Að þora að vera byrjandi Ingrid Kuhlman skrifar 31. október 2023 07:00 Hvenær gerðir þú síðast eitthvað í fyrsta skipti? Frá því augnabliki sem við fæðumst tileinkum við okkur hug byrjandans þar sem við erum byrjendur í öllu. Á hverjum degi tökumst við á við nýjar áskoranir og óvissu. Við hrösum og rekum okkur á, en höldum samt áfram að reyna, læra og vaxa. Hugur byrjandans eða nýliðans er oft laus við fyrir fram mótaðar skoðanir, væntingar, dóma og ályktanir. Á einhverjum tímapunkti í lífi okkar breytist eitthvað. Allt í einu verðum við hrædd við mistök og reynum að forðast þau, hvað sem það kostar. Við viljum ekki lengur vera byrjendur og hættum að stíga út fyrir þægindarammann. En það sem við gleymum oft er að það er engin leið að verða góður í neinu án þess að vera ófullkominn byrjandi fyrst. Tileinkum okkur hugarfar smábarna Smábörn sem læra að labba eru fullkomið dæmi um hug byrjandans. Þau nálgast verkefnið af taumlausri forvitni, óttaleysi og vilja til að reyna. Þau eru tilbúin að hrasa, detta og standa upp aftur, án þess að hafa áhyggjur af mistökum eða því að líta heimskulega út. Þau sýna ákveðni og gefast ekki auðveldlega upp. Þau eru náttúrulega forvitin, fús til að kanna umhverfi sitt og uppgötva stöðugt nýja hluti. Þau bera sig ekki saman við aðra eða hafa áhyggjur af því að uppfylla ákveðnar kröfur. Þess í stað einbeita þau sér að eigin framförum. Smábörn lifa í núinu. Þau dvelja ekki við fyrri reynslu né hafa þau áhyggjur af framtíðinni. Að líkja eftir hugarfari smábarns sem lærir að labba getur minnt okkur á fegurð þess að öðlast nýja reynslu og hvatt okkur til að nálgast áskoranir og námstækifæri með sömu undrun og ákveðni. Til að koma þér af stað eru hér nokkrar hugmyndir að því hvernig hægt er að tileinka sér hugarfar byrjandans: Lærðu nýja færni: Skráðu þig á námskeið til að læra eitthvað sem hefur alltaf vakið forvitni hjá þér, hvort sem það er að mála, spila á hljóðfæri eða læra um gervigreind. Prófaðu nýtt áhugamál: Njóttu þess að læra eitthvað nýtt, hvort sem það er klettaklifur, salsa eða silfursmíði. Lærðu nýtt tungumál: Tungumálanám er frábær leið til að sökkva sér niður í hugarfar byrjandans þar sem það opnar nýjan heim samskipta og menningar. Kynnistu nýju fólki: Sæktu viðburði eða skráðu þig í félag til að hitta nýtt fólk og eignast nýja vini. Lestu bækur: Sæktu bækur um efni sem þú veist ekkert um til að víkka sjóndeildarhringinn, hvort sem það er bók um stjarneðlisfræði, heimspeki eða framandi menningu. Veldu eitthvað sem vekur hjá þér forvitni. Ferðastu til nýrra staða: Skoðaðu ókunnuga áfangastaði, hvort sem þeir eru hérlendis eða erlendis. Upplifðu nýja menningu, prófaðu framandi mat og lærðu um sögu og hefðir staðarins. Eldaðu nýjan rétt: Gerðu tilraunir með uppskrift sem þú hefur aldrei prófað. Eldhúsið getur verið skapandi rými fyrir byrjendur til að læra og njóta. Fagnaðu mistökum: Viðurkenndu að það að gera mistök og reka sig á er eðlilegur hluti lærdómsferlisins. Í stað þess að líta á mistök sem bakslag skaltu líta á þau sem tækifæri til að læra og vaxa. Fagnaðu árangrinum: Fagnaðu litlum sigrum. Jákvæð styrking getur stuðlað að áframhaldandi áhuga á að fagna hugarfari byrjandans. Iðkaðu núvitund: Vera til staðar og opinn fyrir nýjum upplifunum. Núvitund getur hjálpað þér við að sleppa takinu á fyrir fram ákveðnum hugmyndum og dómum og gert þér kleift að nálgast hlutina með fersku sjónarhorni. Settu þér forvitnimarkmið: Í stað þess að setja þér frammistöðumarkmið skaltu setja þér markmið sem einblína á forvitni. Forvitnimarkmið getur verið að læra eitthvað nýtt á hverjum degi eða spyrja að minnsta kosti einnar umhugsunarverðrar spurningar á hverjum fundi. Skráðu reynslu þína, hugleiðingar og framfarir í dagbók eða úrklippubók. Fangaðu hugsanir þínar þegar þú leggur af stað í lærdómsævintýri. Að deila reynslu þinni getur hvatt aðra til að tileinka sér hugarfar byrjandans. Byrjandi nálgast mál af forvitni og móttækileika og er opinn fyrir nýjum hugmyndum, upplifunum og möguleikum. Hann er fús til að læra og vaxa og viðurkennir að það er alltaf hægt að uppgötva nýja hluti. Hann nálgast hvert augnablik án fast mótaðra væntinga um útkomuna. Að rækta hug byrjandans getur leitt til aukinnar sköpunargáfu og dýpri skilnings á heiminum í kringum þig. Það hvetur þig til að efast um forsendur, kanna nýja möguleika og nálgast hverja stund af undrun og auðmýkt. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvenær gerðir þú síðast eitthvað í fyrsta skipti? Frá því augnabliki sem við fæðumst tileinkum við okkur hug byrjandans þar sem við erum byrjendur í öllu. Á hverjum degi tökumst við á við nýjar áskoranir og óvissu. Við hrösum og rekum okkur á, en höldum samt áfram að reyna, læra og vaxa. Hugur byrjandans eða nýliðans er oft laus við fyrir fram mótaðar skoðanir, væntingar, dóma og ályktanir. Á einhverjum tímapunkti í lífi okkar breytist eitthvað. Allt í einu verðum við hrædd við mistök og reynum að forðast þau, hvað sem það kostar. Við viljum ekki lengur vera byrjendur og hættum að stíga út fyrir þægindarammann. En það sem við gleymum oft er að það er engin leið að verða góður í neinu án þess að vera ófullkominn byrjandi fyrst. Tileinkum okkur hugarfar smábarna Smábörn sem læra að labba eru fullkomið dæmi um hug byrjandans. Þau nálgast verkefnið af taumlausri forvitni, óttaleysi og vilja til að reyna. Þau eru tilbúin að hrasa, detta og standa upp aftur, án þess að hafa áhyggjur af mistökum eða því að líta heimskulega út. Þau sýna ákveðni og gefast ekki auðveldlega upp. Þau eru náttúrulega forvitin, fús til að kanna umhverfi sitt og uppgötva stöðugt nýja hluti. Þau bera sig ekki saman við aðra eða hafa áhyggjur af því að uppfylla ákveðnar kröfur. Þess í stað einbeita þau sér að eigin framförum. Smábörn lifa í núinu. Þau dvelja ekki við fyrri reynslu né hafa þau áhyggjur af framtíðinni. Að líkja eftir hugarfari smábarns sem lærir að labba getur minnt okkur á fegurð þess að öðlast nýja reynslu og hvatt okkur til að nálgast áskoranir og námstækifæri með sömu undrun og ákveðni. Til að koma þér af stað eru hér nokkrar hugmyndir að því hvernig hægt er að tileinka sér hugarfar byrjandans: Lærðu nýja færni: Skráðu þig á námskeið til að læra eitthvað sem hefur alltaf vakið forvitni hjá þér, hvort sem það er að mála, spila á hljóðfæri eða læra um gervigreind. Prófaðu nýtt áhugamál: Njóttu þess að læra eitthvað nýtt, hvort sem það er klettaklifur, salsa eða silfursmíði. Lærðu nýtt tungumál: Tungumálanám er frábær leið til að sökkva sér niður í hugarfar byrjandans þar sem það opnar nýjan heim samskipta og menningar. Kynnistu nýju fólki: Sæktu viðburði eða skráðu þig í félag til að hitta nýtt fólk og eignast nýja vini. Lestu bækur: Sæktu bækur um efni sem þú veist ekkert um til að víkka sjóndeildarhringinn, hvort sem það er bók um stjarneðlisfræði, heimspeki eða framandi menningu. Veldu eitthvað sem vekur hjá þér forvitni. Ferðastu til nýrra staða: Skoðaðu ókunnuga áfangastaði, hvort sem þeir eru hérlendis eða erlendis. Upplifðu nýja menningu, prófaðu framandi mat og lærðu um sögu og hefðir staðarins. Eldaðu nýjan rétt: Gerðu tilraunir með uppskrift sem þú hefur aldrei prófað. Eldhúsið getur verið skapandi rými fyrir byrjendur til að læra og njóta. Fagnaðu mistökum: Viðurkenndu að það að gera mistök og reka sig á er eðlilegur hluti lærdómsferlisins. Í stað þess að líta á mistök sem bakslag skaltu líta á þau sem tækifæri til að læra og vaxa. Fagnaðu árangrinum: Fagnaðu litlum sigrum. Jákvæð styrking getur stuðlað að áframhaldandi áhuga á að fagna hugarfari byrjandans. Iðkaðu núvitund: Vera til staðar og opinn fyrir nýjum upplifunum. Núvitund getur hjálpað þér við að sleppa takinu á fyrir fram ákveðnum hugmyndum og dómum og gert þér kleift að nálgast hlutina með fersku sjónarhorni. Settu þér forvitnimarkmið: Í stað þess að setja þér frammistöðumarkmið skaltu setja þér markmið sem einblína á forvitni. Forvitnimarkmið getur verið að læra eitthvað nýtt á hverjum degi eða spyrja að minnsta kosti einnar umhugsunarverðrar spurningar á hverjum fundi. Skráðu reynslu þína, hugleiðingar og framfarir í dagbók eða úrklippubók. Fangaðu hugsanir þínar þegar þú leggur af stað í lærdómsævintýri. Að deila reynslu þinni getur hvatt aðra til að tileinka sér hugarfar byrjandans. Byrjandi nálgast mál af forvitni og móttækileika og er opinn fyrir nýjum hugmyndum, upplifunum og möguleikum. Hann er fús til að læra og vaxa og viðurkennir að það er alltaf hægt að uppgötva nýja hluti. Hann nálgast hvert augnablik án fast mótaðra væntinga um útkomuna. Að rækta hug byrjandans getur leitt til aukinnar sköpunargáfu og dýpri skilnings á heiminum í kringum þig. Það hvetur þig til að efast um forsendur, kanna nýja möguleika og nálgast hverja stund af undrun og auðmýkt. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í jákvæðri sálfræði.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar