Þú átt leik Katrín Þórarinn Eyfjörð skrifar 27. október 2023 10:01 Kæra Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Það var ánægjuleg að fylgjast með þátttöku þinni í Kvennaverkfallinu. Þú sýndir með framgöngu þinni að þú hafnar því að vera bara hlutlaus áhorfandi. Þú velur að stíga ákveðið fram á sviðið og krefjast þess, eins og annað jafnréttissinnað fólk, að kynbundin launamunur verði leiðréttur. Þú segir á Vísi að á fundinum í miðbæ Reykjavíkur hafi verið geggjuð stemmning og frábært að upplifa þessa frábæru þátttöku og þessa skýru sýn. Ég held að það hafi glatt marga að heyra þig segja þetta. Það var enn fremur haft eftir þér á Vísi að það væri alveg magnað að sjá samstöðuna í baráttunni, að sjá allt þetta fólk gera kröfu um fullt jafnrétti, sem væri svo löngu tímabært. Þú sagðir að ef einhver þjóð ætti að geta náð fullu jafnrétti þá væri það íslenska þjóðin. Og einnig: „Okkur finnst þetta óþolandi staða, við ætlum ekki að búa við kynbundinn launamun“ og að það væri hægt að loka honum. Þá sagðir þú að þið væru alltaf að vinna í þessu í pólitíkinni og að þú hafir í störfum þínum verið á kafi undanfarin ár í að vinna að þessum málum, að þessi sögulegi fundur yki þjóðinni kraft í baráttunni gegn kynbundnum launamun. Þetta er fallega sagt, það var eldur í þessum orðum og auðvitað er þetta alveg rétt hjá þér. Í sjónvarpsfréttum RÚV lagðir þú áherslu á að það þyrfti að endurmeta virði kvennastétta sem standi eftir í samfélaginu á lágum launum og bættir því við „að stór hluti af því sem út af stendur snýr að því hvernig við metum hefðbundin kvennastörf síður en hefðbundin karlastörf“. Allt er þetta í samræmi við ávarp þitt um síðustu áramót á RÚV. Þar sagðir þú að það ætti að leggja áherslu á að hækka lægstu laun. Það er afar mikilvægt að fá þessa skýru sýn og þessi skýru skilaboð frá þér, því þau virkilega auka manni bjartsýni. Það er nefnilega hægt að hefjast handa strax í dag við að leiðrétta stóra hópa kvennastétta sem búa við vanmat á störfum sínum. Sem búa af hálfu launagreiðenda við virðingarleysi og hrakmat á vinnuframlagi sínu. Það þarf nefnilega ekki að bíða eftir að kjarasamningar renni út og þá sé tímabært að slagurinn verði tekinn. Það þarf ekki að benda á væntanlegar kjaradeilur í vetur og vísa vandamálinu þangað. Aldeilis ekki. Það eina sem þarf að gera er að hefjast handa með góðu fordæmi þess launagreiðanda sem greiðir heilbrigðis- og umönnunarstéttum laun. Setja þannig nýtt viðmið og nýjan mælikvarða sem myndi varða leiðina inn í næstu kjarasamninga! Gefa gott fordæmi sem allur vinnumarkaðurinn getur síðan tekið mið af. Það ætti að vera hægur vandi að fara í stórtækar aðgerðir af þessu tagi, því launagreiðandinn sem hér um ræðir ert þú Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hér ert þú forstjóri og formaður stjórnar. Þú er forsætisráðherrann og sú sem tekur ákvarðanir. Þú ert launagreiðandinn og þú hefur valdið. Þú ert sú sem getur látið hlutina gerast. Kæra Katrín. Ég vil taka undir með þér að kynbundinn launamunur er fullkomin tímaskekkja. Reyndar tel ég að við nálgumst þá stund að við förum að kalla kynbundinn launamun launaþjófnað. Það er hægt að hefjast handa við að „loka“ kynbundnum launamun á vinnumarkaði ríkisins strax í dag. Ákvarðanir hjá ríkinu um launasetningu vanmetinna kvennastétta fer nefnilega fram í gegn um stofnanasamninga við ríkisstofnanir. Þeir samningar eru í sjálfu sér alltaf opnir og lausir. Sem er afar heppilegt vegna þess að þú ætlar að laga þennan ójöfnuð. Það er hægt að gera áhlaup til leiðréttingar núna og það áhlaup er meira að segja hægt að taka í afmörkuðum skrefum. Það er til dæmis hægt að byrja á láglauna kvennastéttunum sem vinna hjá Landspítalanum. Það eina sem þú þarft að gera er að senda orðsendingu til fulltrúa samstarfsnefnda ríkisins innan Landspítalans. Gefa stjórnendum spítalans skýr fyrirmæli um að standa ekki í vegi fyrir réttmætum breytingum og leiðréttingum á launasetningu kvennahópanna sem búa við lökust kjörin. Það eigi að lagfæra með bráðaaðgerðum stóru kvennastéttirnar þannig að laun þeirra verði almennt samanburðarhæf við laun annarra sem vinna hjá ríkinu. Það er nefnilega þannig að rannsóknir Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýna svart á hvítu að lægstu og verstu launin sem ríkið greiðir eru laun kvennahópa í heilbrigðisgeiranum. Þú getur byrjað að leggja drög að þessu strax á morgun Katrín. Ég þori að fullyrða að stéttarfélögin myndu styðja þig heils hugar í slíkri aðgerð. Og þú getur líka tekið enn stærri upphafsskref. Til að mynda með því að gefa fulltrúum ríkisins skýra sýn og skýr fyrirmæli um að efna samkomulagið um jöfnun launa milli markaða án tafar. Slík aðgerð myndi ná utan um stórar kvennastéttir sem eru búnað að bíða eftir leiðréttingu árum saman. Það væri nú eitthvað Katrín! Þá myndu allir sjá að orð og athafnir, tal og mynd, færu saman. Það yrði geggjuð stemmning er ég viss um. Annað til viðbótar sem myndi virkilega mælast vel fyrir. Þú gætir hæglega innvistað ræstingu á spítalanum á ný. Komið allra lægst launaða kvennahópnum aftur undir samningsumboð þitt og tekið hraustlega á málum. Láta alla sjá að þá eigi að lagfæra laun allra þeirra vanlaunuðu kvennastétta sem hafa búið við láglaunaofbeldi árum saman. Ég er alveg viss um að það yrði mikil og góð stemmning fyrir þessum aðgerðum. Þú hefur allar forsendur Katrín til að láta virkilega til þín taka. Afmarkaðir aðgerðir eins og þessar yrðu risastórt skref inn í framtíðina og myndu hafa ruðningsáhrif inn í allar aðgerðir til að leiðrétta kynbundinn launamun á vinnumarkaðnum öllum. Þú getur tekið risastórt skref í að jafna launamuninn, „loka kynbundnum launamun“. Valdið er í þínum höndum Katrín. Þú ert forsætisráðherra Íslands og rétta stemmningin er hér og nú. Þú átt leik Katrín. Með baráttukveðju, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæra Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Það var ánægjuleg að fylgjast með þátttöku þinni í Kvennaverkfallinu. Þú sýndir með framgöngu þinni að þú hafnar því að vera bara hlutlaus áhorfandi. Þú velur að stíga ákveðið fram á sviðið og krefjast þess, eins og annað jafnréttissinnað fólk, að kynbundin launamunur verði leiðréttur. Þú segir á Vísi að á fundinum í miðbæ Reykjavíkur hafi verið geggjuð stemmning og frábært að upplifa þessa frábæru þátttöku og þessa skýru sýn. Ég held að það hafi glatt marga að heyra þig segja þetta. Það var enn fremur haft eftir þér á Vísi að það væri alveg magnað að sjá samstöðuna í baráttunni, að sjá allt þetta fólk gera kröfu um fullt jafnrétti, sem væri svo löngu tímabært. Þú sagðir að ef einhver þjóð ætti að geta náð fullu jafnrétti þá væri það íslenska þjóðin. Og einnig: „Okkur finnst þetta óþolandi staða, við ætlum ekki að búa við kynbundinn launamun“ og að það væri hægt að loka honum. Þá sagðir þú að þið væru alltaf að vinna í þessu í pólitíkinni og að þú hafir í störfum þínum verið á kafi undanfarin ár í að vinna að þessum málum, að þessi sögulegi fundur yki þjóðinni kraft í baráttunni gegn kynbundnum launamun. Þetta er fallega sagt, það var eldur í þessum orðum og auðvitað er þetta alveg rétt hjá þér. Í sjónvarpsfréttum RÚV lagðir þú áherslu á að það þyrfti að endurmeta virði kvennastétta sem standi eftir í samfélaginu á lágum launum og bættir því við „að stór hluti af því sem út af stendur snýr að því hvernig við metum hefðbundin kvennastörf síður en hefðbundin karlastörf“. Allt er þetta í samræmi við ávarp þitt um síðustu áramót á RÚV. Þar sagðir þú að það ætti að leggja áherslu á að hækka lægstu laun. Það er afar mikilvægt að fá þessa skýru sýn og þessi skýru skilaboð frá þér, því þau virkilega auka manni bjartsýni. Það er nefnilega hægt að hefjast handa strax í dag við að leiðrétta stóra hópa kvennastétta sem búa við vanmat á störfum sínum. Sem búa af hálfu launagreiðenda við virðingarleysi og hrakmat á vinnuframlagi sínu. Það þarf nefnilega ekki að bíða eftir að kjarasamningar renni út og þá sé tímabært að slagurinn verði tekinn. Það þarf ekki að benda á væntanlegar kjaradeilur í vetur og vísa vandamálinu þangað. Aldeilis ekki. Það eina sem þarf að gera er að hefjast handa með góðu fordæmi þess launagreiðanda sem greiðir heilbrigðis- og umönnunarstéttum laun. Setja þannig nýtt viðmið og nýjan mælikvarða sem myndi varða leiðina inn í næstu kjarasamninga! Gefa gott fordæmi sem allur vinnumarkaðurinn getur síðan tekið mið af. Það ætti að vera hægur vandi að fara í stórtækar aðgerðir af þessu tagi, því launagreiðandinn sem hér um ræðir ert þú Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hér ert þú forstjóri og formaður stjórnar. Þú er forsætisráðherrann og sú sem tekur ákvarðanir. Þú ert launagreiðandinn og þú hefur valdið. Þú ert sú sem getur látið hlutina gerast. Kæra Katrín. Ég vil taka undir með þér að kynbundinn launamunur er fullkomin tímaskekkja. Reyndar tel ég að við nálgumst þá stund að við förum að kalla kynbundinn launamun launaþjófnað. Það er hægt að hefjast handa við að „loka“ kynbundnum launamun á vinnumarkaði ríkisins strax í dag. Ákvarðanir hjá ríkinu um launasetningu vanmetinna kvennastétta fer nefnilega fram í gegn um stofnanasamninga við ríkisstofnanir. Þeir samningar eru í sjálfu sér alltaf opnir og lausir. Sem er afar heppilegt vegna þess að þú ætlar að laga þennan ójöfnuð. Það er hægt að gera áhlaup til leiðréttingar núna og það áhlaup er meira að segja hægt að taka í afmörkuðum skrefum. Það er til dæmis hægt að byrja á láglauna kvennastéttunum sem vinna hjá Landspítalanum. Það eina sem þú þarft að gera er að senda orðsendingu til fulltrúa samstarfsnefnda ríkisins innan Landspítalans. Gefa stjórnendum spítalans skýr fyrirmæli um að standa ekki í vegi fyrir réttmætum breytingum og leiðréttingum á launasetningu kvennahópanna sem búa við lökust kjörin. Það eigi að lagfæra með bráðaaðgerðum stóru kvennastéttirnar þannig að laun þeirra verði almennt samanburðarhæf við laun annarra sem vinna hjá ríkinu. Það er nefnilega þannig að rannsóknir Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýna svart á hvítu að lægstu og verstu launin sem ríkið greiðir eru laun kvennahópa í heilbrigðisgeiranum. Þú getur byrjað að leggja drög að þessu strax á morgun Katrín. Ég þori að fullyrða að stéttarfélögin myndu styðja þig heils hugar í slíkri aðgerð. Og þú getur líka tekið enn stærri upphafsskref. Til að mynda með því að gefa fulltrúum ríkisins skýra sýn og skýr fyrirmæli um að efna samkomulagið um jöfnun launa milli markaða án tafar. Slík aðgerð myndi ná utan um stórar kvennastéttir sem eru búnað að bíða eftir leiðréttingu árum saman. Það væri nú eitthvað Katrín! Þá myndu allir sjá að orð og athafnir, tal og mynd, færu saman. Það yrði geggjuð stemmning er ég viss um. Annað til viðbótar sem myndi virkilega mælast vel fyrir. Þú gætir hæglega innvistað ræstingu á spítalanum á ný. Komið allra lægst launaða kvennahópnum aftur undir samningsumboð þitt og tekið hraustlega á málum. Láta alla sjá að þá eigi að lagfæra laun allra þeirra vanlaunuðu kvennastétta sem hafa búið við láglaunaofbeldi árum saman. Ég er alveg viss um að það yrði mikil og góð stemmning fyrir þessum aðgerðum. Þú hefur allar forsendur Katrín til að láta virkilega til þín taka. Afmarkaðir aðgerðir eins og þessar yrðu risastórt skref inn í framtíðina og myndu hafa ruðningsáhrif inn í allar aðgerðir til að leiðrétta kynbundinn launamun á vinnumarkaðnum öllum. Þú getur tekið risastórt skref í að jafna launamuninn, „loka kynbundnum launamun“. Valdið er í þínum höndum Katrín. Þú ert forsætisráðherra Íslands og rétta stemmningin er hér og nú. Þú átt leik Katrín. Með baráttukveðju, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun