FAST forvarnir bjarga lífi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 07:01 Í sumar hitti ég Konstantinos, 7 ára grískan strák sem hafði bjargað lífi afa síns í áramótaveislu fjölskyldunnar. Strákurinn gat, með ákveðni og festu, fengið móður sína og ömmu til að hringja strax á 112 þar sem hann þekkti einkennin sem afinn sýndi, vissi hvað var að gerast og gat útskýrt það fyrir þeim. Afi hans var að fá heilaslag (einnig nefnt heilablóðfall eða slag) en Konstantinos hafði nýlega tekið þátt í FAST 112 hetjuverkefninu í skólanum sínum og vissi hversu mikilvægt það væri að bregðast hratt við. Tíðni heilaslags er miklu algengari en við áttum okkur á: Áætlað er að einn af hverjum fjórum einstaklingum fái heilaslag á lífsleiðinni. Það er önnur helsta orsök færnisskerðingar og þriðja helsta orsök dauðsfalla í heiminum. En þó þekkja fæst einkennin eða vita hverjar afleiðingarnar geta veriðkomist einstaklingurinn ekki tafarlaust undir læknishendur. Markvissar forvarnir í allri menntun! Ég brenn fyrir forvörnum og fræðsluverkefnið um FAST 112 hetjurnar er eins og talað úr mínu hjarta. FAST 112 er margverðlaunað námsefni sem er sniðið að þörfum 5-9 ára barna en með því að fræða börn náum við að fræða alla fjölskylduna. Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til að skilja. Það er sem dæmi mikilvægt að þau viti að ef það kviknar í, ef einhver ætlar að fara yfir mörk þeirra eða þegar þau sjá einkenni heilaslags að þá eigi þau að að biðja um hjálp og hringja í 112. Það heitir fræðsla – en ekki hræðsla. Með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi. Það eru því meiri líkur en minni að nákominn ættingi eða við sjálf munum fá heilaslag einhvern tímann á lífsleiðinni. Ég kynntist heilaslagi af eigin raun og hafði ekki hugmynd um hvað þetta var og taldi mig bara vera þreytta og ætlaði að leggja mig, en eiginmaðurinn reyndist vera mín FAST 112 hetja. Ef ég hefði lagt mig, þá eru töluverðar líkur á að ég væri ekki að skrifa þessa grein. Þess má geta að heilaslagi fylgja oftast engir verkir og því áttar fólk sig ekki á hversu brýnt er að komast strax undir læknishendur! Skemmtilegt skólaverkefni fyrir kennaraÞað er staðreynd að á okkur kennara er bætt endalaust af nýjum og spennandi verkefnum, já, og svo sannarlega þá er þetta er eitt af þeim! Það hefur þó svo mikilvæga þætti fram yfir mörg verkefna sem í boði eru, því það bjargar mannslífum og fræðir ekki bara börn um einkenni heilaslags heldur alla fjölskylduna og kennarana líka.Undirbúningurinn er lítill sem enginn og hægt er að líta á þetta sem þema í fimm kennslustundum/samverustundum. Verkefnið er frítt, tilbúið, skemmtilegt og spennandi. Kennslan er einföld og kennarar þurfa ekki mikinn undirbúning, aðeins að skrá bekkinn sinn á vefsíðunni www.fastheroes.com og lesa eina rafbók í hverri kennslustund. Rafbókin leiðir svo kennarann og börnin í gegnum kennslustundina. Hvert barn fær afhent veglega verkefnabók stútfulla af leikjum og skemmtilegu efni.Nú þegar hafa tæplega 3000 börn tekið þátt í verkefninu í skólum um allt land og erlendis hefur verkefnið nú verið kennt í 8000 skólum í 20 löndum. Ísland hefur öll tromp í hendi til að vera best í heiminum þegar kemur að þessari fræðslu, þangað ætla ég með FAST 112 og vil að þið komið með!Börn eru bestu sendiherrar sem hægt er að hugsa sér.Höfundur er leikskólakennari, umsjónarkennari FAST 112 hetjuverkefnisins á Íslandi og framkvæmdastjóri Samtalið fræðsla ekki hræðsla. www.fastheroes.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í sumar hitti ég Konstantinos, 7 ára grískan strák sem hafði bjargað lífi afa síns í áramótaveislu fjölskyldunnar. Strákurinn gat, með ákveðni og festu, fengið móður sína og ömmu til að hringja strax á 112 þar sem hann þekkti einkennin sem afinn sýndi, vissi hvað var að gerast og gat útskýrt það fyrir þeim. Afi hans var að fá heilaslag (einnig nefnt heilablóðfall eða slag) en Konstantinos hafði nýlega tekið þátt í FAST 112 hetjuverkefninu í skólanum sínum og vissi hversu mikilvægt það væri að bregðast hratt við. Tíðni heilaslags er miklu algengari en við áttum okkur á: Áætlað er að einn af hverjum fjórum einstaklingum fái heilaslag á lífsleiðinni. Það er önnur helsta orsök færnisskerðingar og þriðja helsta orsök dauðsfalla í heiminum. En þó þekkja fæst einkennin eða vita hverjar afleiðingarnar geta veriðkomist einstaklingurinn ekki tafarlaust undir læknishendur. Markvissar forvarnir í allri menntun! Ég brenn fyrir forvörnum og fræðsluverkefnið um FAST 112 hetjurnar er eins og talað úr mínu hjarta. FAST 112 er margverðlaunað námsefni sem er sniðið að þörfum 5-9 ára barna en með því að fræða börn náum við að fræða alla fjölskylduna. Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til að skilja. Það er sem dæmi mikilvægt að þau viti að ef það kviknar í, ef einhver ætlar að fara yfir mörk þeirra eða þegar þau sjá einkenni heilaslags að þá eigi þau að að biðja um hjálp og hringja í 112. Það heitir fræðsla – en ekki hræðsla. Með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi. Það eru því meiri líkur en minni að nákominn ættingi eða við sjálf munum fá heilaslag einhvern tímann á lífsleiðinni. Ég kynntist heilaslagi af eigin raun og hafði ekki hugmynd um hvað þetta var og taldi mig bara vera þreytta og ætlaði að leggja mig, en eiginmaðurinn reyndist vera mín FAST 112 hetja. Ef ég hefði lagt mig, þá eru töluverðar líkur á að ég væri ekki að skrifa þessa grein. Þess má geta að heilaslagi fylgja oftast engir verkir og því áttar fólk sig ekki á hversu brýnt er að komast strax undir læknishendur! Skemmtilegt skólaverkefni fyrir kennaraÞað er staðreynd að á okkur kennara er bætt endalaust af nýjum og spennandi verkefnum, já, og svo sannarlega þá er þetta er eitt af þeim! Það hefur þó svo mikilvæga þætti fram yfir mörg verkefna sem í boði eru, því það bjargar mannslífum og fræðir ekki bara börn um einkenni heilaslags heldur alla fjölskylduna og kennarana líka.Undirbúningurinn er lítill sem enginn og hægt er að líta á þetta sem þema í fimm kennslustundum/samverustundum. Verkefnið er frítt, tilbúið, skemmtilegt og spennandi. Kennslan er einföld og kennarar þurfa ekki mikinn undirbúning, aðeins að skrá bekkinn sinn á vefsíðunni www.fastheroes.com og lesa eina rafbók í hverri kennslustund. Rafbókin leiðir svo kennarann og börnin í gegnum kennslustundina. Hvert barn fær afhent veglega verkefnabók stútfulla af leikjum og skemmtilegu efni.Nú þegar hafa tæplega 3000 börn tekið þátt í verkefninu í skólum um allt land og erlendis hefur verkefnið nú verið kennt í 8000 skólum í 20 löndum. Ísland hefur öll tromp í hendi til að vera best í heiminum þegar kemur að þessari fræðslu, þangað ætla ég með FAST 112 og vil að þið komið með!Börn eru bestu sendiherrar sem hægt er að hugsa sér.Höfundur er leikskólakennari, umsjónarkennari FAST 112 hetjuverkefnisins á Íslandi og framkvæmdastjóri Samtalið fræðsla ekki hræðsla. www.fastheroes.com
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun