Sport

Dag­skráin í dag: Sann­kölluð veisla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bæjarar eru í beinni í dag.
Bæjarar eru í beinni í dag. Marcel Engelbrecht/Getty Images

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport og hliðarrása í dag. Alls eru 12 beinar útsendingar á boðstólnum í dag. Allt frá fótbolta yfir í hafnabolta og Formúlu 1.

Stöð 2 Sport 2

  • Klukkan 12.50 er leikur Sassuolo og Bologna í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta á dagskrá.
  • Klukkan 15.50 er komið að leik Lecce og Torino í sömu deild.
  • Klukkan 18.35 er leikur Juventus og Hellas Verona á dagskrá. Juve getur komist í toppsætið með sigri.
  • Klukkan 23.00 er leikur New Orleans Pelicans og New York Knicks í NBA-deildinni á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

  • Klukkan 19.05 er á dagskrá leikur Zaragoza og Joventut Badalona í ACB-deildinni í körfubolta á Spáni.

Stöð 2 Sport 4

  • Klukkan 09.00 er Aramco Team Series-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LET-mótaröðinni og fer að þessu sinni fram í Riyadh í Sádi-Arabíu.
  • Klukkan 02.00 er Maybank Championship-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Vodafone Sport

  • Klukkan 11.25 er leikur Southampton og Birmingham City í ensku B-deildinni á dagskrá. Wayne Rooney tók nýverið við Birmingham en hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum sem þjálfari liðsins.
  • Klukkan 13.30 er komið að leik Bayern München og Darmstadt 98 í þýsku úrvalsdeildinni.
  • Klukkan 17.25 er þriðja æfing dagsins í Formúlu 1 á dagskrá.
  • Klukkan 20.55 er tímatakan í F1 á dagskrá.
  • Klukkan 00.00 er leikur tvö í World Series í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×