Samgöngubætur eða átta milljarða krúnudjásn Marta Guðjónsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 08:01 Í síðustu viku birtist á Vísi.is frumleg grein um brú. Þar er lagt til að skattgreiðendur komi sér upp brú yfir Fossvoginn, frá Nauthólsvík yfir í Kársnesið, u.þ.b. einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Brúin á að vera fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, fyrir Strætó og Borgarlínu, ef ske kynni að einhver hluti hennar kæmist einhvern tímann í gagnið. Félag og framkvæmdastjóri Höfundur greinarinnar, Davíð Þorláksson, er framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna. Það félag var stofnað vegna Samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, sem undirritaður var árið 2019. Sá sáttmáli er nú í endurskoðun. Lögum samkvæmt er það eitt megin hlutverk Betri samgangna ohf. að hrinda í framkvæmd uppbyggingu þeirra samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu sem sáttmálinn kveður á um og fara með heildstæða áætlanagerð og áhættustýringu fyrir þessa uppbyggingu. Þessi sömu lög veita hins vegar framkvæmdastjóranum ekkert ákvörðunarvald yfir stefnumótun eða endurskoðun sáttmálans. Þau ákvæði eru öll í höndum lýðkjörinna fulltrúa Alþingis og viðkomandi sveitarfélaga. Það er því óviðeigandi að embættismaður sé að útlista opinberlega sínar persónulegu skoðanir á því hvernig eigi að endurskoða sáttmálann, á meðan sú vinna er í gangi og þingmenn, borgar- og bæjarfulltrúar eiga eftir að kynna sér niðurstöður hennar. Röksemdir greinarinnar eru hins vegar svo frumlegar að það er vel þess virði að rifja þær hér upp. Þau rök minna einna helst á gullmola úr leikhúsverkum sem falla undir bókmenntastefnuna Théâtre de l'absurde. Leikhús fáránleikans Upphaflega og samkvæmt kostnaðaráætlun Samgöngusáttmálans átti brúin að kosta 2.2 milljarða og það er nákvæmlega kostnaðurinn við nánast jafn langa Þorskafjarðarbrú sem var vígð í síðustu viku. En einhverra hluta vegna hefur kostnaðurinn við brúna yfir Fossvoginn hækkað úr 2,2 milljörðum upp í 8 milljarða. Sumum finnst það svolítið mikil hækkun á fjórum árum, einkum fólki sem borgar skatta. En það finnst Davíð Þorlákssyni ekki. Hann bendir á að Fossvogsbrúin sé ekki bara djásn, heldur krúnudjásn Samgöngusáttmálans. Fái skattborgarar krúnudjásn, verða þeir auðvitað að borga fyrir það. Gullna hliðið Auk þess bendir hann á að brúin verði Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu, og það er reyndar heiti greinarinnar. Þar hefur hann að vísu aðeins ruglast í hugtökum: Svona brú verður aldrei að Nýju hliði að höfuðborgarsvæðinu, heldur einungis á milli tveggja sveitarfélaga sem bæði eru innan höfuðborgarsvæðisins. En það er nú kannski ekki svo nauið því hann bendir einmitt og einnig á að brúin „tengir tvö stærstu sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins og landsins alls, Reykjavík og Kópavog.“ Það er nú ekki smátt. Það er laukrétt að við eigum að huga oftar að svona hliðum milli sveitarfélaga. Eitt slíkt hlið er t.d. við Vegamót á Nesveginum þar sem fiskbúðin góða er til húsa. Þar eru tvær stæðilegar vörður, sitt hvoru megin Nesvegar, til marks um hliðið á milli Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæjar. Það hlið kostaði að vísu ekki 8 milljarða. En það er nú samt nokkuð gott hlið. Núna sérðu – ekki nú! Ein þyngstu rök greinarinnar fyrir brúnni yfir Fossvoginn felast í þeirri staðreynd að hún verður sýnileg. Þar virðist höfundurinn komast að kjarna málsins: „Hún verður sýnileg öllum þeim sem aka milli Reykjavíkur og Kópavogs um Kringlumýrarbraut. Í dag eru það rúmlega 50.000 bílferðir á hverjum virkum degi eða rúmlega 60.000 manns.“ Hér má hnykkja á rökum Davíðs og gera þau enn veigameiri. Tafir vegfarenda á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins hafa aukist um meira en 50 prósent á örfáum árum. Þessi stóri og sífellt stærri áhorfendahópur á Kringlumýrarbrautinni getur því stytt sér stundir við að horfa á krúnudjásnið, sífellt lengur, í sífellt lengri biðröðum ökutækja. Að hugsa stórt Davíð lýkur greininni með kafla sem heitir Hugsum stórt, á eftirfarandi hátt: „Geta þær kynslóðir sem eru nú að byggja upp landið, sem er nú eitt það ríkasta í heimi, ekki leyft sér að búa til stórhuga mannvirki, þótt þau séu e.t.v. aðeins dýrari? Hvers konar mannvirki viljum við skilja eftir fyrir börnin okkar og barnabörn á þessum vinsæla útivistarstað?“ Ja - þegar stórt er spurt, þá er kannski bara ein efasemd í lokin. Gæti hugsast að vegfarendur í sífellt lengri biðröðum á Kringlumýrarbraut fari að velta því fyrir sér, að ef þessum átta þúsund milljónum króna af þeirra eigin fé hefði ekki verið sólundað í krúnudjásn, heldur skynsamlega varið í arðsemisgreindar samgöngubætur - þá sætu þeir ekki lengur í biðröð, að horfa á krúnudjásn, heldur væru þeir löngu komnir heim til fjölskyldna sinna? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Marta Guðjónsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtist á Vísi.is frumleg grein um brú. Þar er lagt til að skattgreiðendur komi sér upp brú yfir Fossvoginn, frá Nauthólsvík yfir í Kársnesið, u.þ.b. einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Brúin á að vera fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, fyrir Strætó og Borgarlínu, ef ske kynni að einhver hluti hennar kæmist einhvern tímann í gagnið. Félag og framkvæmdastjóri Höfundur greinarinnar, Davíð Þorláksson, er framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna. Það félag var stofnað vegna Samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, sem undirritaður var árið 2019. Sá sáttmáli er nú í endurskoðun. Lögum samkvæmt er það eitt megin hlutverk Betri samgangna ohf. að hrinda í framkvæmd uppbyggingu þeirra samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu sem sáttmálinn kveður á um og fara með heildstæða áætlanagerð og áhættustýringu fyrir þessa uppbyggingu. Þessi sömu lög veita hins vegar framkvæmdastjóranum ekkert ákvörðunarvald yfir stefnumótun eða endurskoðun sáttmálans. Þau ákvæði eru öll í höndum lýðkjörinna fulltrúa Alþingis og viðkomandi sveitarfélaga. Það er því óviðeigandi að embættismaður sé að útlista opinberlega sínar persónulegu skoðanir á því hvernig eigi að endurskoða sáttmálann, á meðan sú vinna er í gangi og þingmenn, borgar- og bæjarfulltrúar eiga eftir að kynna sér niðurstöður hennar. Röksemdir greinarinnar eru hins vegar svo frumlegar að það er vel þess virði að rifja þær hér upp. Þau rök minna einna helst á gullmola úr leikhúsverkum sem falla undir bókmenntastefnuna Théâtre de l'absurde. Leikhús fáránleikans Upphaflega og samkvæmt kostnaðaráætlun Samgöngusáttmálans átti brúin að kosta 2.2 milljarða og það er nákvæmlega kostnaðurinn við nánast jafn langa Þorskafjarðarbrú sem var vígð í síðustu viku. En einhverra hluta vegna hefur kostnaðurinn við brúna yfir Fossvoginn hækkað úr 2,2 milljörðum upp í 8 milljarða. Sumum finnst það svolítið mikil hækkun á fjórum árum, einkum fólki sem borgar skatta. En það finnst Davíð Þorlákssyni ekki. Hann bendir á að Fossvogsbrúin sé ekki bara djásn, heldur krúnudjásn Samgöngusáttmálans. Fái skattborgarar krúnudjásn, verða þeir auðvitað að borga fyrir það. Gullna hliðið Auk þess bendir hann á að brúin verði Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu, og það er reyndar heiti greinarinnar. Þar hefur hann að vísu aðeins ruglast í hugtökum: Svona brú verður aldrei að Nýju hliði að höfuðborgarsvæðinu, heldur einungis á milli tveggja sveitarfélaga sem bæði eru innan höfuðborgarsvæðisins. En það er nú kannski ekki svo nauið því hann bendir einmitt og einnig á að brúin „tengir tvö stærstu sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins og landsins alls, Reykjavík og Kópavog.“ Það er nú ekki smátt. Það er laukrétt að við eigum að huga oftar að svona hliðum milli sveitarfélaga. Eitt slíkt hlið er t.d. við Vegamót á Nesveginum þar sem fiskbúðin góða er til húsa. Þar eru tvær stæðilegar vörður, sitt hvoru megin Nesvegar, til marks um hliðið á milli Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæjar. Það hlið kostaði að vísu ekki 8 milljarða. En það er nú samt nokkuð gott hlið. Núna sérðu – ekki nú! Ein þyngstu rök greinarinnar fyrir brúnni yfir Fossvoginn felast í þeirri staðreynd að hún verður sýnileg. Þar virðist höfundurinn komast að kjarna málsins: „Hún verður sýnileg öllum þeim sem aka milli Reykjavíkur og Kópavogs um Kringlumýrarbraut. Í dag eru það rúmlega 50.000 bílferðir á hverjum virkum degi eða rúmlega 60.000 manns.“ Hér má hnykkja á rökum Davíðs og gera þau enn veigameiri. Tafir vegfarenda á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins hafa aukist um meira en 50 prósent á örfáum árum. Þessi stóri og sífellt stærri áhorfendahópur á Kringlumýrarbrautinni getur því stytt sér stundir við að horfa á krúnudjásnið, sífellt lengur, í sífellt lengri biðröðum ökutækja. Að hugsa stórt Davíð lýkur greininni með kafla sem heitir Hugsum stórt, á eftirfarandi hátt: „Geta þær kynslóðir sem eru nú að byggja upp landið, sem er nú eitt það ríkasta í heimi, ekki leyft sér að búa til stórhuga mannvirki, þótt þau séu e.t.v. aðeins dýrari? Hvers konar mannvirki viljum við skilja eftir fyrir börnin okkar og barnabörn á þessum vinsæla útivistarstað?“ Ja - þegar stórt er spurt, þá er kannski bara ein efasemd í lokin. Gæti hugsast að vegfarendur í sífellt lengri biðröðum á Kringlumýrarbraut fari að velta því fyrir sér, að ef þessum átta þúsund milljónum króna af þeirra eigin fé hefði ekki verið sólundað í krúnudjásn, heldur skynsamlega varið í arðsemisgreindar samgöngubætur - þá sætu þeir ekki lengur í biðröð, að horfa á krúnudjásn, heldur væru þeir löngu komnir heim til fjölskyldna sinna? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun