Innlent

Á­rekstur á gatna­mótum Reykja­nes­brautar og Bú­staða­vegar

Árni Sæberg skrifar
Áreksturinn varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar.
Áreksturinn varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Vísir

Árekstur tveggja bíla varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar á sjötta tímanum.

Þetta staðfestir Árni Sigurðsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir að dælubíll og sjúkrabílar hafi verið sendir á vettvang. Tveir hafi verið fluttir á slysadeild til nánari athugunar en ekki sé talið að þeir séu alvarlega slasaðir.

Slökkvilið er enn að störfum á vettvangi og búast má við umferðartöfum á Reykjanesbraut í norðurátt.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×