Fótbolti

Kristian og félagar á botninum eftir skell gegn toppliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristian Hlynsson lék allann leikinn í stóru tapi gegn PSV.
Kristian Hlynsson lék allann leikinn í stóru tapi gegn PSV. ANP via Getty Images

Kristian Hlynsson og félagar hans í hollenska stórveldinu Ajax eru komnir niður í botnsæti hollensku úrvalsdeildarinnar eftir 5-2 tap gegn toppliði PSV í dag.

Kristian var í byrjunarliði Ajax í dag og lék allann leikinn fyrir liðið. Leikurinn byrjaði vel fyrir Ajax því Branco van den Boomen kom liðinu yfir strax á tíundu mínútu.

Hirving Lozano jafnaði metin fyrir heimamenn tíu mínútum síðar en Brian Brobbey sá til þess að Ajax fór með forystu inn í hálfleikinn með marki á 40. mínútu eftir stoðsendingu frá Steven Bergwijn.

Luuk de Jong jafnaði hins vegar metin á nýjan leik fyrir heimamenn með marki á 49. mínútu áður en hann lagði upp þriðja mark PSV fyrir Ismael Saibari fjórum mínútum síðar.

Hirving Lozano skoraði svo annað mark sitt og fjórða mark PSV eftir klukkutíma leik áður en hann fullkomnaði þrennuna og gerði endanlega út um leikinn á 72. mínútu.

Niðurstaðan því 5-2 sigur PSV sem trónir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir tíu leiki, en Ajax er hins vegar komið niður í botnsæti deildarinnar með aðeins fimm stig eftir átta leiki.

AJAX TWEET

Á sama tíma vann Twente góðan 2-1 sigur gegn Feyenoord þar sem Alfons Sampsted lagði upp fyrra mark Twente á tíundu mínútu.

Twente situr nú í þriðja sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur stigum meira en Feyenoord sem situr í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×