Majónes í kaffið strákurinn átti magnaðan fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2023 12:01 Will Levis er hér til hægri númer átta en hann leiddi Tennessee Titans til sigurs í sínum fyrsta NFL-leik og átti fjórar snertimarksendingar. Getty/Wesley Hitt Meistarar Kansas City Chiefs töpuðu óvænt í NFL-deildinni í Denver í gær og taphrina San Francisco 49ers hélt áfram og er nú komin upp í þrjá leiki í röð. Maður helgarinnar var aftur á móti nýliðinn sem var „niðurlægður“ í nýliðavalinu. Leikstjórnandinn Will Levis fékk loksins sitt fyrsta tækifæri með Tennessee Titans í gær en hann þurfti að bíða fram í áttundu viku til að fá að spila leik í deildinni. Levis vakti mikla athygli þegar hvert liðið á fætur öðru ákvað að velja hann ekki í nýliðavalinu en hann þurfti að upplifa þau vonbrigði með myndavélarnar á sér í græna herberginu. Á endanum voru það Titans sem veðjuðu á hann en þó ekki fyrr en í annarri umferð eða með 33. valréttinum. FOUR TDS FOR WILL LEVIS (via @NFL)pic.twitter.com/975RsY2HW4— ESPN (@espn) October 29, 2023 Levis hafði reyndar hneykslað suma með matarvenjum sínum en hann borðar banana með hýðinu og setur majónes út í kaffið sitt. Beið og beið Hann fékk ekki tækifæri fyrstu tvo mánuði tímabilsins en loksins kom það i leik á móti Atlanta Falcons þar sem aðalleikstjórnandi liðsins, Ryan Tannehill, gat ekki spilað vegna meiðsla. Levis átti fjórar snertimarkssendingar í leiknum þar af þrjá þeirra á DeAndre Hopkins. Hann var aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu NFL sem nær því í sínum fyrsta leik. Hopkins hafði ekki fundið sig nógu vel með Tannehill en græddi heldur betur á áhættusömum löngum sendingum frá Levis enda rötuðu þrjár þeirra á hann og skiluðu sér í snertimarki. "We've been saying we need to get [Hopkins] in the end zone... I said why not 3 times?" - Will Levis with @AmandaGuerraCBS after the @titans win pic.twitter.com/JlSUX21OvE— NFL on CBS (@NFLonCBS) October 29, 2023 Ekki gerst í 30 leikjum hjá Mahomes Þetta var aftur á móti skelfilegur dagur fyrir Patrick Mahomes og félaga í Kansas City Chiefs. Hann glímdi við veikindi og þetta var í fyrsta sinn í þrjátíu leikjum sem hann átti ekki snertimarkssendingu. Chiefs liðið náði sér ekki á strik og steinlá 24-9 á móti Denver Broncos. Denver hefur á stundum verið aðhlátursefni á leiktíðinni enda tapaði liðið meðal annars 70-20 fyrir Miami. Þetta var aftur á móti annars sigur liðsins í röð eftir sigur á Green Bay Packers í vikunni á undan. Before today's loss, Patrick Mahomes was 12-0 against the Broncos pic.twitter.com/Pf0Rx4Pik8— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 29, 2023 San Francisco 49ers vann fimm fyrstu fimm leiki sína en tapaði þriðja leik sínum í röð í gær og það á heimavelli. Liðið tapaði 31-17 á móti Cincinnati Bengals. Bengals byrjaði tímabilið mjög illa en hefur unnið þrjá síðustu leiki sína. Tap 49ers og 24-20 sigur Seattle Seahawks á Cleveland Browns þýddi að Seattle hoppaði upp fyrir San Francisco liðið í vesturriðli Þjóðardeildarinnar. Ernirnir einir með besta árangurinn í deildinni Philadelphia Eagles vann sinn sjöunda leik, nú 38-31 á Washington Commanders, og er nú liðið með besta árangurinn í deildinni, sjö sigra og eitt tap. Miami Dolphins og Dallas Cowboys unnu bæði stórsigra og Carolina Panthers varð síðasta liðið í deildinni til að vinna leik. Jacksonville Jaguars er aftur á móti það lið sem er með lengstu lifandi sigurgönguna en 20-10 sigur liðsins á Pittsburgh Steelers var fimmti sigur liðsins í röð. Minnesota Vikings vann sinn þriðja leik í röð, 24-10 sigur á Green Bay Packers, en hann var dýrkeyptur því leikstjórnandinn sleit hásin og verður ekki meira með á leiktíðinni. Úrslitin úr leikjum NFL-deildarinnar um helgina: Los Angeles Chargers - Chicago Bears 30-13 Arizona Cardinals - Baltimore Ravens 24-31 San Francisco 49ers - Cincinnati Bengals 17-31 Denver Broncos - Kansas City Chiefs 24-9 Seattle Seahawks - Cleveland Browns 24-20 Tennessee Titans - Atlanta Falcons 28-23 Carolina Panthers - Houston Texans 15-13 Pittsburgh Steelers - Jacksonville Jaguars 10-20 Dallas Cowboys - Los Angeles Rams 43-20 Green Bay Packers - Minnesota Vikings 10-24 Miami Dolphins - New England Patriots 31-17 Indianapolis Colts - New Orleans Saints 27-38 New York Giants - New York Jets 10-13 Washington Commanders - Philadelphia Eagles 31-38 Buffalo Bills - Tampa Bay Buccaneers 24-18 NFL Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sjá meira
Leikstjórnandinn Will Levis fékk loksins sitt fyrsta tækifæri með Tennessee Titans í gær en hann þurfti að bíða fram í áttundu viku til að fá að spila leik í deildinni. Levis vakti mikla athygli þegar hvert liðið á fætur öðru ákvað að velja hann ekki í nýliðavalinu en hann þurfti að upplifa þau vonbrigði með myndavélarnar á sér í græna herberginu. Á endanum voru það Titans sem veðjuðu á hann en þó ekki fyrr en í annarri umferð eða með 33. valréttinum. FOUR TDS FOR WILL LEVIS (via @NFL)pic.twitter.com/975RsY2HW4— ESPN (@espn) October 29, 2023 Levis hafði reyndar hneykslað suma með matarvenjum sínum en hann borðar banana með hýðinu og setur majónes út í kaffið sitt. Beið og beið Hann fékk ekki tækifæri fyrstu tvo mánuði tímabilsins en loksins kom það i leik á móti Atlanta Falcons þar sem aðalleikstjórnandi liðsins, Ryan Tannehill, gat ekki spilað vegna meiðsla. Levis átti fjórar snertimarkssendingar í leiknum þar af þrjá þeirra á DeAndre Hopkins. Hann var aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu NFL sem nær því í sínum fyrsta leik. Hopkins hafði ekki fundið sig nógu vel með Tannehill en græddi heldur betur á áhættusömum löngum sendingum frá Levis enda rötuðu þrjár þeirra á hann og skiluðu sér í snertimarki. "We've been saying we need to get [Hopkins] in the end zone... I said why not 3 times?" - Will Levis with @AmandaGuerraCBS after the @titans win pic.twitter.com/JlSUX21OvE— NFL on CBS (@NFLonCBS) October 29, 2023 Ekki gerst í 30 leikjum hjá Mahomes Þetta var aftur á móti skelfilegur dagur fyrir Patrick Mahomes og félaga í Kansas City Chiefs. Hann glímdi við veikindi og þetta var í fyrsta sinn í þrjátíu leikjum sem hann átti ekki snertimarkssendingu. Chiefs liðið náði sér ekki á strik og steinlá 24-9 á móti Denver Broncos. Denver hefur á stundum verið aðhlátursefni á leiktíðinni enda tapaði liðið meðal annars 70-20 fyrir Miami. Þetta var aftur á móti annars sigur liðsins í röð eftir sigur á Green Bay Packers í vikunni á undan. Before today's loss, Patrick Mahomes was 12-0 against the Broncos pic.twitter.com/Pf0Rx4Pik8— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 29, 2023 San Francisco 49ers vann fimm fyrstu fimm leiki sína en tapaði þriðja leik sínum í röð í gær og það á heimavelli. Liðið tapaði 31-17 á móti Cincinnati Bengals. Bengals byrjaði tímabilið mjög illa en hefur unnið þrjá síðustu leiki sína. Tap 49ers og 24-20 sigur Seattle Seahawks á Cleveland Browns þýddi að Seattle hoppaði upp fyrir San Francisco liðið í vesturriðli Þjóðardeildarinnar. Ernirnir einir með besta árangurinn í deildinni Philadelphia Eagles vann sinn sjöunda leik, nú 38-31 á Washington Commanders, og er nú liðið með besta árangurinn í deildinni, sjö sigra og eitt tap. Miami Dolphins og Dallas Cowboys unnu bæði stórsigra og Carolina Panthers varð síðasta liðið í deildinni til að vinna leik. Jacksonville Jaguars er aftur á móti það lið sem er með lengstu lifandi sigurgönguna en 20-10 sigur liðsins á Pittsburgh Steelers var fimmti sigur liðsins í röð. Minnesota Vikings vann sinn þriðja leik í röð, 24-10 sigur á Green Bay Packers, en hann var dýrkeyptur því leikstjórnandinn sleit hásin og verður ekki meira með á leiktíðinni. Úrslitin úr leikjum NFL-deildarinnar um helgina: Los Angeles Chargers - Chicago Bears 30-13 Arizona Cardinals - Baltimore Ravens 24-31 San Francisco 49ers - Cincinnati Bengals 17-31 Denver Broncos - Kansas City Chiefs 24-9 Seattle Seahawks - Cleveland Browns 24-20 Tennessee Titans - Atlanta Falcons 28-23 Carolina Panthers - Houston Texans 15-13 Pittsburgh Steelers - Jacksonville Jaguars 10-20 Dallas Cowboys - Los Angeles Rams 43-20 Green Bay Packers - Minnesota Vikings 10-24 Miami Dolphins - New England Patriots 31-17 Indianapolis Colts - New Orleans Saints 27-38 New York Giants - New York Jets 10-13 Washington Commanders - Philadelphia Eagles 31-38 Buffalo Bills - Tampa Bay Buccaneers 24-18
Úrslitin úr leikjum NFL-deildarinnar um helgina: Los Angeles Chargers - Chicago Bears 30-13 Arizona Cardinals - Baltimore Ravens 24-31 San Francisco 49ers - Cincinnati Bengals 17-31 Denver Broncos - Kansas City Chiefs 24-9 Seattle Seahawks - Cleveland Browns 24-20 Tennessee Titans - Atlanta Falcons 28-23 Carolina Panthers - Houston Texans 15-13 Pittsburgh Steelers - Jacksonville Jaguars 10-20 Dallas Cowboys - Los Angeles Rams 43-20 Green Bay Packers - Minnesota Vikings 10-24 Miami Dolphins - New England Patriots 31-17 Indianapolis Colts - New Orleans Saints 27-38 New York Giants - New York Jets 10-13 Washington Commanders - Philadelphia Eagles 31-38 Buffalo Bills - Tampa Bay Buccaneers 24-18
NFL Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sjá meira