Að stjórna eða ekki? Indriði Stefánsson skrifar 2. nóvember 2023 08:00 Í aðdraganda kosninga förum við stjórnmálafólkið jafnan í sparifötin (bæði bókstaflega og hugmyndafræðilega) enda allt lagt í sölurnar til að vinna hylli kjósenda - það er jú forsenda þess að komast til valda. Covid kosningar Síðustu kosningar fóru fram í nokkuð sérstöku umhverfi. Frambjóðendur fóru misvíða, almennt baðaðir í spritti og stundum huldir grímum, sem kann að skjóta skökku við þegar hugmyndin er að kynna sig. Því stjórnuðu sérfræðingar en ekki stjórnmálafólk. Sérfræðingar sem stjórnuðu á þeim forsendum að það þyrfti að hefta útbreiðslu á Covid-19 en í því ljósi voru takmarkanir almennt samfélagslega samþykktar (fyrir utan lítinn en háværan hóp). Hulið grímum og baðað spritti fundaði stjórnmálafólk og leitaði að bestu slagorðunum á milli þess sem það tók skyndipróf sem virtust þurfa að fara nánast inn í heilann til þess að vera nógu nákvæm. Hvernig skyldu þessi slagorð standast tímans tönn? Var í þeim að finna einhverja vísbendingu um hvernig þessir flokkar myndu starfa saman og hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir íslenska þjóð? Það skiptir máli hver stjórnar Vinstrihreyfingin - Grænt framboð leggur mikið upp úr því hver stjórnar, með það fyrir augum að tryggja að þau stjórni. Þau eru samt minna til í að taka ábyrgð á því sem fólkið sem stjórnar með þeim gerir. Hvort sem um er að ræða útlendinga, hvali, rafbyssur eða Lindarhvoll þá eru þau full samúðar og allt er þetta mun skárra en það hefði annars verið, hefði einhver annar stjórnað. En er þetta stjórnun? Það er í það minnsta ljóst að forsætisráðherra stjórnaði ekki afstöðu Íslands í atkvæðagreiðslu um mannúðarvopnahlé í Palestínu. Er ekki bara best að stjórna? Besta slagorðið var sennilega það metnaðarlausasta. Mögulega í samræmi við tíðarandann en ég veit ekki hvað átti að vera best við það að kjósa Framsókn. Í samanburði við nágrannalöndin erum við að ná mjög takmörkuðum árangri í verðbólgu eða húsnæðisuppbyggingu. Hér eru vextir háir, verðbólgan hærri og húsnæðisverð búið að hækka nær stanslaust á kjörtímabilinu fyrir þau sem vonuðust eftir því þá var þetta mögulega fínn díll. Fyrir okkur hin var þetta sennilega ekki “best”. Traust efnahagsstjórn besta velferðin Til að gæta allrar sanngirni er sennilega nokkuð til í þessu. Í það minnsta höfum við hvorki séð mikið um trausta efnahagsstjórn né velferð. Áherslan hefur verið á hvalveiðar sem tap er á, ótrúlegar embættisfærslur Jóns Gunnarssonar - til að mynda óskynsamlega notkun fjármagns í útlendingamálum, reglugerðarklúður í kringum kosningar, rafbyssur, rannsóknarheimildir lögreglu, innflutning á líkkistum og að neita þingnefnd um gögn( sem enduðu á að lagt var fram vantraust á ráðherrann sem hann rétt vék sér undan þar sem hann væri jú að fara að hætta). En eins og þetta sé ekki nóg, meinaði síðan þingforseti þingmönnum að spyrja um Lindarhvoll og að lokum seldu þau banka sem hefur á síðasta áratug skilað yfir 100 milljörðum í arð til að hlífa okkur almenningi við allri þessari áhættu af því að eiga hann. Það gekk svo vel að formaður flokksins þurfti að segja af sér embætti og sætta sig við að verða utanríkisráðherra til að tryggja að þau fái að halda áfram að selja bankann. Nú nokkrum vikum síðar er komið upp nýtt vesen. Umdeild afstaða Íslands á alþjóðavettvangi í garð mannúðarvopnahlés var ekki í samræmi við væntingar forsætisráðherra. Væri ekki snjallt að sami ráðherra axlaði nú aftur ábyrgð og tæki við fjármála- og efnahagsráðuneytinu, eða þarf hann að finna sér annað ráðuneyti? Það skiptir jú máli hver stjórnar. Kalliði þetta að stjórna? Nú virðist samt vera að stjórnin sé ekki að stjórna miklu. Í það minnsta ætla þau ekki að skipta sér af einhverjum kjaraviðræðum, nei það væri óeðlilegt. Þrátt fyrir varnarorð Seðlabankastjóra ætla þau heldur ekki að gera neitt til að liðka fyrir jafnvægi á mörkuðum svo verðbólgan bara hækkar. Síðan fóru öll frumvörpin sem búið var að vinna í vor og voru tilbúin - aðeins þriðja umræða eftir - beint í ruslið. Hvort sem þau fjölluðu um húsnæðisuppbyggingu, loftslagsmál, raforkumál eða annað fóru þau í ruslið, þegar búið var að ræða þau. Í öllum samanburði er mun mikilvægara hvernig er stjórnað en hver stjórnar. Það blasir við að ríkisstjórnin er sundruð, ósamstíga og buguð. Það er pínlegt að horfa upp á stjórnarliða meðvirka hver með öðrum og þess á milli afneita öllu sem samherjarnir gera áður en þau halda síðan blaðamannafund um að þau ætli nú bara að halda áfram því sem þau kalla að stjórna. Við munum varla sjá þingrof núna, því þá yrði kosið um miðjan desember. En miðað við hversu tíð hneykslismálin eru kæmi ekki á óvart að sjá nokkur til viðbótar upp úr áramótum og best væri að við myndum kjósa næsta vor, þá tekur kannski einhver við keflinu sem myndi raunverulega stjórna. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga förum við stjórnmálafólkið jafnan í sparifötin (bæði bókstaflega og hugmyndafræðilega) enda allt lagt í sölurnar til að vinna hylli kjósenda - það er jú forsenda þess að komast til valda. Covid kosningar Síðustu kosningar fóru fram í nokkuð sérstöku umhverfi. Frambjóðendur fóru misvíða, almennt baðaðir í spritti og stundum huldir grímum, sem kann að skjóta skökku við þegar hugmyndin er að kynna sig. Því stjórnuðu sérfræðingar en ekki stjórnmálafólk. Sérfræðingar sem stjórnuðu á þeim forsendum að það þyrfti að hefta útbreiðslu á Covid-19 en í því ljósi voru takmarkanir almennt samfélagslega samþykktar (fyrir utan lítinn en háværan hóp). Hulið grímum og baðað spritti fundaði stjórnmálafólk og leitaði að bestu slagorðunum á milli þess sem það tók skyndipróf sem virtust þurfa að fara nánast inn í heilann til þess að vera nógu nákvæm. Hvernig skyldu þessi slagorð standast tímans tönn? Var í þeim að finna einhverja vísbendingu um hvernig þessir flokkar myndu starfa saman og hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir íslenska þjóð? Það skiptir máli hver stjórnar Vinstrihreyfingin - Grænt framboð leggur mikið upp úr því hver stjórnar, með það fyrir augum að tryggja að þau stjórni. Þau eru samt minna til í að taka ábyrgð á því sem fólkið sem stjórnar með þeim gerir. Hvort sem um er að ræða útlendinga, hvali, rafbyssur eða Lindarhvoll þá eru þau full samúðar og allt er þetta mun skárra en það hefði annars verið, hefði einhver annar stjórnað. En er þetta stjórnun? Það er í það minnsta ljóst að forsætisráðherra stjórnaði ekki afstöðu Íslands í atkvæðagreiðslu um mannúðarvopnahlé í Palestínu. Er ekki bara best að stjórna? Besta slagorðið var sennilega það metnaðarlausasta. Mögulega í samræmi við tíðarandann en ég veit ekki hvað átti að vera best við það að kjósa Framsókn. Í samanburði við nágrannalöndin erum við að ná mjög takmörkuðum árangri í verðbólgu eða húsnæðisuppbyggingu. Hér eru vextir háir, verðbólgan hærri og húsnæðisverð búið að hækka nær stanslaust á kjörtímabilinu fyrir þau sem vonuðust eftir því þá var þetta mögulega fínn díll. Fyrir okkur hin var þetta sennilega ekki “best”. Traust efnahagsstjórn besta velferðin Til að gæta allrar sanngirni er sennilega nokkuð til í þessu. Í það minnsta höfum við hvorki séð mikið um trausta efnahagsstjórn né velferð. Áherslan hefur verið á hvalveiðar sem tap er á, ótrúlegar embættisfærslur Jóns Gunnarssonar - til að mynda óskynsamlega notkun fjármagns í útlendingamálum, reglugerðarklúður í kringum kosningar, rafbyssur, rannsóknarheimildir lögreglu, innflutning á líkkistum og að neita þingnefnd um gögn( sem enduðu á að lagt var fram vantraust á ráðherrann sem hann rétt vék sér undan þar sem hann væri jú að fara að hætta). En eins og þetta sé ekki nóg, meinaði síðan þingforseti þingmönnum að spyrja um Lindarhvoll og að lokum seldu þau banka sem hefur á síðasta áratug skilað yfir 100 milljörðum í arð til að hlífa okkur almenningi við allri þessari áhættu af því að eiga hann. Það gekk svo vel að formaður flokksins þurfti að segja af sér embætti og sætta sig við að verða utanríkisráðherra til að tryggja að þau fái að halda áfram að selja bankann. Nú nokkrum vikum síðar er komið upp nýtt vesen. Umdeild afstaða Íslands á alþjóðavettvangi í garð mannúðarvopnahlés var ekki í samræmi við væntingar forsætisráðherra. Væri ekki snjallt að sami ráðherra axlaði nú aftur ábyrgð og tæki við fjármála- og efnahagsráðuneytinu, eða þarf hann að finna sér annað ráðuneyti? Það skiptir jú máli hver stjórnar. Kalliði þetta að stjórna? Nú virðist samt vera að stjórnin sé ekki að stjórna miklu. Í það minnsta ætla þau ekki að skipta sér af einhverjum kjaraviðræðum, nei það væri óeðlilegt. Þrátt fyrir varnarorð Seðlabankastjóra ætla þau heldur ekki að gera neitt til að liðka fyrir jafnvægi á mörkuðum svo verðbólgan bara hækkar. Síðan fóru öll frumvörpin sem búið var að vinna í vor og voru tilbúin - aðeins þriðja umræða eftir - beint í ruslið. Hvort sem þau fjölluðu um húsnæðisuppbyggingu, loftslagsmál, raforkumál eða annað fóru þau í ruslið, þegar búið var að ræða þau. Í öllum samanburði er mun mikilvægara hvernig er stjórnað en hver stjórnar. Það blasir við að ríkisstjórnin er sundruð, ósamstíga og buguð. Það er pínlegt að horfa upp á stjórnarliða meðvirka hver með öðrum og þess á milli afneita öllu sem samherjarnir gera áður en þau halda síðan blaðamannafund um að þau ætli nú bara að halda áfram því sem þau kalla að stjórna. Við munum varla sjá þingrof núna, því þá yrði kosið um miðjan desember. En miðað við hversu tíð hneykslismálin eru kæmi ekki á óvart að sjá nokkur til viðbótar upp úr áramótum og best væri að við myndum kjósa næsta vor, þá tekur kannski einhver við keflinu sem myndi raunverulega stjórna. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun