Vellauðugur þingmaður frá Minnesota býður sig fram gegn Biden Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2023 09:47 Dean Phillips virðist ekki munu áorka meiru en að skapa sér óvinsældir með framboðinu, ef marka má fyrstu viðbrögð. AP/Alex Brandon Dean Phillips, þingmaður frá Minnesota, hefur ákveðið að bjóða sig fram gegn Joe Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Phillips segir Biden hafa staðið sig frábærlega en það sé tímabært að horfa til framtíðar. Orðrómur hefur verið á kreiki síðustu vikur um mögulegt framboð Phillips en hann tilkynnti formlega um það í viðtali við CBS. Vefsíðan dean24.com fór í loftið í gær en þar er aðeins falast eftir framlögum og engar upplýsingar að finna um stefnu Phillips eða hugmyndir. Phillips, sem hefur verið tvisvar verið endurkjörinn, er þó langt frá því að vera á flæðiskeri staddur fjárhagslega en hann er metinn á 77 milljónir dollara og meðal efnuðustu þingmanna Bandaríkjaþings. „Þessar kosningar snúast um framtíðina,“ sagði Phillips við CBS en kosningaslagorð hans verður „Make America Affordable Again“, sem er skírskotun til hárrar verðbólgu og verðlags. Hann sagðist ekki myndu sitja aðgerðalaus hjá frammi fyrir neyðarástandi en var hvorki gagnrýninn á Biden né gaf hann upp hvort og hvaða hugmyndafræðilegi munur væri á milli þeirra tveggja. Hann virtist í raun aðeins setja varnagla við aldur Biden og sagði tíma fyrir nýja kynslóð að fá tækifæri til að leiða Bandaríkin. Stjórnmálaskýrendur segja erfitt að sjá fyrir sér hvaða hag Phillips sér í því að bjóða sig fram; hann sé örugglega að fara að tapa fyrir Biden og jafnvel þótt hann kunni að verða betur þekktur fyrir vikið sé allt eins líklegt að hann muni á sama tíma afla sér verulegra óvinsælda meðal Demókrata. Kjörnir fulltrúar í bæði Minnesota og á landsvísu hafa þegar lýst yfir óánægju með framboðið. .@RepDeanPhillips It s time for you to resign your seat. I could not be more disappointed in you. You will never have my support again for any elected office, including your Congressional seat. Make America Affordable Again? Pretty rich coming from a multi-millionaire. https://t.co/8DUtVLovYG— Senator Bonnie Westlin (@SenatorWestlin) October 24, 2023 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Fleiri fréttir „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Sjá meira
Orðrómur hefur verið á kreiki síðustu vikur um mögulegt framboð Phillips en hann tilkynnti formlega um það í viðtali við CBS. Vefsíðan dean24.com fór í loftið í gær en þar er aðeins falast eftir framlögum og engar upplýsingar að finna um stefnu Phillips eða hugmyndir. Phillips, sem hefur verið tvisvar verið endurkjörinn, er þó langt frá því að vera á flæðiskeri staddur fjárhagslega en hann er metinn á 77 milljónir dollara og meðal efnuðustu þingmanna Bandaríkjaþings. „Þessar kosningar snúast um framtíðina,“ sagði Phillips við CBS en kosningaslagorð hans verður „Make America Affordable Again“, sem er skírskotun til hárrar verðbólgu og verðlags. Hann sagðist ekki myndu sitja aðgerðalaus hjá frammi fyrir neyðarástandi en var hvorki gagnrýninn á Biden né gaf hann upp hvort og hvaða hugmyndafræðilegi munur væri á milli þeirra tveggja. Hann virtist í raun aðeins setja varnagla við aldur Biden og sagði tíma fyrir nýja kynslóð að fá tækifæri til að leiða Bandaríkin. Stjórnmálaskýrendur segja erfitt að sjá fyrir sér hvaða hag Phillips sér í því að bjóða sig fram; hann sé örugglega að fara að tapa fyrir Biden og jafnvel þótt hann kunni að verða betur þekktur fyrir vikið sé allt eins líklegt að hann muni á sama tíma afla sér verulegra óvinsælda meðal Demókrata. Kjörnir fulltrúar í bæði Minnesota og á landsvísu hafa þegar lýst yfir óánægju með framboðið. .@RepDeanPhillips It s time for you to resign your seat. I could not be more disappointed in you. You will never have my support again for any elected office, including your Congressional seat. Make America Affordable Again? Pretty rich coming from a multi-millionaire. https://t.co/8DUtVLovYG— Senator Bonnie Westlin (@SenatorWestlin) October 24, 2023
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Fleiri fréttir „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent