Alvarlegri og þyngri vinnumansalsmál en áður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2023 13:00 Saga Kjartansdóttir verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ segir sífellt alvarlegri mál koma upp hér á landi þar sem grunur sé um vinnumansal. Vísir/Vilhelm Alvarlegri vinnumansalsmál eru að koma upp nú en áður hjá aðildarfélögum ASÍ. Verkefnastjóri segir þrjú fyrirtæki hafa verið tilkynnt til lögreglu á síðasta ári þar sem grunur sé um vinnumansal, það stefni í að málin verði mun fleiri í ár. Lögreglan hefur lagt fram kæru í nokkrum málum á þessu ári. Saga Kjartansdóttir verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ segir sífellt alvarlegri mál koma upp hér á landi þar sem grunur sé um vinnumansal. Það er í samræmi við niðurstöðu nýrrar evrópskrar úttektar þar sem íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum. Þá kom fram í fréttum í gær að lögreglan og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, finna fyrir mikilli fjölgun slíkra mála. „Öll stéttarfélögin finna fyrir því að alvarlegum hagnýtingarmálum er að fjölga. Birtingarmyndin er sjaldnast þannig að fólk tilkynni sjálft um vinnumansal heldur hefur samband út af einhverju öðru og svo kemur í ljós þegar nánar er skoðað að þetta er meira en venjulegt kjaramál,“ segir Saga. Hún segir að ASÍ hafi tilkynnt nokkur fyrirtæki til lögreglu á síðasta ári. „Við sendum tilkynningar um þrjú fyrirtæki á síðasta ári sem vörðuðu marga einstaklinga. Þá voru þau í veitingaþjónustu og hótelrekstri og við höfum líka séð mál í byggingariðnaði. Það má búast við að tilkynningarnar verði enn fleiri í ár því málunum fjölgar jafnt og þétt,“ segir Saga. Nokkur fyrirtæki hafa verið kærð Hún segir að nokkur mál hafi leitt til kæru. „Ég veit til þess að lögreglan er að rannsaka nokkur mál er varða vinnumansal og nokkur þeirra hafa leitt til kæru,“ segir Saga. Grunur geti vaknað ef myndavélar fylgist með störfum fólks Hún segir ekki nóg að horfa á launaseðilinn til að koma auga á vinnumansal. „ Vísbendingar um að mansal sé í gangi geta verið margvíslegar. Við horfum til ýmissa þátta eins og þegar yfirmenn standa yfir starfsfólki við eftirlit á vinnustað, ef það eru margar myndavélar sem fylgjast með störfum fólks, ef fólk sefur á vinnustaðnum og vinnutíminn er óeðlilega langur,“ segir Saga. Teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð hvatti til vitundarvakningu í málaflokknum í fréttum okkar í gær. Saga er á sama máli. Við hvetjum almenning til að vera með augun opin fyrir þessum vanda. Það er hægt að senda okkur ábendingu á vefsíðuna okkar sem heitir Labour.is,“ segir Saga að lokum. Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Stéttarfélög Kjaramál Lögreglan Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Saga Kjartansdóttir verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ segir sífellt alvarlegri mál koma upp hér á landi þar sem grunur sé um vinnumansal. Það er í samræmi við niðurstöðu nýrrar evrópskrar úttektar þar sem íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum. Þá kom fram í fréttum í gær að lögreglan og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, finna fyrir mikilli fjölgun slíkra mála. „Öll stéttarfélögin finna fyrir því að alvarlegum hagnýtingarmálum er að fjölga. Birtingarmyndin er sjaldnast þannig að fólk tilkynni sjálft um vinnumansal heldur hefur samband út af einhverju öðru og svo kemur í ljós þegar nánar er skoðað að þetta er meira en venjulegt kjaramál,“ segir Saga. Hún segir að ASÍ hafi tilkynnt nokkur fyrirtæki til lögreglu á síðasta ári. „Við sendum tilkynningar um þrjú fyrirtæki á síðasta ári sem vörðuðu marga einstaklinga. Þá voru þau í veitingaþjónustu og hótelrekstri og við höfum líka séð mál í byggingariðnaði. Það má búast við að tilkynningarnar verði enn fleiri í ár því málunum fjölgar jafnt og þétt,“ segir Saga. Nokkur fyrirtæki hafa verið kærð Hún segir að nokkur mál hafi leitt til kæru. „Ég veit til þess að lögreglan er að rannsaka nokkur mál er varða vinnumansal og nokkur þeirra hafa leitt til kæru,“ segir Saga. Grunur geti vaknað ef myndavélar fylgist með störfum fólks Hún segir ekki nóg að horfa á launaseðilinn til að koma auga á vinnumansal. „ Vísbendingar um að mansal sé í gangi geta verið margvíslegar. Við horfum til ýmissa þátta eins og þegar yfirmenn standa yfir starfsfólki við eftirlit á vinnustað, ef það eru margar myndavélar sem fylgjast með störfum fólks, ef fólk sefur á vinnustaðnum og vinnutíminn er óeðlilega langur,“ segir Saga. Teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð hvatti til vitundarvakningu í málaflokknum í fréttum okkar í gær. Saga er á sama máli. Við hvetjum almenning til að vera með augun opin fyrir þessum vanda. Það er hægt að senda okkur ábendingu á vefsíðuna okkar sem heitir Labour.is,“ segir Saga að lokum.
Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Stéttarfélög Kjaramál Lögreglan Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira