Hver eru samfélagsleg áhrif skemmtiferðaskipa? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar 1. nóvember 2023 07:31 Fagmennska er leiðarljós þeirra sem starfa innan ferðaþjónustunnar og árangurinn sýnir að ferðaþjónustan býr yfir þeirri hæfni sem þarf til að standast væntingar ferðamanna eða fara fram úr þeim. Eftir hápunkt sumarsins hefur eitthvað borið á því að stöku áhrifamenn í íslenskri ferðaþjónustu grípi til hugtaksins troðningstúrisma en það er sértaklega slæmt vegna þess að slíkur málflutningur er mjög skaðlegur fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni. Enn verra er ef slíkur málflutningur er tengdur við eingöngu þau 13% erlendra ferðamanna á Íslandi sem koma með skemmtiferðaskipum. Hvað komur skemmtiferðaskipa til Íslands varðar var sumarið í ár um flest mjög farsælt. Farþegar skemmtiferðaskipa hafa stutta viðdvöl víðs vegar um landsbyggðina og er dvöl þeirra yfirleitt skipulögð tvö ár fram í tímann, sem hefur jafnan í för með sér minna álag á innviði en önnur ferðaþjónusta þar sem fyrirsjáanleikinn er mikill. Engir áberandi hnökrar hafa orðið í þjónustunni við skemmtiferðaskipin og innviðir íslensks atvinnulífs, sem þola álagið vel, hafa verið vel nýttir í sumar svo fátt eitt sé nefnt. Sem áfangastaður hefur Ísland raðað sér í efstu sætin af öllum löndum heimsins á meðal farþega ýmissa útgerða. Árið er þegar orðið annað stærsta ferðamannasumar Íslands, aðeins 2018 er stærra. Ferðaþjónustan, umfram aðrar atvinnugreinar, er grundvöllur að uppbyggingu á landsbyggðinni, fjölbreyttum afþreyingarkostum á byggðum bólum og kaupgetu þjóðarinnar. Sé vilji innan ferðaþjónustunnar og á meðal þjóðarinnar að takmarka aðgengi að ferðamannastöðum til að draga úr álagi liggur fyrir að aðgengi ferðalanga verður skert með tilheyrandi tekjuskerðingu fyrirtækjanna, og kjaraskerðingu landsmanna. Með jafnræðisregluna að leiðarljósi mun einu gilda hvort ferðamaður kemur til landsins með skipi eða flugi – aðgengi yrði skert almennt. Verði takmarkanir valdar munu framboð og eftirspurn vonandi ráða. Viðhorf gagnvart skemmtiferðaskipum Ferðaþjónustan, sem þverfagleg atvinnugrein, leggur áherslu á samhæfingu og skilvirkni og starfar í samvinnu við hagaðila. Ferðaþjónustan er enn að slíta barnskónum í þessu tilliti. Hér mætti málaflokkurinn til dæmis hafa meira vægi í stjórnsýslunni vegna mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðina. Í ferðaþjónustu felast margvísleg tækifæri enda er hún helsta undirstöðu atvinnugrein landsins sem að auki er ekki stýrt af örfáum voldugum fyrirtækjum í fákeppnisumhverfi. Á sama tíma er reynt að huga að jafnvægi og sjálfbærni og þess gætt að náttúrunni okkar og menningarverðmætum sé ekki fórnað. Megintilgangur íslenskrar ferðaþjónustu er að stuðla að bættum lífskjörum og aukinni hagsæld og að vera þekkt fyrir gæði, fagmennsku og einstaka upplifun þeirra sem hennar njóta. Í ferðaþjónustu verður að horfa til þess að leiðrétta rangar upplýsingar og stuðla að því að fólk þekki hvað ferðaþjónustan er stór hluti af þeim kjörum sem landsmenn búa við. Best væri að aðilar innan ferðaþjónustunnar tækju samtalið og að stefna og sýn allra væri í sömu átt. Öll viljum við að Ísland, innviðir þess og efnahagslíf, sé í forgrunni og hagsmunir ferðaþjónustunnar séu samrýmanlegir hagsmunum þjóðarinnar. Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif þjónustu við skemmtiferðaskip og farþega þeirra er þarft umræðuefni í þessu tilliti. Útgerðir skemmtiferðaskipa hafa ekki sett sig á móti gjaldtöku á borð við gistináttaskatt, svo lengi sem skatturinn sé lagður á jafnt, sé hóflegur og lagður á með að lágmarki tveggja ára fyrirvara. Nauðsynlegt er að hafa hugfast að álag á innviði er mismunandi eftir gistimöguleikum og að eðlilegt sé að miða gjaldtöku við það. Skemmtiferðaskip koma ekki til landsins nema innviðir séu til taks til að taka á móti ferðamönnum. Þeir ferðamenn sem koma með skemmtiferðaskipum ferðast að auki um landið með minna álagi á hringveginn en aðrir ferðamenn og mæta á staði þar sem koma þeirra hefur verið bókuð með allt að tveggja ára fyrirvara, eins og áður segir. Áhrif þessara 13% sem koma með þessum skipulega hætti til landsins eru án nokkurs vafa minni en áhrif hinna 87%. Ferðaþjónusta hefur mikið efnahagslegt mikilvægi á Íslandi áður hefur verið greint frá því að skemmtiferðaskipin eru þar engin undantekning, þau skapa störf og skila tekjum til samfélagsins. Áætlaðar beinar tekjur fyrirtækja á Akureyri vegna skemmtiferðaskipa árið 2023 eru um sjö til tíu milljarðar og skýrt dæmi um hlutverk skemmtiferðaskipa í dreifingu tekna af ferðamönnum um landið. Sveitarfélög fá í gegnum hafnir sínar um fjóra milljarða í tekjur af hafnar- og þjónustugjöldum í ár og í fjárlagafrumvarpinu 2024 kemur enn fremur fram að gistináttaskattur verði tekinn aftur upp, m.a. á skemmtiferðaskipin þótt vonandi verði gefið færi á að bregðast við því með nægum fyrirvara. Skipaumboðsmenn sjá um að þjónusta skipin, annast samskipti við hafnir, opinbera aðila og innlenda birgja, sem sjá um að selja íslensk aðföng um borð í skipin, t.d. ferskan fisk. Ferðaþjónustuaðilar, rútufyrirtæki og leiðsögumenn skipuleggja ferðir fyrir skipafélögin og koma ferðamönnum á leiðarenda undir leiðsögn og þar á meðal eru söfn, veitingastaðir, hvalaskoðunarfyrirtæki og ferðamannastaðir. Þá annast aðrir þjónustuaðilar viðgerðir á ýmiss konar búnaði. Það er skilvirkt skipulag í kringum komu skemmtiferðaskipa til að annast farþega þeirra bæði á sjó sem og á landi og má segja að það sé einstakt í íslenskri ferðaþjónustu. Meðaleyðsla þessara ferðalanga samkvæmt Cruise Lines International Association er 660 evrur ef miðað er við sjö daga siglingu. Þetta eru umtalsverðar fjárhæðir. Skemmtiferðaskipa hagur hótela og flugfélaga Ferðamenn sem kynnast Íslandi í fyrsta sinn með komu sinni á skemmtiferðaskipi eru sérstaklega mikilvægir fyrir framtíð íslenskrar ferðaþjónustu þar sem rannsóknir sýna að farþegar skemmtiferðaskipa koma aftur til lengri dvalar í landi og þá í gegnum hefðbundna ferðaþjónustu, þ.e. flug, hótel og bílaleigubíl. Skiptifarþegum hefur einnig farið fjölgandi en þeir nýta sér hótel og flug, annað hvort þegar þeir koma til landsins eða fara frá því. Fjöldi skiptifarþega sumarsins 2023 fyllti 850 flugvélar. Sem helsta undirstöðuatvinnugrein landsins er æskilegt að umgjörð ferðaþjónustu sé stöðug og geri ráð fyrir fjölbreytni ásamt því að öll fyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustu hafi hagsmuni af því að sátt ríki um þessa helstu gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Tímamót í sjálfbærnivegferð skemmtiferðaskipa Þá má einnig líta til þeirrar vegferðar sem skemmtiferðaskipin eru á en hún snýr að orkuskiptum, m.a. við hafnirnar. Það eru tímamót í sjálfbærni innan ferðaþjónustunnar þegar skemmtiferðaskip leggjast við hafnarbakka og tengjast rafmagni hafnarinnar, núna síðast með nýrri tengingu í Reykjavíkurhöfn. Áður hafði verið sett upp landtenging í Hafnarfirði og fleiri hafnir munu feta sömu leið. Gjaldskrá hefur verið tekin upp þannig að þau skemmtiferðaskip sem koma að höfninni og menga minna fá afslátt. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var viðstaddur fyrstu landtenginguna í Reykjavík og talaði um mikilvægi þess að ferðaþjónustulandið Ísland byggi upp græna innviði til að þjónusta ferðamenn. Sagði innviðaráðherra að það skref sem Faxaflóahafnir væru að stíga með fyrstu landtengingu fyrir skemmtiferðaskip við Faxagarð sé stórt og vonaðist hann til þess að fleiri hafnir fetuðu í fótspor Faxaflóahafna og styddu þannig við grænni siglingar skemmtiferðaskipa í kringum landið. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafna, var einnig viðstödd og sagði af þessu tilefni að um gleðidag væri að ræða, enda væru bætt loftgæði í borginni eitt mikilvægasta verkefni samfélagsins til að draga úr mengun. Hún talaði einnig um að Faxaflóahafnir væri með skýra stefnu í loftslagsmálum og að leiðin væri löng en vörðuð litlum skrefum sem þessum. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér að innan tíu ára komi stór hluti ferðamanna sem heimsækir Ísland til landsins með sjálfbærari hætti en nú, með fjölorku skemmtiferðaskipum sem landtengjast hringinn í kringum landið. Vonandi sjáum við slíka þróun víðar og berum gæfu til að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Höfundur er talsmaður Cruise Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fagmennska er leiðarljós þeirra sem starfa innan ferðaþjónustunnar og árangurinn sýnir að ferðaþjónustan býr yfir þeirri hæfni sem þarf til að standast væntingar ferðamanna eða fara fram úr þeim. Eftir hápunkt sumarsins hefur eitthvað borið á því að stöku áhrifamenn í íslenskri ferðaþjónustu grípi til hugtaksins troðningstúrisma en það er sértaklega slæmt vegna þess að slíkur málflutningur er mjög skaðlegur fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni. Enn verra er ef slíkur málflutningur er tengdur við eingöngu þau 13% erlendra ferðamanna á Íslandi sem koma með skemmtiferðaskipum. Hvað komur skemmtiferðaskipa til Íslands varðar var sumarið í ár um flest mjög farsælt. Farþegar skemmtiferðaskipa hafa stutta viðdvöl víðs vegar um landsbyggðina og er dvöl þeirra yfirleitt skipulögð tvö ár fram í tímann, sem hefur jafnan í för með sér minna álag á innviði en önnur ferðaþjónusta þar sem fyrirsjáanleikinn er mikill. Engir áberandi hnökrar hafa orðið í þjónustunni við skemmtiferðaskipin og innviðir íslensks atvinnulífs, sem þola álagið vel, hafa verið vel nýttir í sumar svo fátt eitt sé nefnt. Sem áfangastaður hefur Ísland raðað sér í efstu sætin af öllum löndum heimsins á meðal farþega ýmissa útgerða. Árið er þegar orðið annað stærsta ferðamannasumar Íslands, aðeins 2018 er stærra. Ferðaþjónustan, umfram aðrar atvinnugreinar, er grundvöllur að uppbyggingu á landsbyggðinni, fjölbreyttum afþreyingarkostum á byggðum bólum og kaupgetu þjóðarinnar. Sé vilji innan ferðaþjónustunnar og á meðal þjóðarinnar að takmarka aðgengi að ferðamannastöðum til að draga úr álagi liggur fyrir að aðgengi ferðalanga verður skert með tilheyrandi tekjuskerðingu fyrirtækjanna, og kjaraskerðingu landsmanna. Með jafnræðisregluna að leiðarljósi mun einu gilda hvort ferðamaður kemur til landsins með skipi eða flugi – aðgengi yrði skert almennt. Verði takmarkanir valdar munu framboð og eftirspurn vonandi ráða. Viðhorf gagnvart skemmtiferðaskipum Ferðaþjónustan, sem þverfagleg atvinnugrein, leggur áherslu á samhæfingu og skilvirkni og starfar í samvinnu við hagaðila. Ferðaþjónustan er enn að slíta barnskónum í þessu tilliti. Hér mætti málaflokkurinn til dæmis hafa meira vægi í stjórnsýslunni vegna mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðina. Í ferðaþjónustu felast margvísleg tækifæri enda er hún helsta undirstöðu atvinnugrein landsins sem að auki er ekki stýrt af örfáum voldugum fyrirtækjum í fákeppnisumhverfi. Á sama tíma er reynt að huga að jafnvægi og sjálfbærni og þess gætt að náttúrunni okkar og menningarverðmætum sé ekki fórnað. Megintilgangur íslenskrar ferðaþjónustu er að stuðla að bættum lífskjörum og aukinni hagsæld og að vera þekkt fyrir gæði, fagmennsku og einstaka upplifun þeirra sem hennar njóta. Í ferðaþjónustu verður að horfa til þess að leiðrétta rangar upplýsingar og stuðla að því að fólk þekki hvað ferðaþjónustan er stór hluti af þeim kjörum sem landsmenn búa við. Best væri að aðilar innan ferðaþjónustunnar tækju samtalið og að stefna og sýn allra væri í sömu átt. Öll viljum við að Ísland, innviðir þess og efnahagslíf, sé í forgrunni og hagsmunir ferðaþjónustunnar séu samrýmanlegir hagsmunum þjóðarinnar. Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif þjónustu við skemmtiferðaskip og farþega þeirra er þarft umræðuefni í þessu tilliti. Útgerðir skemmtiferðaskipa hafa ekki sett sig á móti gjaldtöku á borð við gistináttaskatt, svo lengi sem skatturinn sé lagður á jafnt, sé hóflegur og lagður á með að lágmarki tveggja ára fyrirvara. Nauðsynlegt er að hafa hugfast að álag á innviði er mismunandi eftir gistimöguleikum og að eðlilegt sé að miða gjaldtöku við það. Skemmtiferðaskip koma ekki til landsins nema innviðir séu til taks til að taka á móti ferðamönnum. Þeir ferðamenn sem koma með skemmtiferðaskipum ferðast að auki um landið með minna álagi á hringveginn en aðrir ferðamenn og mæta á staði þar sem koma þeirra hefur verið bókuð með allt að tveggja ára fyrirvara, eins og áður segir. Áhrif þessara 13% sem koma með þessum skipulega hætti til landsins eru án nokkurs vafa minni en áhrif hinna 87%. Ferðaþjónusta hefur mikið efnahagslegt mikilvægi á Íslandi áður hefur verið greint frá því að skemmtiferðaskipin eru þar engin undantekning, þau skapa störf og skila tekjum til samfélagsins. Áætlaðar beinar tekjur fyrirtækja á Akureyri vegna skemmtiferðaskipa árið 2023 eru um sjö til tíu milljarðar og skýrt dæmi um hlutverk skemmtiferðaskipa í dreifingu tekna af ferðamönnum um landið. Sveitarfélög fá í gegnum hafnir sínar um fjóra milljarða í tekjur af hafnar- og þjónustugjöldum í ár og í fjárlagafrumvarpinu 2024 kemur enn fremur fram að gistináttaskattur verði tekinn aftur upp, m.a. á skemmtiferðaskipin þótt vonandi verði gefið færi á að bregðast við því með nægum fyrirvara. Skipaumboðsmenn sjá um að þjónusta skipin, annast samskipti við hafnir, opinbera aðila og innlenda birgja, sem sjá um að selja íslensk aðföng um borð í skipin, t.d. ferskan fisk. Ferðaþjónustuaðilar, rútufyrirtæki og leiðsögumenn skipuleggja ferðir fyrir skipafélögin og koma ferðamönnum á leiðarenda undir leiðsögn og þar á meðal eru söfn, veitingastaðir, hvalaskoðunarfyrirtæki og ferðamannastaðir. Þá annast aðrir þjónustuaðilar viðgerðir á ýmiss konar búnaði. Það er skilvirkt skipulag í kringum komu skemmtiferðaskipa til að annast farþega þeirra bæði á sjó sem og á landi og má segja að það sé einstakt í íslenskri ferðaþjónustu. Meðaleyðsla þessara ferðalanga samkvæmt Cruise Lines International Association er 660 evrur ef miðað er við sjö daga siglingu. Þetta eru umtalsverðar fjárhæðir. Skemmtiferðaskipa hagur hótela og flugfélaga Ferðamenn sem kynnast Íslandi í fyrsta sinn með komu sinni á skemmtiferðaskipi eru sérstaklega mikilvægir fyrir framtíð íslenskrar ferðaþjónustu þar sem rannsóknir sýna að farþegar skemmtiferðaskipa koma aftur til lengri dvalar í landi og þá í gegnum hefðbundna ferðaþjónustu, þ.e. flug, hótel og bílaleigubíl. Skiptifarþegum hefur einnig farið fjölgandi en þeir nýta sér hótel og flug, annað hvort þegar þeir koma til landsins eða fara frá því. Fjöldi skiptifarþega sumarsins 2023 fyllti 850 flugvélar. Sem helsta undirstöðuatvinnugrein landsins er æskilegt að umgjörð ferðaþjónustu sé stöðug og geri ráð fyrir fjölbreytni ásamt því að öll fyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustu hafi hagsmuni af því að sátt ríki um þessa helstu gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Tímamót í sjálfbærnivegferð skemmtiferðaskipa Þá má einnig líta til þeirrar vegferðar sem skemmtiferðaskipin eru á en hún snýr að orkuskiptum, m.a. við hafnirnar. Það eru tímamót í sjálfbærni innan ferðaþjónustunnar þegar skemmtiferðaskip leggjast við hafnarbakka og tengjast rafmagni hafnarinnar, núna síðast með nýrri tengingu í Reykjavíkurhöfn. Áður hafði verið sett upp landtenging í Hafnarfirði og fleiri hafnir munu feta sömu leið. Gjaldskrá hefur verið tekin upp þannig að þau skemmtiferðaskip sem koma að höfninni og menga minna fá afslátt. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var viðstaddur fyrstu landtenginguna í Reykjavík og talaði um mikilvægi þess að ferðaþjónustulandið Ísland byggi upp græna innviði til að þjónusta ferðamenn. Sagði innviðaráðherra að það skref sem Faxaflóahafnir væru að stíga með fyrstu landtengingu fyrir skemmtiferðaskip við Faxagarð sé stórt og vonaðist hann til þess að fleiri hafnir fetuðu í fótspor Faxaflóahafna og styddu þannig við grænni siglingar skemmtiferðaskipa í kringum landið. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafna, var einnig viðstödd og sagði af þessu tilefni að um gleðidag væri að ræða, enda væru bætt loftgæði í borginni eitt mikilvægasta verkefni samfélagsins til að draga úr mengun. Hún talaði einnig um að Faxaflóahafnir væri með skýra stefnu í loftslagsmálum og að leiðin væri löng en vörðuð litlum skrefum sem þessum. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér að innan tíu ára komi stór hluti ferðamanna sem heimsækir Ísland til landsins með sjálfbærari hætti en nú, með fjölorku skemmtiferðaskipum sem landtengjast hringinn í kringum landið. Vonandi sjáum við slíka þróun víðar og berum gæfu til að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Höfundur er talsmaður Cruise Iceland.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun