Kúvending í dómsal: „Þetta hefur verið algjör sirkus“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2023 08:00 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í Breiðholti. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps breytti afstöðu sinni til sakarefna málsins í þann mund sem aðalmeðferð málsins hófst í gærmorgun. Manninum er gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hníf á bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Hann hafði áður játað að málsatvik sem lýst er í ákæru væru sönn, en neitaði þá að hafa reynt að verða manninum að bana, en nú neitar hann alfarið sök. Tveimur mínútum áður en þinghald áttu að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun steig verjandi mannsins inn í dómsalinn og tilkynni að umbjóðandi hans hygðist breyta afstöðu sinni til sakarefnanna. Í kjölfarið fór hann aftur úr dómsalnum til að ræða betur við manninn. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en stóð ekki lengi yfir og hefur nú fengið nýja dagsetningu.Vísir/Vilhelm Ákvörðun mannsins setti réttarhöldin sem áttu að halda áfram fram eftir degi í augljóst uppnám. Sækjandi, réttagæslumaður brotaþola, og dómari fóru að velta fyrir sér hvort réttast væri að fresta réttarhöldunum. Til að mynda var haft orð á því að boða þyrfti fleiri vitni fyrir dóminn þar sem að aðalmeðferð málsins mun að öllum líkindum snúast að meira leiti um tilraunir til að sanna að maðurinn hafi framið verknaðinn sem málið varðar. Maðurinn kom síðan inn í dómsalinn og gerði grein fyrir afstöðu sinni. Ósanngjörn meðferð ástæðan „Ég neita sök,“ sagði maðurinn sem er af erlendur bergi brotinn og talar ekki íslensku og þurfti á túlki að halda. „Frá byrjun hefur lögreglan verið ósanngjörn í minn garð. Þeir gáfu til kynna að ég væri alltaf sekur.“ „Þetta hefur verið algjör sirkus. Nafn mitt var birt í alls konar dagblöðum á sjálfum afmælisdegi dóttur minnar,“ bætti maðurinn við. Þá sagðist hann hafa upplifað illa meðferð af hálfu lögreglu. Hann hafi verið lokaður í fangaklefa sem hafi verið klósettlaus og hann neyðst til að gera þarfir sínar í holu. Jafnframt ræddi hann um lélega heilsu sína sem hefði ekki batnað vegna málsins, þar sem hann væri undir miklu álagi. „Mér var sagt að maðurinn væri úr lífshættu og að þetta væri léttvægt. Nú sé ég að þetta er stórmál,“ sagði hann og bætti við að hann þyrfti að fá góðan tíma til ráðleggingar áður en dómsmálið myndi halda áfram. Nýtt undirbúningsþinghald í málinu verður fimmtánda nóvember í Héraðdómi Reykjavíkur og aðalmeðferð enn seinna í þessum mánuði. Líkt og áður segir er maðurinn grunaður um að stinga annan mann tvisvar sinnum, nánar tiltekið í brjóstholið. Annað stungusárið var fyrir framan brjóstkassa brotaþolans og var sex sentímetra langt og töluvert djúpt. Í ákæru segir að það hafi náð að fleiðru, eða brjósthimnu. Hitt stungusárið var átta sentímetra langt og fyrir framan brjóstkassa. Þá segir að það hafi næstum því náð að fleiðru og hafi ollið afrifubroti frá herðablaði. Brotaþoli málsins krefst þriggja milljóna króna í miskabætur. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira
Hann hafði áður játað að málsatvik sem lýst er í ákæru væru sönn, en neitaði þá að hafa reynt að verða manninum að bana, en nú neitar hann alfarið sök. Tveimur mínútum áður en þinghald áttu að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun steig verjandi mannsins inn í dómsalinn og tilkynni að umbjóðandi hans hygðist breyta afstöðu sinni til sakarefnanna. Í kjölfarið fór hann aftur úr dómsalnum til að ræða betur við manninn. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en stóð ekki lengi yfir og hefur nú fengið nýja dagsetningu.Vísir/Vilhelm Ákvörðun mannsins setti réttarhöldin sem áttu að halda áfram fram eftir degi í augljóst uppnám. Sækjandi, réttagæslumaður brotaþola, og dómari fóru að velta fyrir sér hvort réttast væri að fresta réttarhöldunum. Til að mynda var haft orð á því að boða þyrfti fleiri vitni fyrir dóminn þar sem að aðalmeðferð málsins mun að öllum líkindum snúast að meira leiti um tilraunir til að sanna að maðurinn hafi framið verknaðinn sem málið varðar. Maðurinn kom síðan inn í dómsalinn og gerði grein fyrir afstöðu sinni. Ósanngjörn meðferð ástæðan „Ég neita sök,“ sagði maðurinn sem er af erlendur bergi brotinn og talar ekki íslensku og þurfti á túlki að halda. „Frá byrjun hefur lögreglan verið ósanngjörn í minn garð. Þeir gáfu til kynna að ég væri alltaf sekur.“ „Þetta hefur verið algjör sirkus. Nafn mitt var birt í alls konar dagblöðum á sjálfum afmælisdegi dóttur minnar,“ bætti maðurinn við. Þá sagðist hann hafa upplifað illa meðferð af hálfu lögreglu. Hann hafi verið lokaður í fangaklefa sem hafi verið klósettlaus og hann neyðst til að gera þarfir sínar í holu. Jafnframt ræddi hann um lélega heilsu sína sem hefði ekki batnað vegna málsins, þar sem hann væri undir miklu álagi. „Mér var sagt að maðurinn væri úr lífshættu og að þetta væri léttvægt. Nú sé ég að þetta er stórmál,“ sagði hann og bætti við að hann þyrfti að fá góðan tíma til ráðleggingar áður en dómsmálið myndi halda áfram. Nýtt undirbúningsþinghald í málinu verður fimmtánda nóvember í Héraðdómi Reykjavíkur og aðalmeðferð enn seinna í þessum mánuði. Líkt og áður segir er maðurinn grunaður um að stinga annan mann tvisvar sinnum, nánar tiltekið í brjóstholið. Annað stungusárið var fyrir framan brjóstkassa brotaþolans og var sex sentímetra langt og töluvert djúpt. Í ákæru segir að það hafi náð að fleiðru, eða brjósthimnu. Hitt stungusárið var átta sentímetra langt og fyrir framan brjóstkassa. Þá segir að það hafi næstum því náð að fleiðru og hafi ollið afrifubroti frá herðablaði. Brotaþoli málsins krefst þriggja milljóna króna í miskabætur.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira