Ákærður fyrir morð og tilraun til morðs við Neuschwanstein Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2023 08:50 Ferðamaður staddur á Marienbrücke þangað sem margir leita til að ná góðu útsýni af Neuschwanstein-kastalanum fræga. EPA Þrjátíu og eins árs gamall Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir morð á konu og tilraun til morðs á annarri konu nærri Neuschwanstein-kastalanum í Bæjaralandi í Þýskalandi fyrir um fjórum mánuðum. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi hrint konunum ofan í fimmtíu metra djúpt gljúfur þann 14. júní síðastliðinn. Önnur kvennanna lést en hin slasaðist alvarlega. Konurnar tvær voru í gönguferð í Þýskalandi eftir að hafa útskrifast úr háskóla. Í frétt DW er haft eftir saksóknurum að maðurinn sé sakaður um að hafa vísvitandi beint konunum tveimur að útsýnisstað, nokkrum metrum frá gönguleiðinni. Þar hafi hann svo ýtt konunum niður í gljúfrið. Fram kemur að eftir að maðurinn hafði sannfært konurnar um að fylgja sér að útsýnisstaðnum þar sem hann er sagður hafa ýtt við yngri konunni, sem var 21 árs, og reynt að afklæða hana. Þegar sú eldri, sem er 22 ára, reyndi að stöðva manninn er hann sagður hafa ýtt henni niður gljúfrið. Atvikið átti sér stað ekki langt frá Marienbrücke, skammt frá Neuschwanstein-kastalanum syðst í Bæjaralandi.EPA Maðurinn hafi svo þrengt að öndunarvegi yngri konunnar þar til að hún missti meðvitund, nauðgað henni og svo ýtt henni niður líka. Eldri konan komst lífs af en slasaðist alvarlega, en sú yngri var flutt með þyrlu á sjúkrahús þar sem hún var lést af sárum sínum. Maðurinn er einnig ákærður fyrir kynferðisbrot, líkamsmeiðingar og vörslu barnakláms. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð hefst í málinu. Neuschwanstein er að finna nærri bænum Hohenschwangau, sunnarlega í Bæjaralandi og þykir einn fallegasti kastali í heimi, enda sækja þangað um ein og hálf milljón manna á ári hverju. Lúðvík II konungur lét reisa kastalann á sínum tíma og flutti loks inn 1886. Hann lést þó skömmu síðar. Skreytingar kastaland voru tileinkaðar verkum tónskáldsins Richard Wagner. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi hrint konunum ofan í fimmtíu metra djúpt gljúfur þann 14. júní síðastliðinn. Önnur kvennanna lést en hin slasaðist alvarlega. Konurnar tvær voru í gönguferð í Þýskalandi eftir að hafa útskrifast úr háskóla. Í frétt DW er haft eftir saksóknurum að maðurinn sé sakaður um að hafa vísvitandi beint konunum tveimur að útsýnisstað, nokkrum metrum frá gönguleiðinni. Þar hafi hann svo ýtt konunum niður í gljúfrið. Fram kemur að eftir að maðurinn hafði sannfært konurnar um að fylgja sér að útsýnisstaðnum þar sem hann er sagður hafa ýtt við yngri konunni, sem var 21 árs, og reynt að afklæða hana. Þegar sú eldri, sem er 22 ára, reyndi að stöðva manninn er hann sagður hafa ýtt henni niður gljúfrið. Atvikið átti sér stað ekki langt frá Marienbrücke, skammt frá Neuschwanstein-kastalanum syðst í Bæjaralandi.EPA Maðurinn hafi svo þrengt að öndunarvegi yngri konunnar þar til að hún missti meðvitund, nauðgað henni og svo ýtt henni niður líka. Eldri konan komst lífs af en slasaðist alvarlega, en sú yngri var flutt með þyrlu á sjúkrahús þar sem hún var lést af sárum sínum. Maðurinn er einnig ákærður fyrir kynferðisbrot, líkamsmeiðingar og vörslu barnakláms. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð hefst í málinu. Neuschwanstein er að finna nærri bænum Hohenschwangau, sunnarlega í Bæjaralandi og þykir einn fallegasti kastali í heimi, enda sækja þangað um ein og hálf milljón manna á ári hverju. Lúðvík II konungur lét reisa kastalann á sínum tíma og flutti loks inn 1886. Hann lést þó skömmu síðar. Skreytingar kastaland voru tileinkaðar verkum tónskáldsins Richard Wagner.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25