„Leiðréttingin“ var snilldar áróðursbragð Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2023 10:12 Steingrímur J. rifjar upp róstursama tíma, dagana eftir hrun 2008. Það lenti á honum að taka til eftir veisluna. vísir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra með meiru gerir upp hrunið og sér meðal annars ýmsa meinbugi við hina svokölluðu „Leiðréttingu“. Steingrímur var gestur Snorra Mássonar ritstjóra í hlaðvarpi hans og fór yfir ólgutímana sem voru fyrir og eftir hina örlagaríku tíma í október 2008. Þegar Geir Haarde forsætisráðherra bað Guð að blessa Ísland. Jóhönnustjórnin svokölluð tók við og Steingrímur varð fjármálaráðherra. „Það er margt sem lagðist saman á þessum tíma. Eiginlega fer þetta að fara úr böndunum fljótlega eftir einkavæðingu bankanna og síðan er ráðist í gríðarlegar stóriðjuframkvæmdir. Byggingu Kárahnjúkavirkjunar og dælt gríðarlegum fjárfestingum inn í hagkerfið á sama tíma og menn lækkuðu skatta og juku á þenslu. Það voru mörg hagstjórnarmistök gerð þarna í aðdragandanum og um það allt er best að lesa í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hún gerir þessu mjög vel skil.“ Engan veginn ljóst að þetta myndi hafast Steingrímur segir þetta náttúrlega skelfilega tíma. Erfiðar vikur, óskaplega erfiðar. „En ég áttaði mig þó engan veginn á því í hvers konar rosalegar ógöngum við vorum í. Ég held að þetta hafi komið öllum almenningi í opna skjöldu af því að umræðan var búin að vera svo einhlít og menn trúðu bara á þessa vitleysu að eitthvert partí gæti haldið áfram endalaust. En þetta kom mér ekki á óvart af því að ég var búinn að vera dauðans áhyggjufullur alveg síðan 2005 eða 2006.“ Seinna varð Steingrímur J. forseti Alþingis og fer hér fyrir flokki manna sem þá tóku við völdum og sitja enn.vísir/vilhelm En eins og áður sagði áttaði Steingrímur sig engan veginn á því hvers konar svakalegar ógöngur þetta voru. Ekki fyrr en „maður fór að sjá á spilin undir lok árs 2008 og kannski enn betur þegar ég fékk allar upplýsingar í mínar hendur sem fjármálaráðherra árið 2009. Þá var engan veginn ljóst hvort við myndum hafa okkur í gegnum þetta án þess að lenda í greiðslufalli.“ Bjó sig undir að verða óvinsælasti stjórnmálamaður allra tíma Steingrímur rifjar upp að kvöld eitt niðri í fjármálaráðuneyti, þegar fátt hafði gengið í haginn, þegar hann spurði sjálfan sig og ráðuneytisstjórann sem var með honum, sem betur fer, hvort þetta væri kannski bara ekki hægt? „En þetta reyndist hægt. Við komum okkur í gegnum þetta. Þetta var ósambærilegur tími við nokkuð annað sem ég hef upplifað og mun upplifa, sem betur fer. Svona á ekki að gerast. Og þá í besta falli einu sinni á ævi hvers manns. Mér var það vel ljóst að þetta yrði ekki til vinsælda fallið að vera í þessu hlutverki. En ég nálgaðist þetta alltaf þannig: Einhver verður að gera þetta. Einhver verður að reyna að takast á við þetta. Það lenti í mínum höndum. Það eina sem ég bað um var að geta hallað mér aftur á bak að þessu tímabili loknu og bara svarað þeirri spurningu játandi, hvort þetta hafi tekist. Og þetta tókst. Það voru mín verkalaun og ég ætlaðist ekki til neins annars. Og ég bjó mig alveg eins undir það að verða óvinsælasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar, sem ég reyndar varð ekki, öfugt við finnskan kollega minn.“ „Leiðréttingin“ snilldar áróðursbragð Óvinsæll og ekki óvinsæll. Í næstu kosningum féll Jóhönnustjórnin, sem hafði að mestu staðið í tiltekt en teygði sig þó í eitt og annað sem hún hafði ekki verið kosin til, með brauki og bramli. Frægt er þegar Bjarni Benediktsson, þá óbreyttur þingmaður sagði: Skilaðu lyklunum, Jóhanna. Og það varð. Talið berst að „Leiðréttingunni“ sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þá formaður Framsóknarflokksins, talaði einkum fyrir í aðdraganda kosninganna 2013 og náði eyrum kjósenda. „Leiðréttingin var náttúrulega snilldaráróðursbragð og seldist mjög vel, samanber niðurstöðu kosninganna árið 2013. En stórum hluta þeirra fjármuna hefði verið betur varið í annað, vegna þess að það var búið að gera svo mikið þótt það væri aldrei viðurkennt. Og hagur margra sem fengu út úr þeirri aðgerð var farinn að batna verulega, af því að hlutirnir voru einfaldlega að taka svo vel við sér. Það fengu margir peninga sem áttu orðið umtalsverða eign í sínu húsnæði.“ Steingrímur telur að félagslega hefði verið skynsamlegra að verja einhverjum fjármunum, þess vegna sambærilegum, frekar til stuðnings leigjendum og auðvitað tekjulægstu hópunum. Samfélagsmiðlar Hrunið Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Steingrímur var gestur Snorra Mássonar ritstjóra í hlaðvarpi hans og fór yfir ólgutímana sem voru fyrir og eftir hina örlagaríku tíma í október 2008. Þegar Geir Haarde forsætisráðherra bað Guð að blessa Ísland. Jóhönnustjórnin svokölluð tók við og Steingrímur varð fjármálaráðherra. „Það er margt sem lagðist saman á þessum tíma. Eiginlega fer þetta að fara úr böndunum fljótlega eftir einkavæðingu bankanna og síðan er ráðist í gríðarlegar stóriðjuframkvæmdir. Byggingu Kárahnjúkavirkjunar og dælt gríðarlegum fjárfestingum inn í hagkerfið á sama tíma og menn lækkuðu skatta og juku á þenslu. Það voru mörg hagstjórnarmistök gerð þarna í aðdragandanum og um það allt er best að lesa í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hún gerir þessu mjög vel skil.“ Engan veginn ljóst að þetta myndi hafast Steingrímur segir þetta náttúrlega skelfilega tíma. Erfiðar vikur, óskaplega erfiðar. „En ég áttaði mig þó engan veginn á því í hvers konar rosalegar ógöngum við vorum í. Ég held að þetta hafi komið öllum almenningi í opna skjöldu af því að umræðan var búin að vera svo einhlít og menn trúðu bara á þessa vitleysu að eitthvert partí gæti haldið áfram endalaust. En þetta kom mér ekki á óvart af því að ég var búinn að vera dauðans áhyggjufullur alveg síðan 2005 eða 2006.“ Seinna varð Steingrímur J. forseti Alþingis og fer hér fyrir flokki manna sem þá tóku við völdum og sitja enn.vísir/vilhelm En eins og áður sagði áttaði Steingrímur sig engan veginn á því hvers konar svakalegar ógöngur þetta voru. Ekki fyrr en „maður fór að sjá á spilin undir lok árs 2008 og kannski enn betur þegar ég fékk allar upplýsingar í mínar hendur sem fjármálaráðherra árið 2009. Þá var engan veginn ljóst hvort við myndum hafa okkur í gegnum þetta án þess að lenda í greiðslufalli.“ Bjó sig undir að verða óvinsælasti stjórnmálamaður allra tíma Steingrímur rifjar upp að kvöld eitt niðri í fjármálaráðuneyti, þegar fátt hafði gengið í haginn, þegar hann spurði sjálfan sig og ráðuneytisstjórann sem var með honum, sem betur fer, hvort þetta væri kannski bara ekki hægt? „En þetta reyndist hægt. Við komum okkur í gegnum þetta. Þetta var ósambærilegur tími við nokkuð annað sem ég hef upplifað og mun upplifa, sem betur fer. Svona á ekki að gerast. Og þá í besta falli einu sinni á ævi hvers manns. Mér var það vel ljóst að þetta yrði ekki til vinsælda fallið að vera í þessu hlutverki. En ég nálgaðist þetta alltaf þannig: Einhver verður að gera þetta. Einhver verður að reyna að takast á við þetta. Það lenti í mínum höndum. Það eina sem ég bað um var að geta hallað mér aftur á bak að þessu tímabili loknu og bara svarað þeirri spurningu játandi, hvort þetta hafi tekist. Og þetta tókst. Það voru mín verkalaun og ég ætlaðist ekki til neins annars. Og ég bjó mig alveg eins undir það að verða óvinsælasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar, sem ég reyndar varð ekki, öfugt við finnskan kollega minn.“ „Leiðréttingin“ snilldar áróðursbragð Óvinsæll og ekki óvinsæll. Í næstu kosningum féll Jóhönnustjórnin, sem hafði að mestu staðið í tiltekt en teygði sig þó í eitt og annað sem hún hafði ekki verið kosin til, með brauki og bramli. Frægt er þegar Bjarni Benediktsson, þá óbreyttur þingmaður sagði: Skilaðu lyklunum, Jóhanna. Og það varð. Talið berst að „Leiðréttingunni“ sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þá formaður Framsóknarflokksins, talaði einkum fyrir í aðdraganda kosninganna 2013 og náði eyrum kjósenda. „Leiðréttingin var náttúrulega snilldaráróðursbragð og seldist mjög vel, samanber niðurstöðu kosninganna árið 2013. En stórum hluta þeirra fjármuna hefði verið betur varið í annað, vegna þess að það var búið að gera svo mikið þótt það væri aldrei viðurkennt. Og hagur margra sem fengu út úr þeirri aðgerð var farinn að batna verulega, af því að hlutirnir voru einfaldlega að taka svo vel við sér. Það fengu margir peninga sem áttu orðið umtalsverða eign í sínu húsnæði.“ Steingrímur telur að félagslega hefði verið skynsamlegra að verja einhverjum fjármunum, þess vegna sambærilegum, frekar til stuðnings leigjendum og auðvitað tekjulægstu hópunum.
Samfélagsmiðlar Hrunið Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira