Nýsköpun á brauðfótum Erna Magnúsdóttir og Eiríkur Steingrímsson skrifa 27. október 2023 07:02 Undanfarin misseri hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á nýsköpun á Íslandi. Þetta sést á auknu fjármagni til samkeppnissjóða nýsköpunar í gegnum Tækniþróunarsjóð, með endurgreiðslum á rannsókna- og þróunarkostnaði, með skattaívilnunum fyrir sérhæft erlent starfsfólk og endurgreiðslum á VSK. Árið 2022 fengu nýsköpunarfyrirtæki um 11 milljarða í styrk beint úr ríkissjóði, og hækkaði sú tala í 13 milljarða á síðasta ári og stefnir í 15 milljarða árið 2024 auk þess sem gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun árið 2026. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku og auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir staðið í stað og lækkað að raunvirði. Háskólar og vísindastofnanir greiða auk þess fullan VSK af rannsóknavörum og fá hann ekki endurgreiddan. Nýsköpun þarf í grunninn þrennt til að þrífast: frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn og vel þjálfað starfsfólk. Þetta síðastnefnda er einmitt grunnstarfsemi háskóla. Þeir kenna nemum í grunnnámi og þjálfa framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara- og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Mikilvægast fyrir nýsköpunarfyrirtækin er kannski þjálfunin sem nemendur fá í sjálfstæðum vinnubrögðum og verkefna- og tímastjórnun. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Gott dæmi um þetta hlutverk háskóla er líftæknin. Líftækni á Íslandi hófst við Háskóla Íslands árið 1978 þegar Guðmundur Eggertsson flutti inn DNA klónunar-tæknina frá San Francisco og kenndi sínum nemum sem aftur kenndu sínum nemum þannig að til varð heilt samfélag sameindalíffræðinga sem kunnu til verka þegar hugmyndir að fyrirtækjum urðu til. Grunnrannsóknir háskóla og stofnana eru því afar mikilvæg undirstaða fyrir atvinnulífið. Það skýtur því skökku við að um leið og stjórnvöld leggja mikla áherslu á nýsköpun og nýsköpunarfyrirtækjum fer hratt fjölgandi á landinu þá er stefnt að niðurskurði á samkeppnissjóðum Vísinda- og tækniráðs. Það er hvorki að sjá neinar áætlanir um eflingu undirstöðunnar né um eitthvað annað sem gæti tekið við af háskólunum í slíkri þjálfun. Stjórnvöld stefna því að eflingu nýsköpunar án þess að huga að mönnun hennar. Þegar tölurnar um samkeppnissjóðina eru skoðaðar hefur lítið breyst síðustu 10 árin. Úthlutanir til nýrra styrkja Rannsóknasjóðs Vísinda og tækniráðs hafa aukist um 5% milli 2014 og 2023 ef miðað er við launavísitölu, á sama tíma og umsvif nýsköpunarfyrirtækja og styrkir til þeirra hafa margfaldast. Ef verður af niðurskurði til sjóðanna á fjárlögum 2024 mun úthlutun til nýrra styrkja verða samsvarandi því sem hún var árið 2005, fyrir tæpum tuttugu árum síðan, þegar umsvif nýsköpunar og hugvits voru mun minni í íslensku atvinnulífi og umsóknir í sjóðinn voru um helmingi færri en þær voru á síðasta ári. Aðrir sjóðir svo sem Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Vísindasjóður Landspítalans hafa staðið í stað síðustu 10 árin. Úthlutanir úr þessum tveimur sjóðum hafa varla breyst í krónutölu sem þýðir að kaupmáttur þeirra hefur hríðlækkað á síðustu 10 árum. Ef við tökum okkar grein, lífvísindin, sem dæmi þá blasir við áhugavert landslag. Líftæknin er að verða fjórða stoðin í íslensku atvinnulífi en í þeim iðnaði starfa nú um 1500 manns. Stærsta fyrirtækið í þeim geira, Alvotech, telur nú um 1100 starfsmenn. Það fyrirtæki hefur áætlað að það muni afla 20% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar árið 2027. Ef miðað er við höfðatölu starfa fjórum sinnum fleiri við líftækni á Íslandi en í Bandaríkjunum, þar sem líftæknin varð til. Ef Alvotech er tekið út fyrir sviga er Ísland á pari við Bandaríkin. Til að viðhalda þessari grósku í líftækni ber stjórnvöldum hreinlega skylda til að bregðast við og efla möguleika til grunnrannsókna með eflingu sjóðanna. Heilbrigðis- og lífvísindi hlutu 338 milljónir í styrki úr Rannsóknasjóði árið 2021, og ef af niðurskurði á fjárlögum 2024 verður mun sú upphæð lækka í 261 milljónir. Á sama tíma veitti National Institutes of Health í Bandaríkjunum 38 milljörðum bandaríkjadala í líf- og heilbrigðisrannsóknir þar i landi. Ef einungis er miðað við höfðatölu þá ætti Rannsóknasjóður að veita 5.1 milljörðum króna í líf- og heilbrigðisrannsóknir hér á landi til að vera sambærileg Bandaríkjunum. Til að halda í við líftækniiðnaðinn sem hér blómstrar þyrfti sennilega að fjórfalda þá tölu. Ef stjórnvöld vilja halda áfram að efla nýsköpun í landinu er nauðsynlegt að efla samkeppnissjóði vísinda um leið. Annars stranda nýju fyrirtækin vegna skorts á starfsfólki. Höfundar sitja í stjórn og ráðgjafaráði Lífvísindaseturs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á nýsköpun á Íslandi. Þetta sést á auknu fjármagni til samkeppnissjóða nýsköpunar í gegnum Tækniþróunarsjóð, með endurgreiðslum á rannsókna- og þróunarkostnaði, með skattaívilnunum fyrir sérhæft erlent starfsfólk og endurgreiðslum á VSK. Árið 2022 fengu nýsköpunarfyrirtæki um 11 milljarða í styrk beint úr ríkissjóði, og hækkaði sú tala í 13 milljarða á síðasta ári og stefnir í 15 milljarða árið 2024 auk þess sem gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun árið 2026. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku og auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir staðið í stað og lækkað að raunvirði. Háskólar og vísindastofnanir greiða auk þess fullan VSK af rannsóknavörum og fá hann ekki endurgreiddan. Nýsköpun þarf í grunninn þrennt til að þrífast: frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn og vel þjálfað starfsfólk. Þetta síðastnefnda er einmitt grunnstarfsemi háskóla. Þeir kenna nemum í grunnnámi og þjálfa framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara- og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Mikilvægast fyrir nýsköpunarfyrirtækin er kannski þjálfunin sem nemendur fá í sjálfstæðum vinnubrögðum og verkefna- og tímastjórnun. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Gott dæmi um þetta hlutverk háskóla er líftæknin. Líftækni á Íslandi hófst við Háskóla Íslands árið 1978 þegar Guðmundur Eggertsson flutti inn DNA klónunar-tæknina frá San Francisco og kenndi sínum nemum sem aftur kenndu sínum nemum þannig að til varð heilt samfélag sameindalíffræðinga sem kunnu til verka þegar hugmyndir að fyrirtækjum urðu til. Grunnrannsóknir háskóla og stofnana eru því afar mikilvæg undirstaða fyrir atvinnulífið. Það skýtur því skökku við að um leið og stjórnvöld leggja mikla áherslu á nýsköpun og nýsköpunarfyrirtækjum fer hratt fjölgandi á landinu þá er stefnt að niðurskurði á samkeppnissjóðum Vísinda- og tækniráðs. Það er hvorki að sjá neinar áætlanir um eflingu undirstöðunnar né um eitthvað annað sem gæti tekið við af háskólunum í slíkri þjálfun. Stjórnvöld stefna því að eflingu nýsköpunar án þess að huga að mönnun hennar. Þegar tölurnar um samkeppnissjóðina eru skoðaðar hefur lítið breyst síðustu 10 árin. Úthlutanir til nýrra styrkja Rannsóknasjóðs Vísinda og tækniráðs hafa aukist um 5% milli 2014 og 2023 ef miðað er við launavísitölu, á sama tíma og umsvif nýsköpunarfyrirtækja og styrkir til þeirra hafa margfaldast. Ef verður af niðurskurði til sjóðanna á fjárlögum 2024 mun úthlutun til nýrra styrkja verða samsvarandi því sem hún var árið 2005, fyrir tæpum tuttugu árum síðan, þegar umsvif nýsköpunar og hugvits voru mun minni í íslensku atvinnulífi og umsóknir í sjóðinn voru um helmingi færri en þær voru á síðasta ári. Aðrir sjóðir svo sem Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Vísindasjóður Landspítalans hafa staðið í stað síðustu 10 árin. Úthlutanir úr þessum tveimur sjóðum hafa varla breyst í krónutölu sem þýðir að kaupmáttur þeirra hefur hríðlækkað á síðustu 10 árum. Ef við tökum okkar grein, lífvísindin, sem dæmi þá blasir við áhugavert landslag. Líftæknin er að verða fjórða stoðin í íslensku atvinnulífi en í þeim iðnaði starfa nú um 1500 manns. Stærsta fyrirtækið í þeim geira, Alvotech, telur nú um 1100 starfsmenn. Það fyrirtæki hefur áætlað að það muni afla 20% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar árið 2027. Ef miðað er við höfðatölu starfa fjórum sinnum fleiri við líftækni á Íslandi en í Bandaríkjunum, þar sem líftæknin varð til. Ef Alvotech er tekið út fyrir sviga er Ísland á pari við Bandaríkin. Til að viðhalda þessari grósku í líftækni ber stjórnvöldum hreinlega skylda til að bregðast við og efla möguleika til grunnrannsókna með eflingu sjóðanna. Heilbrigðis- og lífvísindi hlutu 338 milljónir í styrki úr Rannsóknasjóði árið 2021, og ef af niðurskurði á fjárlögum 2024 verður mun sú upphæð lækka í 261 milljónir. Á sama tíma veitti National Institutes of Health í Bandaríkjunum 38 milljörðum bandaríkjadala í líf- og heilbrigðisrannsóknir þar i landi. Ef einungis er miðað við höfðatölu þá ætti Rannsóknasjóður að veita 5.1 milljörðum króna í líf- og heilbrigðisrannsóknir hér á landi til að vera sambærileg Bandaríkjunum. Til að halda í við líftækniiðnaðinn sem hér blómstrar þyrfti sennilega að fjórfalda þá tölu. Ef stjórnvöld vilja halda áfram að efla nýsköpun í landinu er nauðsynlegt að efla samkeppnissjóði vísinda um leið. Annars stranda nýju fyrirtækin vegna skorts á starfsfólki. Höfundar sitja í stjórn og ráðgjafaráði Lífvísindaseturs Háskóla Íslands.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar