„Þetta á ekki við rök að styðjast og það er ekki vísað í neinar heimildir“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2023 21:17 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segist hafa orðið vör við háværari gagnrýnisraddir. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir segist hafa orðið vör við aukna gagnrýni á bólusetningar. Raddirnar hafi orðið háværari í kórónuveirufaraldrinum. Hún telur óþarfa að óttast, langflestir séu bólusettir. Aukaverkanir hafi verið sjaldgæfar og flestar vægar. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir ræddi bólusetningar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Fyrsta spurning þáttastjórnenda var út í greinarskrif hjúkrunarfræðings og ljósmóður sem skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum þar sem hún spurði: Er umræða í gangi um stóraukningu á krabbameinum, lömunum, hjartabólgum, fósturlátum, blóðtöppum og öðrum alvarlegum heilsubrestum? Greinarhöfundur setti skrifin í samhengi við Covid. „Þetta á ekki við rök að styðjast. Bóluefnin eru mjög örugg og virka gegn veikindum, sérstaklega alvarlegum veikindum og andlátum í Covid. Það eru engin bóluefni sem valda krabbameinum. Og þar að auki veit ég ekki hvaðan þetta kemur, að krabbamein hafi aukist. Það eru upplýsingar á síðu Krabbameinsfélagsins, þar eru töflur og mælaborð, og þar er hægt að skoða tíðni krabbameina hér á Íslandi aftur í tímann. Og ef það er skoðað yfir Covid-tímabilið og einhver ár þar á eftir, miðað við íbúafjölda auðvitað, þá er ekki aukning þar á. Þar að auki hafa bóluefnin ekki verið tengd myndun krabbameina, hvorki hér né annars staðar. Þannig þetta á ekki við rök að styðjast og það er ekki vísað í neinar heimildir í þessari grein,“ segir sóttvarnalæknir. Ætlar ekki að deila við höfundinn Guðrún segir bóluefnin hafa verið gefin í milljörðum skammta og að því væri komið í ljós ef það væri „stóraukning á fylgikvillum“ í tengslum við bóluefnin. Hún segist ekki ætla að deila við höfund greinarinnar, til dæmis með því að kalla skrifin óábyrg, og leggur áherslu á mikilvægi bóluefna. „Við höfum ekki lengur mænusótt hérna á Íslandi, mislinga, rauða hunda, kíghósta og alls konar sjúkdóma sem herjuðu á fólk áður – og börn. Og þetta hefur valdið náttúrulega straumhvörfum og lengt líf okkar og heilsu. Þar að auki erum við með bóluefni núna einmitt gegn HPV-veiru sem ver gegn krabbameinum, leghálskrabbameinum og öðru sem er alveg stórkostlegt.“ Fólk fái kvilla út af ýmsu Hluti af gagnrýni þeirra sem efast hafa um gildi bóluefna gegn Covid er hraði þróunarinnar. Guðrún segir bóluefnin hafa verið rannsökuð til hlítar. Nú væri búið að gefa milljónum, milljónum manna bóluefnin og enn væri grannt fylgst með gjöfinni. Um 90 prósent landsmanna væru bólusettir, sumir með allt að fjórum skömmtum. „Öll lyf hafa hættu á einhverjum aukaverkunum, það er bara þannig. En aukaverkanirnar eru flestar vægar og skammvinnar. Þetta er þá yfirleitt á stungustað, roði, bólga, óþægindi en jafnvel hiti, hrollur – svona líkamleg einkenni sem er líka vegna þess að bóluefnið virkjar ónæmiskerfið og veldur slíku. Síðan hafa verið sjaldgæfar og alvarlegri aukaverkanir. Hjartabólgur og gollurshúsbólgur í hjarta þar á meðal. En voru mjög fátíðar og miklu sjaldgæfari heldur en þessir sömu fylgikvillar eftir Covid-sýkinguna. Þá verðum við líka að muna það að fólk fær svona kvilla út af ýmsu. Ýmsum veirusýkingum og ýmsu öðru. Það er ákveðin grunntíðni af sjúkdómum og svona kvillum alltaf í gangi,“ segir Guðrún. Pfizer aðeins notað í dag Hún nefnir að eftir Covid-sýkingu hafi almennt verið sex sinnum líklegra að fá hjartabólgur saman borið við gjöf með bóluefninu sjálfu. Á meðal ákveðinna hópa ungra karlmanna, 16-24 ára, hafi hins vegar verið hærri grunntíðni hjartavöðvabólga í tengslum við bóluefni Moderna. Þess vegna hafi embættið hætt að gefa það ungum karlmönnum. Hið sama megi segja um Johnson&Johnson og Astra Zeneca, eftir að talið var að aukin hætta væri á ákveðinni tegund blóðtappa, í konum um og undir sextugt, eftir gjöf bóluefna frá framleiðendunum. Í dag sé Pfizer aðeins notað. En hefurðu orðið vör við aukna gagnrýni á bólusetningar? „Þetta hefur alla vega orðið háværara. Það hafa yfir 90 prósent þegið bólusetningu gegn Covid hér á landi. Og þátttaka í almennum bólusetningum er hérna mjög góð, sem betur fer. Þannig að við erum ekki að sjá barnasjúkdóma sem eru í þeim löndum þar sem bólusetningar eru ekki í boði eða fólk getur ekki þegið, í svona vanþróuuðum löndum oft þar sem eru ýmsir erfiðleikar við að fá bóluefni eða koma þeim til fólks. Þannig að þátttakan er nú mjög góð, þannig að þessi hópur er nú ekki mjög stór.“ „Og hann er frekar lítill en ég er alveg sammála að það hefur orðið háværara í Covid og það er þá væntanlega með það að gera, eins og þið nefnið, að þetta var á skömmum tíma - mjög, mjög margir bólusettir. Og svona útbreiddara heldur en með flest annað. En nú erum við komin í það að það er verið að bólusetja svona afmarkaðri hópa þar sem að flestir aðrir eru búnir að fá bólusetningu sem er talin duga,“ segir Guðrún. Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðrúnu Aspelund sóttvarnalækni hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir ræddi bólusetningar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Fyrsta spurning þáttastjórnenda var út í greinarskrif hjúkrunarfræðings og ljósmóður sem skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum þar sem hún spurði: Er umræða í gangi um stóraukningu á krabbameinum, lömunum, hjartabólgum, fósturlátum, blóðtöppum og öðrum alvarlegum heilsubrestum? Greinarhöfundur setti skrifin í samhengi við Covid. „Þetta á ekki við rök að styðjast. Bóluefnin eru mjög örugg og virka gegn veikindum, sérstaklega alvarlegum veikindum og andlátum í Covid. Það eru engin bóluefni sem valda krabbameinum. Og þar að auki veit ég ekki hvaðan þetta kemur, að krabbamein hafi aukist. Það eru upplýsingar á síðu Krabbameinsfélagsins, þar eru töflur og mælaborð, og þar er hægt að skoða tíðni krabbameina hér á Íslandi aftur í tímann. Og ef það er skoðað yfir Covid-tímabilið og einhver ár þar á eftir, miðað við íbúafjölda auðvitað, þá er ekki aukning þar á. Þar að auki hafa bóluefnin ekki verið tengd myndun krabbameina, hvorki hér né annars staðar. Þannig þetta á ekki við rök að styðjast og það er ekki vísað í neinar heimildir í þessari grein,“ segir sóttvarnalæknir. Ætlar ekki að deila við höfundinn Guðrún segir bóluefnin hafa verið gefin í milljörðum skammta og að því væri komið í ljós ef það væri „stóraukning á fylgikvillum“ í tengslum við bóluefnin. Hún segist ekki ætla að deila við höfund greinarinnar, til dæmis með því að kalla skrifin óábyrg, og leggur áherslu á mikilvægi bóluefna. „Við höfum ekki lengur mænusótt hérna á Íslandi, mislinga, rauða hunda, kíghósta og alls konar sjúkdóma sem herjuðu á fólk áður – og börn. Og þetta hefur valdið náttúrulega straumhvörfum og lengt líf okkar og heilsu. Þar að auki erum við með bóluefni núna einmitt gegn HPV-veiru sem ver gegn krabbameinum, leghálskrabbameinum og öðru sem er alveg stórkostlegt.“ Fólk fái kvilla út af ýmsu Hluti af gagnrýni þeirra sem efast hafa um gildi bóluefna gegn Covid er hraði þróunarinnar. Guðrún segir bóluefnin hafa verið rannsökuð til hlítar. Nú væri búið að gefa milljónum, milljónum manna bóluefnin og enn væri grannt fylgst með gjöfinni. Um 90 prósent landsmanna væru bólusettir, sumir með allt að fjórum skömmtum. „Öll lyf hafa hættu á einhverjum aukaverkunum, það er bara þannig. En aukaverkanirnar eru flestar vægar og skammvinnar. Þetta er þá yfirleitt á stungustað, roði, bólga, óþægindi en jafnvel hiti, hrollur – svona líkamleg einkenni sem er líka vegna þess að bóluefnið virkjar ónæmiskerfið og veldur slíku. Síðan hafa verið sjaldgæfar og alvarlegri aukaverkanir. Hjartabólgur og gollurshúsbólgur í hjarta þar á meðal. En voru mjög fátíðar og miklu sjaldgæfari heldur en þessir sömu fylgikvillar eftir Covid-sýkinguna. Þá verðum við líka að muna það að fólk fær svona kvilla út af ýmsu. Ýmsum veirusýkingum og ýmsu öðru. Það er ákveðin grunntíðni af sjúkdómum og svona kvillum alltaf í gangi,“ segir Guðrún. Pfizer aðeins notað í dag Hún nefnir að eftir Covid-sýkingu hafi almennt verið sex sinnum líklegra að fá hjartabólgur saman borið við gjöf með bóluefninu sjálfu. Á meðal ákveðinna hópa ungra karlmanna, 16-24 ára, hafi hins vegar verið hærri grunntíðni hjartavöðvabólga í tengslum við bóluefni Moderna. Þess vegna hafi embættið hætt að gefa það ungum karlmönnum. Hið sama megi segja um Johnson&Johnson og Astra Zeneca, eftir að talið var að aukin hætta væri á ákveðinni tegund blóðtappa, í konum um og undir sextugt, eftir gjöf bóluefna frá framleiðendunum. Í dag sé Pfizer aðeins notað. En hefurðu orðið vör við aukna gagnrýni á bólusetningar? „Þetta hefur alla vega orðið háværara. Það hafa yfir 90 prósent þegið bólusetningu gegn Covid hér á landi. Og þátttaka í almennum bólusetningum er hérna mjög góð, sem betur fer. Þannig að við erum ekki að sjá barnasjúkdóma sem eru í þeim löndum þar sem bólusetningar eru ekki í boði eða fólk getur ekki þegið, í svona vanþróuuðum löndum oft þar sem eru ýmsir erfiðleikar við að fá bóluefni eða koma þeim til fólks. Þannig að þátttakan er nú mjög góð, þannig að þessi hópur er nú ekki mjög stór.“ „Og hann er frekar lítill en ég er alveg sammála að það hefur orðið háværara í Covid og það er þá væntanlega með það að gera, eins og þið nefnið, að þetta var á skömmum tíma - mjög, mjög margir bólusettir. Og svona útbreiddara heldur en með flest annað. En nú erum við komin í það að það er verið að bólusetja svona afmarkaðri hópa þar sem að flestir aðrir eru búnir að fá bólusetningu sem er talin duga,“ segir Guðrún. Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðrúnu Aspelund sóttvarnalækni hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira