Nýsköpun á brauðfótum Erna Magnúsdóttir og Eiríkur Steingrímsson skrifa 27. október 2023 07:02 Undanfarin misseri hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á nýsköpun á Íslandi. Þetta sést á auknu fjármagni til samkeppnissjóða nýsköpunar í gegnum Tækniþróunarsjóð, með endurgreiðslum á rannsókna- og þróunarkostnaði, með skattaívilnunum fyrir sérhæft erlent starfsfólk og endurgreiðslum á VSK. Árið 2022 fengu nýsköpunarfyrirtæki um 11 milljarða í styrk beint úr ríkissjóði, og hækkaði sú tala í 13 milljarða á síðasta ári og stefnir í 15 milljarða árið 2024 auk þess sem gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun árið 2026. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku og auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir staðið í stað og lækkað að raunvirði. Háskólar og vísindastofnanir greiða auk þess fullan VSK af rannsóknavörum og fá hann ekki endurgreiddan. Nýsköpun þarf í grunninn þrennt til að þrífast: frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn og vel þjálfað starfsfólk. Þetta síðastnefnda er einmitt grunnstarfsemi háskóla. Þeir kenna nemum í grunnnámi og þjálfa framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara- og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Mikilvægast fyrir nýsköpunarfyrirtækin er kannski þjálfunin sem nemendur fá í sjálfstæðum vinnubrögðum og verkefna- og tímastjórnun. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Gott dæmi um þetta hlutverk háskóla er líftæknin. Líftækni á Íslandi hófst við Háskóla Íslands árið 1978 þegar Guðmundur Eggertsson flutti inn DNA klónunar-tæknina frá San Francisco og kenndi sínum nemum sem aftur kenndu sínum nemum þannig að til varð heilt samfélag sameindalíffræðinga sem kunnu til verka þegar hugmyndir að fyrirtækjum urðu til. Grunnrannsóknir háskóla og stofnana eru því afar mikilvæg undirstaða fyrir atvinnulífið. Það skýtur því skökku við að um leið og stjórnvöld leggja mikla áherslu á nýsköpun og nýsköpunarfyrirtækjum fer hratt fjölgandi á landinu þá er stefnt að niðurskurði á samkeppnissjóðum Vísinda- og tækniráðs. Það er hvorki að sjá neinar áætlanir um eflingu undirstöðunnar né um eitthvað annað sem gæti tekið við af háskólunum í slíkri þjálfun. Stjórnvöld stefna því að eflingu nýsköpunar án þess að huga að mönnun hennar. Þegar tölurnar um samkeppnissjóðina eru skoðaðar hefur lítið breyst síðustu 10 árin. Úthlutanir til nýrra styrkja Rannsóknasjóðs Vísinda og tækniráðs hafa aukist um 5% milli 2014 og 2023 ef miðað er við launavísitölu, á sama tíma og umsvif nýsköpunarfyrirtækja og styrkir til þeirra hafa margfaldast. Ef verður af niðurskurði til sjóðanna á fjárlögum 2024 mun úthlutun til nýrra styrkja verða samsvarandi því sem hún var árið 2005, fyrir tæpum tuttugu árum síðan, þegar umsvif nýsköpunar og hugvits voru mun minni í íslensku atvinnulífi og umsóknir í sjóðinn voru um helmingi færri en þær voru á síðasta ári. Aðrir sjóðir svo sem Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Vísindasjóður Landspítalans hafa staðið í stað síðustu 10 árin. Úthlutanir úr þessum tveimur sjóðum hafa varla breyst í krónutölu sem þýðir að kaupmáttur þeirra hefur hríðlækkað á síðustu 10 árum. Ef við tökum okkar grein, lífvísindin, sem dæmi þá blasir við áhugavert landslag. Líftæknin er að verða fjórða stoðin í íslensku atvinnulífi en í þeim iðnaði starfa nú um 1500 manns. Stærsta fyrirtækið í þeim geira, Alvotech, telur nú um 1100 starfsmenn. Það fyrirtæki hefur áætlað að það muni afla 20% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar árið 2027. Ef miðað er við höfðatölu starfa fjórum sinnum fleiri við líftækni á Íslandi en í Bandaríkjunum, þar sem líftæknin varð til. Ef Alvotech er tekið út fyrir sviga er Ísland á pari við Bandaríkin. Til að viðhalda þessari grósku í líftækni ber stjórnvöldum hreinlega skylda til að bregðast við og efla möguleika til grunnrannsókna með eflingu sjóðanna. Heilbrigðis- og lífvísindi hlutu 338 milljónir í styrki úr Rannsóknasjóði árið 2021, og ef af niðurskurði á fjárlögum 2024 verður mun sú upphæð lækka í 261 milljónir. Á sama tíma veitti National Institutes of Health í Bandaríkjunum 38 milljörðum bandaríkjadala í líf- og heilbrigðisrannsóknir þar i landi. Ef einungis er miðað við höfðatölu þá ætti Rannsóknasjóður að veita 5.1 milljörðum króna í líf- og heilbrigðisrannsóknir hér á landi til að vera sambærileg Bandaríkjunum. Til að halda í við líftækniiðnaðinn sem hér blómstrar þyrfti sennilega að fjórfalda þá tölu. Ef stjórnvöld vilja halda áfram að efla nýsköpun í landinu er nauðsynlegt að efla samkeppnissjóði vísinda um leið. Annars stranda nýju fyrirtækin vegna skorts á starfsfólki. Höfundar sitja í stjórn og ráðgjafaráði Lífvísindaseturs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á nýsköpun á Íslandi. Þetta sést á auknu fjármagni til samkeppnissjóða nýsköpunar í gegnum Tækniþróunarsjóð, með endurgreiðslum á rannsókna- og þróunarkostnaði, með skattaívilnunum fyrir sérhæft erlent starfsfólk og endurgreiðslum á VSK. Árið 2022 fengu nýsköpunarfyrirtæki um 11 milljarða í styrk beint úr ríkissjóði, og hækkaði sú tala í 13 milljarða á síðasta ári og stefnir í 15 milljarða árið 2024 auk þess sem gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun árið 2026. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku og auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir staðið í stað og lækkað að raunvirði. Háskólar og vísindastofnanir greiða auk þess fullan VSK af rannsóknavörum og fá hann ekki endurgreiddan. Nýsköpun þarf í grunninn þrennt til að þrífast: frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn og vel þjálfað starfsfólk. Þetta síðastnefnda er einmitt grunnstarfsemi háskóla. Þeir kenna nemum í grunnnámi og þjálfa framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara- og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Mikilvægast fyrir nýsköpunarfyrirtækin er kannski þjálfunin sem nemendur fá í sjálfstæðum vinnubrögðum og verkefna- og tímastjórnun. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Gott dæmi um þetta hlutverk háskóla er líftæknin. Líftækni á Íslandi hófst við Háskóla Íslands árið 1978 þegar Guðmundur Eggertsson flutti inn DNA klónunar-tæknina frá San Francisco og kenndi sínum nemum sem aftur kenndu sínum nemum þannig að til varð heilt samfélag sameindalíffræðinga sem kunnu til verka þegar hugmyndir að fyrirtækjum urðu til. Grunnrannsóknir háskóla og stofnana eru því afar mikilvæg undirstaða fyrir atvinnulífið. Það skýtur því skökku við að um leið og stjórnvöld leggja mikla áherslu á nýsköpun og nýsköpunarfyrirtækjum fer hratt fjölgandi á landinu þá er stefnt að niðurskurði á samkeppnissjóðum Vísinda- og tækniráðs. Það er hvorki að sjá neinar áætlanir um eflingu undirstöðunnar né um eitthvað annað sem gæti tekið við af háskólunum í slíkri þjálfun. Stjórnvöld stefna því að eflingu nýsköpunar án þess að huga að mönnun hennar. Þegar tölurnar um samkeppnissjóðina eru skoðaðar hefur lítið breyst síðustu 10 árin. Úthlutanir til nýrra styrkja Rannsóknasjóðs Vísinda og tækniráðs hafa aukist um 5% milli 2014 og 2023 ef miðað er við launavísitölu, á sama tíma og umsvif nýsköpunarfyrirtækja og styrkir til þeirra hafa margfaldast. Ef verður af niðurskurði til sjóðanna á fjárlögum 2024 mun úthlutun til nýrra styrkja verða samsvarandi því sem hún var árið 2005, fyrir tæpum tuttugu árum síðan, þegar umsvif nýsköpunar og hugvits voru mun minni í íslensku atvinnulífi og umsóknir í sjóðinn voru um helmingi færri en þær voru á síðasta ári. Aðrir sjóðir svo sem Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Vísindasjóður Landspítalans hafa staðið í stað síðustu 10 árin. Úthlutanir úr þessum tveimur sjóðum hafa varla breyst í krónutölu sem þýðir að kaupmáttur þeirra hefur hríðlækkað á síðustu 10 árum. Ef við tökum okkar grein, lífvísindin, sem dæmi þá blasir við áhugavert landslag. Líftæknin er að verða fjórða stoðin í íslensku atvinnulífi en í þeim iðnaði starfa nú um 1500 manns. Stærsta fyrirtækið í þeim geira, Alvotech, telur nú um 1100 starfsmenn. Það fyrirtæki hefur áætlað að það muni afla 20% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar árið 2027. Ef miðað er við höfðatölu starfa fjórum sinnum fleiri við líftækni á Íslandi en í Bandaríkjunum, þar sem líftæknin varð til. Ef Alvotech er tekið út fyrir sviga er Ísland á pari við Bandaríkin. Til að viðhalda þessari grósku í líftækni ber stjórnvöldum hreinlega skylda til að bregðast við og efla möguleika til grunnrannsókna með eflingu sjóðanna. Heilbrigðis- og lífvísindi hlutu 338 milljónir í styrki úr Rannsóknasjóði árið 2021, og ef af niðurskurði á fjárlögum 2024 verður mun sú upphæð lækka í 261 milljónir. Á sama tíma veitti National Institutes of Health í Bandaríkjunum 38 milljörðum bandaríkjadala í líf- og heilbrigðisrannsóknir þar i landi. Ef einungis er miðað við höfðatölu þá ætti Rannsóknasjóður að veita 5.1 milljörðum króna í líf- og heilbrigðisrannsóknir hér á landi til að vera sambærileg Bandaríkjunum. Til að halda í við líftækniiðnaðinn sem hér blómstrar þyrfti sennilega að fjórfalda þá tölu. Ef stjórnvöld vilja halda áfram að efla nýsköpun í landinu er nauðsynlegt að efla samkeppnissjóði vísinda um leið. Annars stranda nýju fyrirtækin vegna skorts á starfsfólki. Höfundar sitja í stjórn og ráðgjafaráði Lífvísindaseturs Háskóla Íslands.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar