„Sem lítur þá út eins og tekinn hafi verið lítill biti út úr henni á suðurhlutanum,“ segir Sævar Helgi í færslu á vef sínum.
„Deildarmyrkvinn hefst kl. 19:35. Þá sést hvernig syðsti hluti tunglsins byrjar að skyggjast. Myrkvinn nær hámarki fjörutíu mínútum síðar eða klukkan 20:14 þegar 6% af tunglskífunni er myrkvuð. Deildarmyrkvinn er svo yfirstaðinn klukkan 20:53. Þá skín fullt tunglið skært á himni.“

Ekki mun þurfa neinn hlífðarbúnað eða hjálpartæki til að sjá myrkvann. Þrátt fyrir að það eina sem þurfi sé að horfa til himins bendir Sævar á að það geti verið gaman að nota sjónauka til að fylgjast með skugganum færast yfir.
„Við hlið tunglsins skín Júpíter mjög skært. Með sjónauka má sjá fjögur tungl í kringum hann,“ segir Sævar Helgi.
„Þá eru líka ágætar líkur á fínum norðurljósum um helgina, líklegast á sunnudag og á mánudag. Yfir Jörðina er nefnilega að dembast hraðfleygur sólvindur úr opi í kórónu sólar, svokallaðri kórónugeil, sem snýr að Jörðinni. Þegar hraðfleygur sólvindur skellur á Jörðinni sjást jafnan björt og kvik norðurljós.“