NM í víðavangshlaupum í ár fer fram við þvottalaugarnar í Laugardalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2023 16:30 Baldvin Þór Magnússon hefur setti fimm Íslandsmet á árinu. Getty/Srdjan Stevanovic Norðurlandameistaramótið í víðavangshlaupum fer fram á Íslandi í ár og verður haldið í Laugardalnum á sunnudaginn kemur. Íslendingar eiga sextán fulltrúa á mótinu en meðal þeirra verða Kári Steinn Karlsson, Andrea Kolbeinsdóttir og Baldvin Þór Magnússon. Víðavangshlaupið fer fram við tjaldsvæðið og þvottalaugarnar í Laugardalnum í Reykjavík. Sterkir keppendur frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi mæta til leiks og etja kappi við okkar bestu hlaupara. Kári Steinn er fyrsti íslenski karlmaðurinn sem keppt hefur í maraþonhlaupi á Ólympíuleikum en hann tók þátt árið 2012 og hafnaði hann í 42. sæti af 100 keppendum. Andrea Kolbeinsdóttir setti tvö Íslandsmet á árinu. Í byrjun árs sló hún Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss og í sumar sló hún Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi á Evrópubikar í Póllandi. Baldvin Þór Magnússon bætti Íslandsmetið í 10 kílómetra götuhlaupi fyrir skemmstu og er það fimmta Íslandsmetið sem hann slær á árinu. Víðavangshlaup eru fyrst og fremst sveitakeppni og í öllum flokkum má senda sex hlaupara til keppni en þrír bestu innan sveitar telja til stiga. Keppt verður í sex kílómetra og níu kílómetra hlaupi. Í beinu framhaldi af Norðurlandameistaramótinu verður haldið almenningshlaup, sem opið er öllum, þar sem hlaupurum gefst tækifæri á að hlaupa sömu braut, við sömu aðstæður og NM í víðavangshlaupum. Engin verðlaun verða veitt en það verður tímataka. Hér er hægt að sjá mynd af hlaupaleiðinni.FRÍ View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Íslenska landsliðið á NM 2023: Karlar: Baldvin Þór Magnússon Búi Steinn Kárason Þorsteinn Roy Jóhannsson Snorri Björnsson Kári Steinn Karlsson Konur: Andrea Kolbeinsdóttir Anna Berglind Pálmadóttir Halldóra Huld Ingvarsdóttir Íris Anna Skúladóttir Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir Piltar: Bjarki Fannar Benediktsson Illugi Gunnarsson Hilmar Ingi Bernharðsson Stúlkur: Embla Margrét Hreimsdóttir Helga Lilja Maack Guðný Lára Bjarnadóttir Frjálsar íþróttir Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Sjá meira
Íslendingar eiga sextán fulltrúa á mótinu en meðal þeirra verða Kári Steinn Karlsson, Andrea Kolbeinsdóttir og Baldvin Þór Magnússon. Víðavangshlaupið fer fram við tjaldsvæðið og þvottalaugarnar í Laugardalnum í Reykjavík. Sterkir keppendur frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi mæta til leiks og etja kappi við okkar bestu hlaupara. Kári Steinn er fyrsti íslenski karlmaðurinn sem keppt hefur í maraþonhlaupi á Ólympíuleikum en hann tók þátt árið 2012 og hafnaði hann í 42. sæti af 100 keppendum. Andrea Kolbeinsdóttir setti tvö Íslandsmet á árinu. Í byrjun árs sló hún Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss og í sumar sló hún Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi á Evrópubikar í Póllandi. Baldvin Þór Magnússon bætti Íslandsmetið í 10 kílómetra götuhlaupi fyrir skemmstu og er það fimmta Íslandsmetið sem hann slær á árinu. Víðavangshlaup eru fyrst og fremst sveitakeppni og í öllum flokkum má senda sex hlaupara til keppni en þrír bestu innan sveitar telja til stiga. Keppt verður í sex kílómetra og níu kílómetra hlaupi. Í beinu framhaldi af Norðurlandameistaramótinu verður haldið almenningshlaup, sem opið er öllum, þar sem hlaupurum gefst tækifæri á að hlaupa sömu braut, við sömu aðstæður og NM í víðavangshlaupum. Engin verðlaun verða veitt en það verður tímataka. Hér er hægt að sjá mynd af hlaupaleiðinni.FRÍ View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Íslenska landsliðið á NM 2023: Karlar: Baldvin Þór Magnússon Búi Steinn Kárason Þorsteinn Roy Jóhannsson Snorri Björnsson Kári Steinn Karlsson Konur: Andrea Kolbeinsdóttir Anna Berglind Pálmadóttir Halldóra Huld Ingvarsdóttir Íris Anna Skúladóttir Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir Piltar: Bjarki Fannar Benediktsson Illugi Gunnarsson Hilmar Ingi Bernharðsson Stúlkur: Embla Margrét Hreimsdóttir Helga Lilja Maack Guðný Lára Bjarnadóttir
Íslenska landsliðið á NM 2023: Karlar: Baldvin Þór Magnússon Búi Steinn Kárason Þorsteinn Roy Jóhannsson Snorri Björnsson Kári Steinn Karlsson Konur: Andrea Kolbeinsdóttir Anna Berglind Pálmadóttir Halldóra Huld Ingvarsdóttir Íris Anna Skúladóttir Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir Piltar: Bjarki Fannar Benediktsson Illugi Gunnarsson Hilmar Ingi Bernharðsson Stúlkur: Embla Margrét Hreimsdóttir Helga Lilja Maack Guðný Lára Bjarnadóttir
Frjálsar íþróttir Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Sjá meira