Mikilvægt að finna sjálfstraustið sem týndist á unglingsárunum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2023 17:00 Silja Rós var að senda frá sér lagið Honey. Gunnlöð Jóna Tónlistarkonan Silja Rós var að senda frá sér lagið Honey sem var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. Hér má heyra lagið: Klippa: Silja Rós - Honey Silja vinnur nú að sinni þriðju plötu sem er væntanleg næsta vor en Honey er þriðja lag plötunnar. „Lagið varð til í Kaupmannahöfn þegar ég var að gramsa í skúffu lögunum mínum. Þar fann ég lag sem ég hafði samið þegar ég var 16 ára og mér hafði alltaf þótt vænt um og ég sótti innblástur í það þegar ég samdi Honey. Það má því segja að ég sé að gefa þetta lag út fyrir 16 ára Silju, sem er í takt í plötuna en þegar ég var að semja lög plötunnar sótti ég innblástur víða m.a. í gamlar dagbækur.“ Aðspurð hvernig það hafi verið að líta til baka til 16 ára Silju svarar hún: „Það var mjög fallegt, það eru til svo margar ósagðar sögur úr fortíðinni sem er heilandi að rannsaka aftur og sjá hvernig þær mótuðu mann eða höfðu áhrif á mann.“ Silja myndi gefa 16 ára sér ráð um að þora að taka meira pláss.Gunnlöð Jóna Ef Silja gæti gefið 16 ára sjálfri sér ráð væri það eftirfarandi: „Kannski helst að trúa meira á sig og þora að taka pláss án þess að óttast skoðanir annarra. Ég áttaði mig heldur ekki á þeim tíma hvað ég átti eftir að vinna mikið í sjálfri mér. Maður er sem betur fer bara alltaf að læra og vaxa. Ég hef alltaf verið góð í að fylgja innsæinu mínu og ástríðunni. En ég þurfti að læra að taka hlutunum ekki of alvarlega svo ég myndi ná að njóta hverrar skapandi stundar. Ég þarf stundum ennþá að minna mig á það að sleppa taki á fullkomnunaráráttunni sem getur tekið yfir og þá gleymir maður að hafa gaman af ferlinu. Þrautseigja og þolinmæði eru líka mjög mikilvæg, enda er þessi skapandi heimur bara stöðugt flæði. Stundum gengur vel og stundum ekki, maður hefur enga stjórn á því. En þegar ég hef náð að einblína á það hversu mikið ég elska að skapa þá hefur verið auðveldara að sleppa taki á loka útkomunni. Það var mér líka mjög mikilvægt að finna sjálfstraustið mitt aftur, sem týndist einhvers staðar á unglingsárunum.“ Silja segist vona að lagið létti aðeins stemninguna í haustlægðinni eða fái fólk jafnvel til að dilla sér í fallega gluggaveðrinu. Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá henni sem segir líðandi ár hafa verið mjög gjöfult. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir að geta unnið við það sem ég elska bæði á sviði tónlistar og leiklistar. Í lok mánaðar hefjast tökur á sjónvarpsseríunni Skvíz sem verður frumsýnd um páskana á Sjónvarpi Símans. Þar fer ég með eitt aðalhlutverkanna og er líka ein af fjórum handritshöfundum þáttanna. Svo er aldrei að vita nema landsmenn fái jólaglaðning þegar líða fer að jólum.“ Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má heyra lagið: Klippa: Silja Rós - Honey Silja vinnur nú að sinni þriðju plötu sem er væntanleg næsta vor en Honey er þriðja lag plötunnar. „Lagið varð til í Kaupmannahöfn þegar ég var að gramsa í skúffu lögunum mínum. Þar fann ég lag sem ég hafði samið þegar ég var 16 ára og mér hafði alltaf þótt vænt um og ég sótti innblástur í það þegar ég samdi Honey. Það má því segja að ég sé að gefa þetta lag út fyrir 16 ára Silju, sem er í takt í plötuna en þegar ég var að semja lög plötunnar sótti ég innblástur víða m.a. í gamlar dagbækur.“ Aðspurð hvernig það hafi verið að líta til baka til 16 ára Silju svarar hún: „Það var mjög fallegt, það eru til svo margar ósagðar sögur úr fortíðinni sem er heilandi að rannsaka aftur og sjá hvernig þær mótuðu mann eða höfðu áhrif á mann.“ Silja myndi gefa 16 ára sér ráð um að þora að taka meira pláss.Gunnlöð Jóna Ef Silja gæti gefið 16 ára sjálfri sér ráð væri það eftirfarandi: „Kannski helst að trúa meira á sig og þora að taka pláss án þess að óttast skoðanir annarra. Ég áttaði mig heldur ekki á þeim tíma hvað ég átti eftir að vinna mikið í sjálfri mér. Maður er sem betur fer bara alltaf að læra og vaxa. Ég hef alltaf verið góð í að fylgja innsæinu mínu og ástríðunni. En ég þurfti að læra að taka hlutunum ekki of alvarlega svo ég myndi ná að njóta hverrar skapandi stundar. Ég þarf stundum ennþá að minna mig á það að sleppa taki á fullkomnunaráráttunni sem getur tekið yfir og þá gleymir maður að hafa gaman af ferlinu. Þrautseigja og þolinmæði eru líka mjög mikilvæg, enda er þessi skapandi heimur bara stöðugt flæði. Stundum gengur vel og stundum ekki, maður hefur enga stjórn á því. En þegar ég hef náð að einblína á það hversu mikið ég elska að skapa þá hefur verið auðveldara að sleppa taki á loka útkomunni. Það var mér líka mjög mikilvægt að finna sjálfstraustið mitt aftur, sem týndist einhvers staðar á unglingsárunum.“ Silja segist vona að lagið létti aðeins stemninguna í haustlægðinni eða fái fólk jafnvel til að dilla sér í fallega gluggaveðrinu. Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá henni sem segir líðandi ár hafa verið mjög gjöfult. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir að geta unnið við það sem ég elska bæði á sviði tónlistar og leiklistar. Í lok mánaðar hefjast tökur á sjónvarpsseríunni Skvíz sem verður frumsýnd um páskana á Sjónvarpi Símans. Þar fer ég með eitt aðalhlutverkanna og er líka ein af fjórum handritshöfundum þáttanna. Svo er aldrei að vita nema landsmenn fái jólaglaðning þegar líða fer að jólum.“ Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira