Formúla 1

Max Ver­stappen sló met en hörmung fyrir heima­manninn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Max Verstappen fagnar sigri í kappakstrinum í Mexíkó með því að setja upp Sombrero hatt.
Max Verstappen fagnar sigri í kappakstrinum í Mexíkó með því að setja upp Sombrero hatt. AP/Fernando Llano

Max Verstappen er fyrir löngu orðinn heimsmeistari ökumanna í formúlu eitt en hann heldur þó áfram að bæta við ótrúlegt forskot sitt.

Verstappen bætti eigið met frá því í fyrra þegar hann vann sinn sextánda kappakstur á tímabilinu í mexíkanska kappakstrinum í nótt. Hann vann fimmtán keppnir þegar hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn í fyrra.

Það eru enn þrjár keppnir eftir og því á Verstappen möguleika á því að bæta enn við þetta met.

Verstappen byrjaði á ráspól en komst fram úr Ferrari mönnunum Charles Leclerc og Carlos Sainz Jr. strax í byrjun. Sigur hans var frekar öruggur eftir þetta.

Heimamaðurinn Sergio Pérez ræsti fimmti og ætlaði sér stóra hluti en það fór ekki vel. Hann klessti á Leclerc í fyrstu beygju og var úr leik. Hrein hörmung fyrir hann og fjölmarga stuðningsmenn hans sem fengu bara að sjá hann í nokkrar sekúndur.

Leclerc hélt áfram og endaði á palli. Hann missti þó líka Lewis Hamilton fram úr sér en Hamilton fór úr sjötta sætinu á ráspól upp í annað sætið.

Danski ökumaðurinn endaði keppnina líka þegar fjaðrabúnaður bílsins bilaði og hann endaði út á varnargarðinum. Hann slapp ómeiddur en bíllinn var í rúst. Rauði bílinn kom út með varnargarðurinn var lagaður.

Hollenski heimsmeistarinn er kominn með 491 stig eða 251 stigi meira en Sergio Pérez sem er annar með 240 stig. Hamilton er þriðji í keppni ökumanna með 220 stig og þeir Spain Carlos Sainz Jr. og Fernando Alonso eru síðan með 183 stig hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×