KFUM og KFUK leita til reynslubolta í sálgæslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2023 15:04 Höfuðstöðvar KFUM og KFUK við Holtaveg. KFUM og KFUK Kristilegu félagasamtökin KFUM og KFUK hafa fengið félagsráðgjafa og prest til að taka við reynslusögum þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda samtakanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. Fjöldi barna um allt land tekur þátt í starfi KFUM og KFUK og njóta sumarbúðir samtakanna mikilla vinsælda. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir frá því í nýrri bók sinni um séra Friðrik að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Töluverð umræða hefur spunnist um séra Friðrik í framhaldinu en hann lést á sjöunda áratug síðustu aldar. Til umræðu er að færa styttu af honum úr Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur. Í yfirlýsingu KFUM og KFUK segir að samtökin vilji opna leið fyrir þá eða þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks, eða hafi beinar heimildir um slíkt til dæmis frá nánum ættingja til að koma fram með þá reynslu sína. „Þekking samtímans segir okkur hve mikilvægt það er fyrir velferð þeirra einstaklinga sem í hlut eiga að bera ekki slíkar byrðar í hjarta sér. Forysta KFUM og KFUK hefur leitað til þeirra Sigrúnar Júlíusdóttur félagsráðgjafa og Bjarna Karlssonar prests um að taka á móti sögum þolenda,“ segir í yfirlýsingunni. Þau hafi langa reynslu af sálgæslu og vinnu með þolendum að úrlausn sinna mála. „Bjarni þekkir jafnframt til starfs félaganna án þess að hafa gegnt neinni trúnaðarstöðu innan þeirra. Fyllsta trúnaðar verður gætt við þau sem til þeirra leita. Þolendum býðst jafnframt áfram að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sé það þeim auðveldara.“ KFUM og KFUK, Valur og þau félög önnur sem kennt hafa sig við séra Friðrik séu fjöldahreyfing fólks sem upplifi nú sorg. „Eins og fram hefur komið vilja fyrrgreind félög horfast í augu við sögu sína, hversu sár sem hún kann að reynast. Hluti af því er að stuðla að því sannleikurinn komi upp á yfirborðið, meðal annars svo hægt sé að biðja brotaþola afsökunar.“ Hægt sé að hafa samband við Sigrúnu í gegnum netfangið sigjul@hi.is eða í síma 891 7638 og við Bjarna í gegnum netfangið bjarni@hafsal.is eða í síma 820 8865. Yfirlýsing frá KFUM og KFUK KFUM og KFUK vilja opna leið fyrir þá eða þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks (eða hafa beinar heimildir um slíkt t.d. frá nánum ættingja) til að koma fram með þá reynslu sína. Þekking samtímans segir okkur hve mikilvægt það er fyrir velferð þeirra einstaklinga sem í hlut eiga að bera ekki slíkar byrðar í hjarta sér. Forysta KFUM og KFUK hefur leitað til þeirra Sigrúnar Júlíusdóttur félagsráðgjafa og Bjarna Karlssonar prests um að taka á móti sögum þolenda. Þau hafa langa reynslu af sálgæslu og af vinnu með þolendum að úrlausn sinna mála. Bjarni þekkir jafnframt til starfs félaganna án þess að hafa gegnt neinni trúnaðarstöðu innan þeirra. Fyllsta trúnaðar verður gætt við þau sem til þeirra leita. Þolendum býðst jafnframt áfram að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sé það þeim auðveldara. KFUM og KFUK, Valur og þau félög önnur sem kennt hafa sig við sr. Friðrik eru fjöldahreyfing fólks sem upplifir nú sorg. Eins og fram hefur komið vilja fyrrgreind félög horfast í augu við sögu sína, hversu sár sem hún kann að reynast. Hluti af því er að stuðla að því sannleikurinn komi upp á yfirborðið, meðal annars svo hægt sé að biðja brotaþola afsökunar. Hægt er að hafa samband við Sigrúnu í gegnum netfangið sigjul@hi.is eða í síma 891 7638 og við Bjarna í gegnum netfangið bjarni@hafsal.is eða í síma 820 8865. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Félagasamtök Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. Fjöldi barna um allt land tekur þátt í starfi KFUM og KFUK og njóta sumarbúðir samtakanna mikilla vinsælda. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir frá því í nýrri bók sinni um séra Friðrik að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Töluverð umræða hefur spunnist um séra Friðrik í framhaldinu en hann lést á sjöunda áratug síðustu aldar. Til umræðu er að færa styttu af honum úr Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur. Í yfirlýsingu KFUM og KFUK segir að samtökin vilji opna leið fyrir þá eða þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks, eða hafi beinar heimildir um slíkt til dæmis frá nánum ættingja til að koma fram með þá reynslu sína. „Þekking samtímans segir okkur hve mikilvægt það er fyrir velferð þeirra einstaklinga sem í hlut eiga að bera ekki slíkar byrðar í hjarta sér. Forysta KFUM og KFUK hefur leitað til þeirra Sigrúnar Júlíusdóttur félagsráðgjafa og Bjarna Karlssonar prests um að taka á móti sögum þolenda,“ segir í yfirlýsingunni. Þau hafi langa reynslu af sálgæslu og vinnu með þolendum að úrlausn sinna mála. „Bjarni þekkir jafnframt til starfs félaganna án þess að hafa gegnt neinni trúnaðarstöðu innan þeirra. Fyllsta trúnaðar verður gætt við þau sem til þeirra leita. Þolendum býðst jafnframt áfram að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sé það þeim auðveldara.“ KFUM og KFUK, Valur og þau félög önnur sem kennt hafa sig við séra Friðrik séu fjöldahreyfing fólks sem upplifi nú sorg. „Eins og fram hefur komið vilja fyrrgreind félög horfast í augu við sögu sína, hversu sár sem hún kann að reynast. Hluti af því er að stuðla að því sannleikurinn komi upp á yfirborðið, meðal annars svo hægt sé að biðja brotaþola afsökunar.“ Hægt sé að hafa samband við Sigrúnu í gegnum netfangið sigjul@hi.is eða í síma 891 7638 og við Bjarna í gegnum netfangið bjarni@hafsal.is eða í síma 820 8865. Yfirlýsing frá KFUM og KFUK KFUM og KFUK vilja opna leið fyrir þá eða þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks (eða hafa beinar heimildir um slíkt t.d. frá nánum ættingja) til að koma fram með þá reynslu sína. Þekking samtímans segir okkur hve mikilvægt það er fyrir velferð þeirra einstaklinga sem í hlut eiga að bera ekki slíkar byrðar í hjarta sér. Forysta KFUM og KFUK hefur leitað til þeirra Sigrúnar Júlíusdóttur félagsráðgjafa og Bjarna Karlssonar prests um að taka á móti sögum þolenda. Þau hafa langa reynslu af sálgæslu og af vinnu með þolendum að úrlausn sinna mála. Bjarni þekkir jafnframt til starfs félaganna án þess að hafa gegnt neinni trúnaðarstöðu innan þeirra. Fyllsta trúnaðar verður gætt við þau sem til þeirra leita. Þolendum býðst jafnframt áfram að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sé það þeim auðveldara. KFUM og KFUK, Valur og þau félög önnur sem kennt hafa sig við sr. Friðrik eru fjöldahreyfing fólks sem upplifir nú sorg. Eins og fram hefur komið vilja fyrrgreind félög horfast í augu við sögu sína, hversu sár sem hún kann að reynast. Hluti af því er að stuðla að því sannleikurinn komi upp á yfirborðið, meðal annars svo hægt sé að biðja brotaþola afsökunar. Hægt er að hafa samband við Sigrúnu í gegnum netfangið sigjul@hi.is eða í síma 891 7638 og við Bjarna í gegnum netfangið bjarni@hafsal.is eða í síma 820 8865.
Yfirlýsing frá KFUM og KFUK KFUM og KFUK vilja opna leið fyrir þá eða þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks (eða hafa beinar heimildir um slíkt t.d. frá nánum ættingja) til að koma fram með þá reynslu sína. Þekking samtímans segir okkur hve mikilvægt það er fyrir velferð þeirra einstaklinga sem í hlut eiga að bera ekki slíkar byrðar í hjarta sér. Forysta KFUM og KFUK hefur leitað til þeirra Sigrúnar Júlíusdóttur félagsráðgjafa og Bjarna Karlssonar prests um að taka á móti sögum þolenda. Þau hafa langa reynslu af sálgæslu og af vinnu með þolendum að úrlausn sinna mála. Bjarni þekkir jafnframt til starfs félaganna án þess að hafa gegnt neinni trúnaðarstöðu innan þeirra. Fyllsta trúnaðar verður gætt við þau sem til þeirra leita. Þolendum býðst jafnframt áfram að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sé það þeim auðveldara. KFUM og KFUK, Valur og þau félög önnur sem kennt hafa sig við sr. Friðrik eru fjöldahreyfing fólks sem upplifir nú sorg. Eins og fram hefur komið vilja fyrrgreind félög horfast í augu við sögu sína, hversu sár sem hún kann að reynast. Hluti af því er að stuðla að því sannleikurinn komi upp á yfirborðið, meðal annars svo hægt sé að biðja brotaþola afsökunar. Hægt er að hafa samband við Sigrúnu í gegnum netfangið sigjul@hi.is eða í síma 891 7638 og við Bjarna í gegnum netfangið bjarni@hafsal.is eða í síma 820 8865.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Félagasamtök Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira