Íshokkíleikmaður lést eftir að hafa skorist á hálsi með skauta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2023 10:43 Adam Jonson var 29 ára gamall þegar hann lést eftir að hafa skorist á hálsi í leik með Nottingham Panthers. Vísir/Getty Adam Johnson, leikmaður breska íshokkíliðsins Nottingham Panthers, er látinn eftir að hafa skorist alvarlega á hálsi í leik liðsins í Challenge Cup í gær, laugardag. Leikur Nottingham Panthers og Sheffiled Steelers var stöðvaður á 35. mínútu á meðan hinn 29 ára gamli Adam Johnson fékk aðhlynningu frá sjúkraliðum á ísnum. Nottingham Panthers sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kemur fram að liðið sé harmi slegið eftir fregnirnar af því að Bandaríkjamaðurinn Adam Johnson hafi látist í þessu hörmulega slysi. The Nottingham Panthers are truly devastated to announce that Adam Johnson has tragically passed away following a freak accident at the game in Sheffield last night. pic.twitter.com/lhSOkDu03Q— The Nottingham Panthers (@PanthersIHC) October 29, 2023 „Allir hjá Nottingham Panthers eru miður sín yfir því að tilkynna að Adam Johnson hafi látist eftir hræðilegt slys í leiknum í Sheffield í gærkvöldi,“ segir í tilkynningu Nottingham Panthers. „Panthers vilja senda fjölskyldu, kærustu og öllum vinum Johnson okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum.“ „Adam, sem lék í treyju númer 47 fyrir okkur, var ekki aðeins frábær íshokkíleikmaður, heldur einnig frábær liðsmaður og mögnuð persóna sem átti allt lífið framundan.“ „Leikmenn, starfsfólk, þjálfarateymi, eigendur og allir hjá félaginu eru miður sín yfir fréttum af andláti Adams.“ Í kjölfar fregnanna af andláti Adams Johnson sendi EIHL, íshokkídeildin í Bretlandi, frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt var um að öllum leikjum dagsins í dag hafi verið frestað í ljósi þessara hræðilegu frétta. Íshokkí Andlát Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Leikur Nottingham Panthers og Sheffiled Steelers var stöðvaður á 35. mínútu á meðan hinn 29 ára gamli Adam Johnson fékk aðhlynningu frá sjúkraliðum á ísnum. Nottingham Panthers sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kemur fram að liðið sé harmi slegið eftir fregnirnar af því að Bandaríkjamaðurinn Adam Johnson hafi látist í þessu hörmulega slysi. The Nottingham Panthers are truly devastated to announce that Adam Johnson has tragically passed away following a freak accident at the game in Sheffield last night. pic.twitter.com/lhSOkDu03Q— The Nottingham Panthers (@PanthersIHC) October 29, 2023 „Allir hjá Nottingham Panthers eru miður sín yfir því að tilkynna að Adam Johnson hafi látist eftir hræðilegt slys í leiknum í Sheffield í gærkvöldi,“ segir í tilkynningu Nottingham Panthers. „Panthers vilja senda fjölskyldu, kærustu og öllum vinum Johnson okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum.“ „Adam, sem lék í treyju númer 47 fyrir okkur, var ekki aðeins frábær íshokkíleikmaður, heldur einnig frábær liðsmaður og mögnuð persóna sem átti allt lífið framundan.“ „Leikmenn, starfsfólk, þjálfarateymi, eigendur og allir hjá félaginu eru miður sín yfir fréttum af andláti Adams.“ Í kjölfar fregnanna af andláti Adams Johnson sendi EIHL, íshokkídeildin í Bretlandi, frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt var um að öllum leikjum dagsins í dag hafi verið frestað í ljósi þessara hræðilegu frétta.
Íshokkí Andlát Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira