Skilur ekki stjórnmálafólk sem horfi upp á ástandið í samfélaginu Árni Sæberg skrifar 30. október 2023 12:27 Vilhjálmur Birgisson er formaður SGS. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir að helsta niðurstaða þings SGS, sem lauk á föstudag, hafi verið að ganga til kjarasamninga með það að markmiði að semja í anda lífskjarasamningsins svokallaða. Þá segist hann ekki skilja stjórnmálafólk sem hafi lítinn áhuga á því ástandi sem ríkir í samfélaginu. Vilhjálmur Birgisson hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í formannskjöri á þingi SGS, sem haldið var í síðustu viku. Hann var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun og sagði að ýmsar mikilvægar ályktanir hafi verið samþykktar á þinginu. „Það skiptir alveg höfuðmáli í komandi kjarasamningum, og það var þema þessa þings, að aðkoma ríkis og sveitarfélaga, og jafnvel verslunar og þjónustu, að þessum samningum sem við erum, að ráðast í núna, þarf að vera umtalsverð. Það var niðurstaðan okkar á þinginu að við viljum semja í anda lífskjarasamningana sem við gerðum árið 2019.“ Vill breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Þá hafi aðkoma stjórnvalda verið umtalsverð, til dæmis hafi þau stutt kjarasamningana um áttatíu milljarða og sveitarfélög skuldbundið sig til þess að hækkja gjaldskrár ekki meira en 2,5 prósent. „Þannig að okkur tókst að hækka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara beinum launahækkunum. En nota bene, staðan þá miðað við það sem er núna, þá voru stýrivextir í 4,5 prósentum, þeir eru í 9,25 prósent núna. Verðbólgan var í 4,5 prósent minnir mig en er átta prósent núna. Núna er krafan okkar með þeim hætti að við krefjumst þess að hér verði tekið upp heilbrigt og eðlilegt húsnæðislánakerfi.“ Þá segir hann að SGS muni krefjast þess að Landsbankanum verði breytt í svokallaðan samfélagsbanka. Það þýði til að mynda að arðemiskrafa bankans yrði lækkuð, en hún sé í dag á bilinu tólf til fjórtán prósent. Einn af hverjum þremur með yfirdrátt Vilhjálmur segir þó að hingað til hafi lítill sem enginn pólitískur vilji verið til þessa. „Ég skil í raun og veru ekki stjórnmálamenn sem sitja á hinu háa Alþingi, og líka stjórnvöld, sem horfa upp á það ástand sem ríkir í íslensku samfélagi. Sem dæmi þá eru 35 prósent félagsmanna Starfsgreinasamband Íslands með yfirdráttarlán samkvæmt Vörðu, sem er rannsóknarstofnun aðila vinnumarkaðsins. Þeir gerðu rannsókn fyrir okkur og þar kom fram að upp undir 35 prósent félagsmanna eru nauðbeygðir til framfleyta sér á sautján prósent yfirdrætti,“ segir hann. Viðtal við Vilhjálm má heyra í heild sinni hér að neðan: Kjaramál Bítið Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í formannskjöri á þingi SGS, sem haldið var í síðustu viku. Hann var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun og sagði að ýmsar mikilvægar ályktanir hafi verið samþykktar á þinginu. „Það skiptir alveg höfuðmáli í komandi kjarasamningum, og það var þema þessa þings, að aðkoma ríkis og sveitarfélaga, og jafnvel verslunar og þjónustu, að þessum samningum sem við erum, að ráðast í núna, þarf að vera umtalsverð. Það var niðurstaðan okkar á þinginu að við viljum semja í anda lífskjarasamningana sem við gerðum árið 2019.“ Vill breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Þá hafi aðkoma stjórnvalda verið umtalsverð, til dæmis hafi þau stutt kjarasamningana um áttatíu milljarða og sveitarfélög skuldbundið sig til þess að hækkja gjaldskrár ekki meira en 2,5 prósent. „Þannig að okkur tókst að hækka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara beinum launahækkunum. En nota bene, staðan þá miðað við það sem er núna, þá voru stýrivextir í 4,5 prósentum, þeir eru í 9,25 prósent núna. Verðbólgan var í 4,5 prósent minnir mig en er átta prósent núna. Núna er krafan okkar með þeim hætti að við krefjumst þess að hér verði tekið upp heilbrigt og eðlilegt húsnæðislánakerfi.“ Þá segir hann að SGS muni krefjast þess að Landsbankanum verði breytt í svokallaðan samfélagsbanka. Það þýði til að mynda að arðemiskrafa bankans yrði lækkuð, en hún sé í dag á bilinu tólf til fjórtán prósent. Einn af hverjum þremur með yfirdrátt Vilhjálmur segir þó að hingað til hafi lítill sem enginn pólitískur vilji verið til þessa. „Ég skil í raun og veru ekki stjórnmálamenn sem sitja á hinu háa Alþingi, og líka stjórnvöld, sem horfa upp á það ástand sem ríkir í íslensku samfélagi. Sem dæmi þá eru 35 prósent félagsmanna Starfsgreinasamband Íslands með yfirdráttarlán samkvæmt Vörðu, sem er rannsóknarstofnun aðila vinnumarkaðsins. Þeir gerðu rannsókn fyrir okkur og þar kom fram að upp undir 35 prósent félagsmanna eru nauðbeygðir til framfleyta sér á sautján prósent yfirdrætti,“ segir hann. Viðtal við Vilhjálm má heyra í heild sinni hér að neðan:
Kjaramál Bítið Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira