Biður enska knattspyrnusambandið að hætta að rannsaka færslu Garnacho Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. október 2023 07:02 André Onana segir að Garnacho hafi ekki meint neitt slæmt með færslu sinni. Alex Livesey/Getty Images André Onana, markvörður Manchester United, hefur beðið enska knattspyrnusambandið um að hætta að rannsaka samfélagsmiðlafærslu Alejandro Garnacho eftir að Argentínumaðurinn birti mynd af Onana og lét tjákn með górillum fylgja með. Onana reyndist hetja Manchester United er liðið vann nauman 1-0 sigur gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu síðastliðinn þriðjudag. Markvörðurinn varði þá vítaspyrnu frá Jordan Larsson á sjöundu mínútu uppbótartíma og sá til þess að United þurfti ekki að skipta stigunum með sér. Í kjölfarið birti Alejandro Garnacho, samherji Onana, mynd af markverðinum þar sem hann fagnar vörslunni á samfélagsmiðlum sínum. Með myndinni fylgdi enginn texti, aðeins tvö tjákn sem sýndu górillur. Færslan fór fyrir brjóstið á einhverjum og enska knattspyrnusambandið, FA, ákvað að skoða málið betur. Einhverjir gætu túlkað færsluna sem kynþáttafordóma þar sem apahljóðum hefur verið beint að þeldökkum leikmönnum, en Onana biður sambandið einfaldlega um að hætta að rannsaka færsluna. Hann viti vel hvað Garnacho hafi meint með henni. „Fólk getur ekki valið hvað það er sem ég móðgast yfir,“ ritaði Onana á samfélagsmiðla sína. „Ég veit nákvæmlega hvað Garnacho meinti með þessu: Kraftur og styrkur. Þetta mál ætti ekki að fara neitt lengra.“ 🔴🇦🇷 FA have been investigating into Garnacho’s social media post in which he used gorilla emojis over a picture of Andre Onana's penalty save. 🇨🇲 Onana replies: “People can’t choose what I should be offended by. Garnacho meant power and strenght. This should go no further”. pic.twitter.com/k6kea9Iwgz— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 26, 2023 Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Onana reyndist hetja Manchester United er liðið vann nauman 1-0 sigur gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu síðastliðinn þriðjudag. Markvörðurinn varði þá vítaspyrnu frá Jordan Larsson á sjöundu mínútu uppbótartíma og sá til þess að United þurfti ekki að skipta stigunum með sér. Í kjölfarið birti Alejandro Garnacho, samherji Onana, mynd af markverðinum þar sem hann fagnar vörslunni á samfélagsmiðlum sínum. Með myndinni fylgdi enginn texti, aðeins tvö tjákn sem sýndu górillur. Færslan fór fyrir brjóstið á einhverjum og enska knattspyrnusambandið, FA, ákvað að skoða málið betur. Einhverjir gætu túlkað færsluna sem kynþáttafordóma þar sem apahljóðum hefur verið beint að þeldökkum leikmönnum, en Onana biður sambandið einfaldlega um að hætta að rannsaka færsluna. Hann viti vel hvað Garnacho hafi meint með henni. „Fólk getur ekki valið hvað það er sem ég móðgast yfir,“ ritaði Onana á samfélagsmiðla sína. „Ég veit nákvæmlega hvað Garnacho meinti með þessu: Kraftur og styrkur. Þetta mál ætti ekki að fara neitt lengra.“ 🔴🇦🇷 FA have been investigating into Garnacho’s social media post in which he used gorilla emojis over a picture of Andre Onana's penalty save. 🇨🇲 Onana replies: “People can’t choose what I should be offended by. Garnacho meant power and strenght. This should go no further”. pic.twitter.com/k6kea9Iwgz— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 26, 2023
Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira