Verstappen bætti eigið met frá því í fyrra þegar hann vann sinn sextánda kappakstur á tímabilinu í mexíkanska kappakstrinum í nótt. Hann vann fimmtán keppnir þegar hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn í fyrra.
Thank you Mexico, the past few days have been incredible
— Max Verstappen (@Max33Verstappen) October 29, 2023
We are experiencing an amazing season, and again today, we had a really strong race! We were absolutely flying @redbullracing Let s keep pushing #MexicoGP pic.twitter.com/RrIFMUKjM6
Það eru enn þrjár keppnir eftir og því á Verstappen möguleika á því að bæta enn við þetta met.
Verstappen byrjaði á ráspól en komst fram úr Ferrari mönnunum Charles Leclerc og Carlos Sainz Jr. strax í byrjun. Sigur hans var frekar öruggur eftir þetta.
Hopes upended
— Formula 1 (@F1) October 30, 2023
Sergio Perez's dramatic clash with Charles Leclerc on the opening lap ended any dreams of a win in the Mexican's home race #F1 #MexicoGP pic.twitter.com/TjAasH2AGM
Heimamaðurinn Sergio Pérez ræsti fimmti og ætlaði sér stóra hluti en það fór ekki vel. Hann klessti á Leclerc í fyrstu beygju og var úr leik. Hrein hörmung fyrir hann og fjölmarga stuðningsmenn hans sem fengu bara að sjá hann í nokkrar sekúndur.
Leclerc hélt áfram og endaði á palli. Hann missti þó líka Lewis Hamilton fram úr sér en Hamilton fór úr sjötta sætinu á ráspól upp í annað sætið.
Danski ökumaðurinn endaði keppnina líka þegar fjaðrabúnaður bílsins bilaði og hann endaði út á varnargarðinum. Hann slapp ómeiddur en bíllinn var í rúst. Rauði bílinn kom út með varnargarðurinn var lagaður.
Max Verstappen wins the #MexicoGP!!! Making it a record breaking 16 wins in a single F1 season pic.twitter.com/YOabsGrBjt
— Max Verstappen (@VerstappenCOM) October 29, 2023
Hollenski heimsmeistarinn er kominn með 491 stig eða 251 stigi meira en Sergio Pérez sem er annar með 240 stig. Hamilton er þriðji í keppni ökumanna með 220 stig og þeir Spain Carlos Sainz Jr. og Fernando Alonso eru síðan með 183 stig hvor.
A big impact with the barriers for K-Mag brought out the red flag #F1 #MexicoGP pic.twitter.com/iNGC0V74Hq
— Formula 1 (@F1) October 30, 2023
DRIVER STANDINGS
— Formula 1 (@F1) October 29, 2023
The battle for P2 hots up, while Sainz overtakes Alonso for P4 #F1 #MexicoGP pic.twitter.com/e3DbNRpPy3