvælum á ábyrgan hátt. Líkt og forrennarar okkar hafa gert í starfi svo öldum skiptir.“ „Blúndur á gamlar og gatslitnar gardínur“ Hann sagði þrautseigju bænda vera á þrotum og að í óbreyttu ástandi yrði hann ekki bóndi mikið lengur þrátt fyrir að langa til þess. Honum þykir ríkisstjórnin ekki hafa staðið við loforð sín í þessum málaflokki. „Sýnið málaflokknum þá virðingu að horfa ekki framhjá vandanum. Ekki tilheyra ríkistjórn sem gat ekki sammælst um að leiðrétta stöðu bænda þegar stjórnarsáttmálin fer fögru máli um matvælaöryggi og byggðafestu. Eða eru þessi orð kannski bara blúndur á gamlar og gatslitnar gardínur?“ „Ég er fjölskyldumaður í hjáverkum, bóndi að aðalstarfi. Leiður, vonlítill og þreyttur.“ Baráttufundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Landbúnaður Eyjafjarðarsveit Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira