Umfjöllun og viðtal: Fjölnir - Njarðvík 61-75 | Gestirnir kláruðu dæmið í fjórða leikhluta Atli Arason skrifar 1. nóvember 2023 21:00 vísir/vilhelm Njarðvík vann góðan sigur á Fjölni þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í Grafarvogi í kvöld. Leikurinn var jafn lengst af en Njarðvík keyrði yfir heimakonur í fjórða leikhluta. Fjölniskonur byrjuðu leikinn frábærlega og gerðu fyrstu 10 stig leiksins á þremur mínútum án þess að gestirnir frá Njarðvík kæmu einhverjum vörnum við. Gestirnir minnkuðu muninn minnst niður í fjögur stig í leikhlutanum áður en heimakonur náðu aftur tíu stiga forskoti. Þannig sveiflaðist fyrsti fjórðungurinn, því aftur náðu Njarðvíkingar að minnka muninn undir lok leikhlutans sem Fjölnir vann, 20-15. Snemma í öðrum leikhluta tókst þeim grænklæddu að jafna leikinn í stöðuna 22-22 en góð þriggja stiga nýting Fjölnis kom þeim aftur í forystu um miðbik fjórðungsins þegar liðin skiptust á að skora í sínum sóknum. Þegar fjórar mínútur voru eftir að fyrri hálfleik tók við sýning Raquel Laneiro, í stöðunni 28-26. Raquel stjórnaði sóknarleik Fjölnis eins og herforingi en sex stig og tvær stoðsendingar þýddi að Raquel kom að beinum hætti að 11 af 13 síðustu stigum Fjölnis í fyrri hálfleik og heimakonur fóru að lokum með sex stiga forskot inn í hálfleikinn, 41-35. Gestirnir komu þó af fítóns krafti inn í síðari hálfleik eftir eldræðu þjálfarateymisins. Njarðvíkingar náðu í fyrsta skipti yfirhöndinni í leiknum í stöðunni 45-46 en þriðji leikhluti var afar spennandi þar sem bæði lið skiptust á forskotinu en Njarðvíkingar höfðu að lokum betur og unnu þriðja fjórðung með átta stigum og sneru leiknum sér í vil. Raquel Laneiro og Korinne Campbell voru þær einu tvær sem skoruðu stig hjá Fjölni í þriðja leikhluta en liðinu vantaði framlag frá fleiri leikmönnum á þessum tímapunkti leiksins. Staðan fyrir loka fjórðunginn var því 53-55. Síðasti leikhlutinn var svo algjör eign gestanna úr Reykjanesbæ sem þar sem Tynice Martin, Ena Viso og Angela Strize settu nánast niður hvert skotið á eftir öðru á meðan skotnýting Fjölnis var ekki upp á marga fiska í bland við of marga tapaða bolta. Lára Ösp Ásgeirsdóttir kláraði svo leikinn fyrir Njarðvík með tveimur vítaskotum þegar þrjár mínútur voru eftir þar sem aðeins ein karfa var skoruð á síðustu þremur mínútunum. Lokatölurnar voru því 61-76. Afhverju vann Njarðvík? Eftir dapran fyrri hálfleik þá var frábær frammistaða Njarðvíkur í síðari hálfleik það sem skóp sigurinn. Þá gekk allt upp hjá gestunum, varnarleikur var frábær og flest skot rötuðu þar sem þeim var ætlað. Hverjar stóðu upp úr? Angela Strize var stigahæsti leikmaður vallarins með 20 stig en hin 17 ára Jana Falsdóttir var einnig frábær í liði Njarðvíkur með sjö stoðsendingar og fjóra stolna bolta ofan á sín sjö stig skoruð. Hjá Fjölni dróg Raquel Laneiro vagninn með 17 stigum skoruðum, sjö fráköstum og sjö stoðsendingum. Hvað gerist næst? Framundan er landsleikjahlé þar sem Ísland leikur við Rúmeníu og Tyrkland 9. og 12. nóvember en eftir landsleikjahléið tekur Njarðvík á móti Snæfell þann 19. nóvember á meðan Fjölnir fer í heimsókn til Breiðabliks. „Við þurfum að fá alvöru framlag frá fleiri leikmönnum.“ Hallgrímur vill framlag frá fleiri leikmönnum.Vísir/Vilhelm Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var svekktur með úrslit kvöldsins og þá sérstaklega frammistöðu liðsins í síðari hálfleik. „Við vorum flatar. Allt of mikið af töpuðum boltum á mikilvægum stöðum á vellinum sem endaði í auðveldum körfum fyrir Njarðvík. Hrós á Njarðvík að framkvæma sínar aðgerðir vel,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við. „Ég er gríðarlega vonsvikin með síðari hálfleikinn, ég er oftast mjög jákvæður og hef minnst á það áður að við erum að byggja upp en án sólskinsins og regnbogana þá þurfum við að þroskast og læra að eiga við þessi erfiðu augnablik. Við gerðum það ekki vel í dag.“ Raquel Laneiro átti þó frábæran leik á köflum fyrir Fjölni gegn sínum gömlu liðsfélögum í Njarðvík. Raquel gerði 17 stig ásamt því að taka sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar. „það var ofuráhersla hjá Njarðvík að stöðva hana og gera henni erfitt fyrir. Við vorum kannski ekki nógu klókar að koma boltanum á aðra staði eða að fría Raquel meira. Hún er samt ekki allt liðið, hún er frábær leikmaður í liðinu og við treystum mikið á hana eins og Campbell en við þurfum að fá alvöru framlag frá fleiri leikmönnum.“ Fjölnir spilar næst við Breiðablik þann 19. nóvember. Hallgrímur og Fjölnisstúlkur ætlar að nýta landsleikja pásuna sem framundan er vel. „Við þurfum að bæta við vopnabúrið okkar fleiri varnar afbrigðum og við þurfum kannski að taka til í sóknaraðgerðunum okkar, að sigta út hvað virkar og hvað ekki. Við verðum fúlar til miðnættis og síðan fáum við góða pásu frá hvorri annari. Eftir það er það bara áfram gakk og áfram vegin. Sólskin og regnbogar framundan,“ sagði Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, að endingu. „Ég þurfti að láta þær heyra það“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum sáttur með 15 stiga endurkomusigur sinna kvenna á öflugu liði Fjölnis í Subway-deild kvenna í kvöld, 61-76. Njarðvíkingar voru sex stigum undir í hálfleik en Fjölnir spilaði fyrri hálfleikinn betur og var verðskuldað yfir í hálfleik áður en Njarðvíkingar komu út í síðari hálfleik og sigldu heimakonur í kaf. „Við breyttum engu taktísku í hálfleik, það var bara ákveðin eldræða. Þegar ég kem inn þá vorum við að tala um hvað vantaði upp á sóknina, ég þurfti að láta þær heyra það því við vorum óánægðar með okkar framlag og ákefð,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Við vorum að gera nokkurn veginn það sem við áttum að gera, en við vorum bara að gera það allt of hægt. Það var það eina sem við mögulega breyttum í hálfleik, að gera sömu hluti nema bara betur og með meiri ákefð. Það er það sem skilaði sigrinum.“ „Varnarleikurinn í seinni hálfleik var frábær en það var ekki eins og hann hafi verið slæmur í allar 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Okkar leikplan var að gera ákveðna leikmenn í Fjölnisliðinu þreyttar. Það kom svo á daginn að akkúrat það virkaði,“ útskýrði Rúnar, aðspurður út í hvað Njarðvíkingar gerðu vel í síðari hálfleik. Raquel Laneiro, leikmaður Fjölnis, reyndist sínum fyrri liðsfélögum í Njarðvík erfið viðureignar. Raquel endaði lang stigahæst í Fjölnisliðinu með 17 stig, ásamt því að taka sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar. „Laneiro er frábær leikmaður. Hún skorar í rispum, hún er stemningsleikmaður. Við gáfum henni kannski aðeins of auðveldar körfur á köflum.“ „Okkar varnarplan snerist um að stoppa hana. Það er ekkert leyndarmál, ef þú nærð að stöðva hana þá nærðu að stöðva Fjölnisliðið. Hún skorar 17 stig og það í alveg fullt af skotum, miðað við það sem hún er búin að gera framan af tímabili þá tel ég að við höfum gert nokkuð vel gegn henni,“ sagði Rúnar um frammistöðu Laneiro í leiknum. Framundan er rúmt tveggja vikna frí sem Njarðvíkingar ætla að nýta sér vel. „Ég ætla sjálfur á leik í enska boltanum um helgina og hafa það næs,“ sagði Rúnar og hló áður en hann bætti við. „Við erum með nokkra leikmenn á leið í landsleiki og svo eru einhver meiðsli hjá okkur. Við þurfum bara að hlaða batteríin, vinna í ákveðnum einstaklingsþáttum og almennt hafa gaman,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum. Subway-deild kvenna Fjölnir UMF Njarðvík
Njarðvík vann góðan sigur á Fjölni þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í Grafarvogi í kvöld. Leikurinn var jafn lengst af en Njarðvík keyrði yfir heimakonur í fjórða leikhluta. Fjölniskonur byrjuðu leikinn frábærlega og gerðu fyrstu 10 stig leiksins á þremur mínútum án þess að gestirnir frá Njarðvík kæmu einhverjum vörnum við. Gestirnir minnkuðu muninn minnst niður í fjögur stig í leikhlutanum áður en heimakonur náðu aftur tíu stiga forskoti. Þannig sveiflaðist fyrsti fjórðungurinn, því aftur náðu Njarðvíkingar að minnka muninn undir lok leikhlutans sem Fjölnir vann, 20-15. Snemma í öðrum leikhluta tókst þeim grænklæddu að jafna leikinn í stöðuna 22-22 en góð þriggja stiga nýting Fjölnis kom þeim aftur í forystu um miðbik fjórðungsins þegar liðin skiptust á að skora í sínum sóknum. Þegar fjórar mínútur voru eftir að fyrri hálfleik tók við sýning Raquel Laneiro, í stöðunni 28-26. Raquel stjórnaði sóknarleik Fjölnis eins og herforingi en sex stig og tvær stoðsendingar þýddi að Raquel kom að beinum hætti að 11 af 13 síðustu stigum Fjölnis í fyrri hálfleik og heimakonur fóru að lokum með sex stiga forskot inn í hálfleikinn, 41-35. Gestirnir komu þó af fítóns krafti inn í síðari hálfleik eftir eldræðu þjálfarateymisins. Njarðvíkingar náðu í fyrsta skipti yfirhöndinni í leiknum í stöðunni 45-46 en þriðji leikhluti var afar spennandi þar sem bæði lið skiptust á forskotinu en Njarðvíkingar höfðu að lokum betur og unnu þriðja fjórðung með átta stigum og sneru leiknum sér í vil. Raquel Laneiro og Korinne Campbell voru þær einu tvær sem skoruðu stig hjá Fjölni í þriðja leikhluta en liðinu vantaði framlag frá fleiri leikmönnum á þessum tímapunkti leiksins. Staðan fyrir loka fjórðunginn var því 53-55. Síðasti leikhlutinn var svo algjör eign gestanna úr Reykjanesbæ sem þar sem Tynice Martin, Ena Viso og Angela Strize settu nánast niður hvert skotið á eftir öðru á meðan skotnýting Fjölnis var ekki upp á marga fiska í bland við of marga tapaða bolta. Lára Ösp Ásgeirsdóttir kláraði svo leikinn fyrir Njarðvík með tveimur vítaskotum þegar þrjár mínútur voru eftir þar sem aðeins ein karfa var skoruð á síðustu þremur mínútunum. Lokatölurnar voru því 61-76. Afhverju vann Njarðvík? Eftir dapran fyrri hálfleik þá var frábær frammistaða Njarðvíkur í síðari hálfleik það sem skóp sigurinn. Þá gekk allt upp hjá gestunum, varnarleikur var frábær og flest skot rötuðu þar sem þeim var ætlað. Hverjar stóðu upp úr? Angela Strize var stigahæsti leikmaður vallarins með 20 stig en hin 17 ára Jana Falsdóttir var einnig frábær í liði Njarðvíkur með sjö stoðsendingar og fjóra stolna bolta ofan á sín sjö stig skoruð. Hjá Fjölni dróg Raquel Laneiro vagninn með 17 stigum skoruðum, sjö fráköstum og sjö stoðsendingum. Hvað gerist næst? Framundan er landsleikjahlé þar sem Ísland leikur við Rúmeníu og Tyrkland 9. og 12. nóvember en eftir landsleikjahléið tekur Njarðvík á móti Snæfell þann 19. nóvember á meðan Fjölnir fer í heimsókn til Breiðabliks. „Við þurfum að fá alvöru framlag frá fleiri leikmönnum.“ Hallgrímur vill framlag frá fleiri leikmönnum.Vísir/Vilhelm Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var svekktur með úrslit kvöldsins og þá sérstaklega frammistöðu liðsins í síðari hálfleik. „Við vorum flatar. Allt of mikið af töpuðum boltum á mikilvægum stöðum á vellinum sem endaði í auðveldum körfum fyrir Njarðvík. Hrós á Njarðvík að framkvæma sínar aðgerðir vel,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við. „Ég er gríðarlega vonsvikin með síðari hálfleikinn, ég er oftast mjög jákvæður og hef minnst á það áður að við erum að byggja upp en án sólskinsins og regnbogana þá þurfum við að þroskast og læra að eiga við þessi erfiðu augnablik. Við gerðum það ekki vel í dag.“ Raquel Laneiro átti þó frábæran leik á köflum fyrir Fjölni gegn sínum gömlu liðsfélögum í Njarðvík. Raquel gerði 17 stig ásamt því að taka sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar. „það var ofuráhersla hjá Njarðvík að stöðva hana og gera henni erfitt fyrir. Við vorum kannski ekki nógu klókar að koma boltanum á aðra staði eða að fría Raquel meira. Hún er samt ekki allt liðið, hún er frábær leikmaður í liðinu og við treystum mikið á hana eins og Campbell en við þurfum að fá alvöru framlag frá fleiri leikmönnum.“ Fjölnir spilar næst við Breiðablik þann 19. nóvember. Hallgrímur og Fjölnisstúlkur ætlar að nýta landsleikja pásuna sem framundan er vel. „Við þurfum að bæta við vopnabúrið okkar fleiri varnar afbrigðum og við þurfum kannski að taka til í sóknaraðgerðunum okkar, að sigta út hvað virkar og hvað ekki. Við verðum fúlar til miðnættis og síðan fáum við góða pásu frá hvorri annari. Eftir það er það bara áfram gakk og áfram vegin. Sólskin og regnbogar framundan,“ sagði Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, að endingu. „Ég þurfti að láta þær heyra það“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum sáttur með 15 stiga endurkomusigur sinna kvenna á öflugu liði Fjölnis í Subway-deild kvenna í kvöld, 61-76. Njarðvíkingar voru sex stigum undir í hálfleik en Fjölnir spilaði fyrri hálfleikinn betur og var verðskuldað yfir í hálfleik áður en Njarðvíkingar komu út í síðari hálfleik og sigldu heimakonur í kaf. „Við breyttum engu taktísku í hálfleik, það var bara ákveðin eldræða. Þegar ég kem inn þá vorum við að tala um hvað vantaði upp á sóknina, ég þurfti að láta þær heyra það því við vorum óánægðar með okkar framlag og ákefð,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Við vorum að gera nokkurn veginn það sem við áttum að gera, en við vorum bara að gera það allt of hægt. Það var það eina sem við mögulega breyttum í hálfleik, að gera sömu hluti nema bara betur og með meiri ákefð. Það er það sem skilaði sigrinum.“ „Varnarleikurinn í seinni hálfleik var frábær en það var ekki eins og hann hafi verið slæmur í allar 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Okkar leikplan var að gera ákveðna leikmenn í Fjölnisliðinu þreyttar. Það kom svo á daginn að akkúrat það virkaði,“ útskýrði Rúnar, aðspurður út í hvað Njarðvíkingar gerðu vel í síðari hálfleik. Raquel Laneiro, leikmaður Fjölnis, reyndist sínum fyrri liðsfélögum í Njarðvík erfið viðureignar. Raquel endaði lang stigahæst í Fjölnisliðinu með 17 stig, ásamt því að taka sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar. „Laneiro er frábær leikmaður. Hún skorar í rispum, hún er stemningsleikmaður. Við gáfum henni kannski aðeins of auðveldar körfur á köflum.“ „Okkar varnarplan snerist um að stoppa hana. Það er ekkert leyndarmál, ef þú nærð að stöðva hana þá nærðu að stöðva Fjölnisliðið. Hún skorar 17 stig og það í alveg fullt af skotum, miðað við það sem hún er búin að gera framan af tímabili þá tel ég að við höfum gert nokkuð vel gegn henni,“ sagði Rúnar um frammistöðu Laneiro í leiknum. Framundan er rúmt tveggja vikna frí sem Njarðvíkingar ætla að nýta sér vel. „Ég ætla sjálfur á leik í enska boltanum um helgina og hafa það næs,“ sagði Rúnar og hló áður en hann bætti við. „Við erum með nokkra leikmenn á leið í landsleiki og svo eru einhver meiðsli hjá okkur. Við þurfum bara að hlaða batteríin, vinna í ákveðnum einstaklingsþáttum og almennt hafa gaman,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum