Þýska landsliðið undirbýr sig um þessar mundir fyrir EM sem haldið verður í Þýskalandi í janúar á næsta ári.
Fyrsti leikur þýska liðsins í undirbúningi sínum fyrir EM var gegn Egyptum í kvöld og sættust liðin á jafnan hlut, 31-31. Egyptar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, en Þjóðverjar snéru taflinu við í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því jafntefli.
Þjóðverjar munu leika í A-riðli á EM í janúar með Sviss, Frakklandi og Norður-Makedóníu.