Þegar fórnarlamb verður böðull Sigurður Skúlason skrifar 29. október 2023 08:00 áður veröld steypist mun engi maður öðrum þyrma... Vituð ér enn, eða hvað? (Völuspá) Það er ófrávíkjanlegt lögmál í mannheimum, gott ef ekki í gervallri náttúrunni, að öll kúgun fæðir af sér mótspyrnu. Sagan sýnir það, reynslan sannar það. Á meðan mannskepnan er eins og hún er verður þetta viðloðandi stef í samskiptum manna og þjóða. Hversu langt er hægt að ganga í ofríki og niðurlægingu manns eða þjóðar áður en viðkomandi svarar fyrir sig? Hörmungarnar í Palestínu virðast engan enda ætla að taka og sífellt er gengið lengra í grimmdarverkum. Mistök Sameinuðu þjóðanna með því að samþykkja árið 1947 að Gyðingar fengju land í Palestínu eru einhver mestu afglöp sögunnar. Búin var til kenning um land án fólks fyrir fólk án lands. Gallinn var bara sá, að það var ekki til land án fólks. En samviskubitið yfir örlögum Gyðinga í Helförinni blindaði ráðamönnum á Vesturlöndum sýn og leiddi líka til botnlausrar meðvirkni með gjörðum Ísraelsmanna allar götur síðan. Þessi afglöp hafa leitt til landráns, hernáms og gegndarlausrar kúgunar Gyðinga á Palestínumönnum samfellt í sjötíu ár, þar sem öllum óþverrameðulum er beitt í því að niðurlægja fólk, loka það inni og síðan að sprengja það í loft upp. Gaza svæðið er stærsta fangelsi í heimi. Og um leið stærsti pyntingarklefi í heimi. Hversu lengi halda menn að hægt sé að sætta sig við slíkar þrengingar? Eða hvað heldur þú að þú myndir gera í sporum þessa fólks? Gyðingar sem áttu alla okkar samúð og samkennd í Helförinni hafa nú tekið að sér hlutverk böðulsins. Og ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Yfirráð Ísraelsmanna eru algjör á öllum sviðum, hernaðarlega, efnahagslega og pólitískt, þar sem þeir eiga greiðan stuðning flestra þjóða á Vesturlöndum með Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið fremst í flokki. Þessar þjóðir (Ísland meðtalið) styðja þar með í verki yfirgang og ofbeldi Ísrarelsmanna gagnvart Palestínumönnum og lengja þetta hörmungarástand von úr viti. Hvenær ætli okkur skiljist að það sem við gerum öðrum það gerum við okkur sjálfum? Í leikritinu Galdra-Lofti segir Steinunn á einum stað: „Þegar valurinn heggur rjúpuna í hjartað, vælir hann, því að þá skilur hann, að rjúpan er systir hans.“ Þetta minni úr gamalli þjóðsögu miðlar djúpstæðum sannleik. Okkur virðist fyrirmunað að skilja það að við erum öll eitt - að það sem við gerum öðrum gerum við okkur sjálfum, sbr. orð Jesú Krists: „Það allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ Og að sjálfsögðu á hann ekki við sína persónu, heldur það sem við erum öll innst inni, okkar sanna sjálf, vitundina sem er allt sem er. Undir yfirborðinu erum við öll eitt, allt eitt. Þar af sprettur boðorðið um að koma fram við náungann eins og okkur sjálf – að sjá sjálf okkur í öðrum. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Hatur fæðir af sér hatur. Þannig er hinn endalausi vítahringur mannlegra samskipta. Annar mesti vitringur sögunnar, Búdda, sagði þessi orð fyrir meira en tvö þúsund og fimm hundruð árum: „Í þessum heimi verður hatur ekki yfirunnið með hatri, aðeins með kærleik. Þetta er hinn ævarandi sannleikur. Sigra reiði með ást, sigra illt með góðu, sigra nísku með örlæti, sigra lygi með sannleika.“ Sú kaldranalega heimsmynd sem við okkur blasir í dag sýnir hvað við eigum langt í land. Og hún á ekki aðeins við um það sem er eitthvað langt í burtu. Orsök hennar stendur okkur miklu nær en við viljum vita. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
áður veröld steypist mun engi maður öðrum þyrma... Vituð ér enn, eða hvað? (Völuspá) Það er ófrávíkjanlegt lögmál í mannheimum, gott ef ekki í gervallri náttúrunni, að öll kúgun fæðir af sér mótspyrnu. Sagan sýnir það, reynslan sannar það. Á meðan mannskepnan er eins og hún er verður þetta viðloðandi stef í samskiptum manna og þjóða. Hversu langt er hægt að ganga í ofríki og niðurlægingu manns eða þjóðar áður en viðkomandi svarar fyrir sig? Hörmungarnar í Palestínu virðast engan enda ætla að taka og sífellt er gengið lengra í grimmdarverkum. Mistök Sameinuðu þjóðanna með því að samþykkja árið 1947 að Gyðingar fengju land í Palestínu eru einhver mestu afglöp sögunnar. Búin var til kenning um land án fólks fyrir fólk án lands. Gallinn var bara sá, að það var ekki til land án fólks. En samviskubitið yfir örlögum Gyðinga í Helförinni blindaði ráðamönnum á Vesturlöndum sýn og leiddi líka til botnlausrar meðvirkni með gjörðum Ísraelsmanna allar götur síðan. Þessi afglöp hafa leitt til landráns, hernáms og gegndarlausrar kúgunar Gyðinga á Palestínumönnum samfellt í sjötíu ár, þar sem öllum óþverrameðulum er beitt í því að niðurlægja fólk, loka það inni og síðan að sprengja það í loft upp. Gaza svæðið er stærsta fangelsi í heimi. Og um leið stærsti pyntingarklefi í heimi. Hversu lengi halda menn að hægt sé að sætta sig við slíkar þrengingar? Eða hvað heldur þú að þú myndir gera í sporum þessa fólks? Gyðingar sem áttu alla okkar samúð og samkennd í Helförinni hafa nú tekið að sér hlutverk böðulsins. Og ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Yfirráð Ísraelsmanna eru algjör á öllum sviðum, hernaðarlega, efnahagslega og pólitískt, þar sem þeir eiga greiðan stuðning flestra þjóða á Vesturlöndum með Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið fremst í flokki. Þessar þjóðir (Ísland meðtalið) styðja þar með í verki yfirgang og ofbeldi Ísrarelsmanna gagnvart Palestínumönnum og lengja þetta hörmungarástand von úr viti. Hvenær ætli okkur skiljist að það sem við gerum öðrum það gerum við okkur sjálfum? Í leikritinu Galdra-Lofti segir Steinunn á einum stað: „Þegar valurinn heggur rjúpuna í hjartað, vælir hann, því að þá skilur hann, að rjúpan er systir hans.“ Þetta minni úr gamalli þjóðsögu miðlar djúpstæðum sannleik. Okkur virðist fyrirmunað að skilja það að við erum öll eitt - að það sem við gerum öðrum gerum við okkur sjálfum, sbr. orð Jesú Krists: „Það allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ Og að sjálfsögðu á hann ekki við sína persónu, heldur það sem við erum öll innst inni, okkar sanna sjálf, vitundina sem er allt sem er. Undir yfirborðinu erum við öll eitt, allt eitt. Þar af sprettur boðorðið um að koma fram við náungann eins og okkur sjálf – að sjá sjálf okkur í öðrum. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Hatur fæðir af sér hatur. Þannig er hinn endalausi vítahringur mannlegra samskipta. Annar mesti vitringur sögunnar, Búdda, sagði þessi orð fyrir meira en tvö þúsund og fimm hundruð árum: „Í þessum heimi verður hatur ekki yfirunnið með hatri, aðeins með kærleik. Þetta er hinn ævarandi sannleikur. Sigra reiði með ást, sigra illt með góðu, sigra nísku með örlæti, sigra lygi með sannleika.“ Sú kaldranalega heimsmynd sem við okkur blasir í dag sýnir hvað við eigum langt í land. Og hún á ekki aðeins við um það sem er eitthvað langt í burtu. Orsök hennar stendur okkur miklu nær en við viljum vita. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun