Stigahæsta íslenska stelpan í deildinni ekki valin í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 09:30 Kolbrún María Ármannsdóttir er aðeins fimmtán ára gömul en hefur farið á kostum í Subway deild kvenna í vetur. S2 Sport Körfuboltakvöld fór aðeins yfir nýjasta landsliðsvalið í gær en Subway deild kvenna er á leiðinni í smá hlé vegna landsliðsverkefna. Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar tóku sérstaklega fyrir að gengið er fram hjá stigahæsta íslenska leikmanni deildarinnar en það er aftur á móti kallað á Helenu Sverrisdóttir sem er nýbyrjuð að spila aftur eftir langvinn meiðsli. „Það er búið að velja landsliðið en hópurinn var því miður ekki tilkynntur áður en þátturinn fór í loftið. Honum verður líklega laumað út í skjóli nætur en við höfum viðað að okkur upplýsingum um hverjir séu í hópnum,“ sagði Hörður, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. „Við heyrðum út undan okkur að Helena Sverrisdóttir hafi verið valin í landsliðshópinn fyrir þetta komandi verkefni þar sem eru leikir á móti Tyrklandi og Rúmeníu, tveimur mjög sterkum körfuboltaþjóðum. Bryndís, þín fyrstu viðbrögð að heyra það að Helena sé komin aftur í landsliðið?“ spurði Hörður. Finnst smá skrýtið að velja Helenu „Mér finnst það smá skrýtið miðað við að hún er varla búin að spila á heilum velli. Það sem maður heyrði frá þjálfurum Hauka er að þær eru nánast bara búnar að vera á hálfum velli. Svo ef við horfum á það hver hún er þá er kannski ekki mikið annað í boði akkúrat á þessari stundu og þeir vilja fá mjög mikla reynslu inn í liðið,“ sagð Bryndís Guðmundsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Helenu vantar einn leik til að slá landsleikjametið. „Mér finnst þetta smá svo að hún nái þessu meti. Hvort hún sé að fara að spila mikið veit ég ekki,“ sagði Bryndís. Væri svekkt sem þjálfari Hauka Bryndís setti sig í spor þjálfara Hauka og meðlima í stjórn Hauka. „Það er búið að vera að reyna að koma henni af stað og hún er búin að vera í mikilli endurhæfingu til að laga á sér hnéð. Hún fer í þessa landsleiki og svo mætir hún kannski ekki aftur á æfingu hjá Haukum fyrr en í febrúar. Ég væri pínu svekkt ef ég væri Haukaþjálfarinn eða í stjórn Hauka. Auðvitað er alltaf gott að hafa hana í liðinu,“ sagði Bryndís. „Það er það sem Benni (Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari) er að horfa á er að hún kemur með gríðarlega reynslu inn í þetta lið. Það á eftir að koma í ljós hvað hún er að fara að spila mikið,“ sagði Bryndís. Fjórar af fimm stigahæstu í hópnum Hörður sýndi lista yfir fimm stigahæstu íslensku stelpurnar í deildinni. „Af þessum fimm eru fjórar í þessum hóp. Thelma Dís, Birna Ben, Jana Fals og Tinna Guðrún. En ekki sú sem er stigahæst,“ sagði Hörður. Stjörnustelpan Kolbrún María Ármannsdóttir er búin að skora 18,3 stig að meðaltali í fyrstu sjö leikjum nýliðanna í Subway deildinni og varð sú yngsta í sögunni til að skora 31 stig eða meira í einum og sama leiknum. „Ef að þetta er rétt þá finnst mér mjög athyglisvert að Kolbrún hafi ekki verið valin í lokahópinn. Hún er búin að vera algjörlega stórkostleg. Við erum búin að vera að tala um hana í hverjum þættinum á fætur öðrum. Hún er stigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni, er að skila ótrúlegum tölum og sýna okkur ofboðslega fallega takta á vellinum. Að mínu mati hefði hún klárlega átt að vera í tólf manna hóp,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Umræða um landsliðsval Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Fleiri fréttir Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Sjá meira
Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar tóku sérstaklega fyrir að gengið er fram hjá stigahæsta íslenska leikmanni deildarinnar en það er aftur á móti kallað á Helenu Sverrisdóttir sem er nýbyrjuð að spila aftur eftir langvinn meiðsli. „Það er búið að velja landsliðið en hópurinn var því miður ekki tilkynntur áður en þátturinn fór í loftið. Honum verður líklega laumað út í skjóli nætur en við höfum viðað að okkur upplýsingum um hverjir séu í hópnum,“ sagði Hörður, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. „Við heyrðum út undan okkur að Helena Sverrisdóttir hafi verið valin í landsliðshópinn fyrir þetta komandi verkefni þar sem eru leikir á móti Tyrklandi og Rúmeníu, tveimur mjög sterkum körfuboltaþjóðum. Bryndís, þín fyrstu viðbrögð að heyra það að Helena sé komin aftur í landsliðið?“ spurði Hörður. Finnst smá skrýtið að velja Helenu „Mér finnst það smá skrýtið miðað við að hún er varla búin að spila á heilum velli. Það sem maður heyrði frá þjálfurum Hauka er að þær eru nánast bara búnar að vera á hálfum velli. Svo ef við horfum á það hver hún er þá er kannski ekki mikið annað í boði akkúrat á þessari stundu og þeir vilja fá mjög mikla reynslu inn í liðið,“ sagð Bryndís Guðmundsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Helenu vantar einn leik til að slá landsleikjametið. „Mér finnst þetta smá svo að hún nái þessu meti. Hvort hún sé að fara að spila mikið veit ég ekki,“ sagði Bryndís. Væri svekkt sem þjálfari Hauka Bryndís setti sig í spor þjálfara Hauka og meðlima í stjórn Hauka. „Það er búið að vera að reyna að koma henni af stað og hún er búin að vera í mikilli endurhæfingu til að laga á sér hnéð. Hún fer í þessa landsleiki og svo mætir hún kannski ekki aftur á æfingu hjá Haukum fyrr en í febrúar. Ég væri pínu svekkt ef ég væri Haukaþjálfarinn eða í stjórn Hauka. Auðvitað er alltaf gott að hafa hana í liðinu,“ sagði Bryndís. „Það er það sem Benni (Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari) er að horfa á er að hún kemur með gríðarlega reynslu inn í þetta lið. Það á eftir að koma í ljós hvað hún er að fara að spila mikið,“ sagði Bryndís. Fjórar af fimm stigahæstu í hópnum Hörður sýndi lista yfir fimm stigahæstu íslensku stelpurnar í deildinni. „Af þessum fimm eru fjórar í þessum hóp. Thelma Dís, Birna Ben, Jana Fals og Tinna Guðrún. En ekki sú sem er stigahæst,“ sagði Hörður. Stjörnustelpan Kolbrún María Ármannsdóttir er búin að skora 18,3 stig að meðaltali í fyrstu sjö leikjum nýliðanna í Subway deildinni og varð sú yngsta í sögunni til að skora 31 stig eða meira í einum og sama leiknum. „Ef að þetta er rétt þá finnst mér mjög athyglisvert að Kolbrún hafi ekki verið valin í lokahópinn. Hún er búin að vera algjörlega stórkostleg. Við erum búin að vera að tala um hana í hverjum þættinum á fætur öðrum. Hún er stigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni, er að skila ótrúlegum tölum og sýna okkur ofboðslega fallega takta á vellinum. Að mínu mati hefði hún klárlega átt að vera í tólf manna hóp,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Umræða um landsliðsval
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Fleiri fréttir Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Sjá meira