Nýr kafli hefst formlega í kvöld: „Ég finn að mér líður vel með þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 11:30 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson snýr í kvöld aftur í Laugardalshöll með íslenska landsliðinu í handbolta en nú í allt öðru hlutverki sem landsliðsþjálfari. Það er í kvöld sem íslenska landsliðið hefur formlega vegferð sína undir stjórn hins nýja landsliðsþjálfara er Færeyingar mæta í heimsókn. Snorri er ánægður með það sem hann hefur séð frá liðinu í vikunni fram að leik. Í kvöld leikur Ísland fyrri leik sinn af þeim tveimur leikjum sem liðið leikur við Færeyjar á næstu tveimur dögum. Það er kýrskýrt í huga Snorra Steins hvað hann vill sjá frá leikmönnum sínum í þessum leikjum. „Ég vil sjá góða frammistöðu. Sjá að við séum að nálgast þetta sem alvöru leiki,“ segir Snorri Steinn í samtali við Vísi. „Að það séu læti og barátta og að við framkvæmum þá hluti sem við viljum sjá. Að menn séu einbeittir. Það er það sem ég vil sjá, fyrst og fremst, hjá liðinu. Ef menn eru það, þá er ég sannfærður um að góð frammistaða fylgi í kjölfarið.“ Hann er ánægður með margt af því sem hann hefur séð í sinni fyrstu æfingaviku með liðið. „Ég skynja hópinn bara vel og er ánægður með það sem ég hef séð. Svo er þetta bara eins og gengur og gerist. Það er eitthvað sem sér sem maður er ánægður með, annað kannski ekki. En til þess er þessi vika gerð. Ég er að prófa fullt af hlutum og mun koma til með að gera það í þessum komandi leikjum okkar við Færeyjar. Einhverju af því komum við til með að halda, öðru ekki. Vonandi gengur bara sem flest upp en það er nú yfirleitt ekki þannig.“ Kraftur, vilji og hugur Íslenska landsliðið kom saman fyrr í vikunni og hefur undanfarna daga náð að æfa saman. Á þeim æfingum hefur Snorri Steinn í fyrsta skipti fengið að vinna með hópnum í heild sinni og þarf hann að nýta tímann vel því stutt er í næsta stórmót, EM í Þýskalandi, í byrjun næsta árs. Hvað hefurðu séð frá liðinu á þessum undanförnum dögum sem þú ert ánægður með? „Aðallega bara stemningin og hugurinn í hópnum. Ég er mest ánægður með það. Ég finn fyrir vilja í hópnum, það er kraftur og hugur í þeim. Það gerir allt auðveldara fyrir mig sem þjálfara.“ „Finn að mér líður vel með þetta“ Snorri Steinn er reynslubolti þegar kemur að íslenska landsliðinu, sem leikmaður. Á sínum tíma spilaði Snorri 257 landsleiki fyrir Íslands hönd og í þeim leikjum skoraði hann 848 mörk. Hann var hluti af silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum 2008 og bronsliði okkar á EM 2010. Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik.EPA/SRDJAN SUKI Hann snýr nú aftur í Laugardalshöll með landsliðinu en nú í fyrsta skipti sem landsliðsþjálfari. Hvaða tilfinningar bærast um innra með þér nú þegar stutt er í endurkomuna og þessi kafli þinn sem landsliðsþjálfari hefst formlega? „Tilfinningin fyrir þessu er náttúrulega bara frábær. Auðvitað mun ég kannski finna betur fyrir þeim tilfinningum sem þessu fylgja þegar að ég kem í Laugardalshöllina fyrir leik og upplifi þetta allt aftur. Ég er bara að reyna taka þessu af ró. Ég finn að mér líður vel með þetta. Mér líður vel með liðið og sjálfan mig. Ég er alltaf stressaður fyrir leiki. Var það á mínum tíma hjá Val, var það sem leikmaður og verð það pottþétt fyrir leikinn í dag. Það er bara tilfinning sem maður á að njóta að finna fyrir.“ Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Í kvöld leikur Ísland fyrri leik sinn af þeim tveimur leikjum sem liðið leikur við Færeyjar á næstu tveimur dögum. Það er kýrskýrt í huga Snorra Steins hvað hann vill sjá frá leikmönnum sínum í þessum leikjum. „Ég vil sjá góða frammistöðu. Sjá að við séum að nálgast þetta sem alvöru leiki,“ segir Snorri Steinn í samtali við Vísi. „Að það séu læti og barátta og að við framkvæmum þá hluti sem við viljum sjá. Að menn séu einbeittir. Það er það sem ég vil sjá, fyrst og fremst, hjá liðinu. Ef menn eru það, þá er ég sannfærður um að góð frammistaða fylgi í kjölfarið.“ Hann er ánægður með margt af því sem hann hefur séð í sinni fyrstu æfingaviku með liðið. „Ég skynja hópinn bara vel og er ánægður með það sem ég hef séð. Svo er þetta bara eins og gengur og gerist. Það er eitthvað sem sér sem maður er ánægður með, annað kannski ekki. En til þess er þessi vika gerð. Ég er að prófa fullt af hlutum og mun koma til með að gera það í þessum komandi leikjum okkar við Færeyjar. Einhverju af því komum við til með að halda, öðru ekki. Vonandi gengur bara sem flest upp en það er nú yfirleitt ekki þannig.“ Kraftur, vilji og hugur Íslenska landsliðið kom saman fyrr í vikunni og hefur undanfarna daga náð að æfa saman. Á þeim æfingum hefur Snorri Steinn í fyrsta skipti fengið að vinna með hópnum í heild sinni og þarf hann að nýta tímann vel því stutt er í næsta stórmót, EM í Þýskalandi, í byrjun næsta árs. Hvað hefurðu séð frá liðinu á þessum undanförnum dögum sem þú ert ánægður með? „Aðallega bara stemningin og hugurinn í hópnum. Ég er mest ánægður með það. Ég finn fyrir vilja í hópnum, það er kraftur og hugur í þeim. Það gerir allt auðveldara fyrir mig sem þjálfara.“ „Finn að mér líður vel með þetta“ Snorri Steinn er reynslubolti þegar kemur að íslenska landsliðinu, sem leikmaður. Á sínum tíma spilaði Snorri 257 landsleiki fyrir Íslands hönd og í þeim leikjum skoraði hann 848 mörk. Hann var hluti af silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum 2008 og bronsliði okkar á EM 2010. Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik.EPA/SRDJAN SUKI Hann snýr nú aftur í Laugardalshöll með landsliðinu en nú í fyrsta skipti sem landsliðsþjálfari. Hvaða tilfinningar bærast um innra með þér nú þegar stutt er í endurkomuna og þessi kafli þinn sem landsliðsþjálfari hefst formlega? „Tilfinningin fyrir þessu er náttúrulega bara frábær. Auðvitað mun ég kannski finna betur fyrir þeim tilfinningum sem þessu fylgja þegar að ég kem í Laugardalshöllina fyrir leik og upplifi þetta allt aftur. Ég er bara að reyna taka þessu af ró. Ég finn að mér líður vel með þetta. Mér líður vel með liðið og sjálfan mig. Ég er alltaf stressaður fyrir leiki. Var það á mínum tíma hjá Val, var það sem leikmaður og verð það pottþétt fyrir leikinn í dag. Það er bara tilfinning sem maður á að njóta að finna fyrir.“
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira