Var að upplifa jarðskjálfta í fyrsta skipti: „Þurfum við að flýja?“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. nóvember 2023 07:00 DeAndre Kane, nýr leikmaður Grindavíkur, segist hafa verið að upplifa jarðskjálfta í fyrsta skipti. VÍSIR / ANTON BRINK Jörð skelfur í Grindavík og eru íþróttirnar og leikmenn körfuboltaliðs félagsins ekki þeim undanskyldir. Mönnum gekk misvel að sofa í nótt. Grindvíkingar unnu frábæran sigur gegn Njarðvík síðastliðinn fimmtudag og fóru sáttir á koddann. Misvel gekk hins vegar að halda svefni er stórir skjálftar riðu reglulega yfir á Reykjanesskaga. „Eins og þú sérð þá gekk það mjög illa. Ég er bara ósofinn og það er búið að vera langur dagur og allt það, en þetta er ekkert nýtt,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Konan er í útlöndum þannig ég er bara einn heima með hundinn þannig þetta var bara kósý hjá okkur félögunum uppi í rúmi. Hann var náttúrulega skíthræddur,“ bætti Jóhann Þór við. Leikmenn upplifa skjálftana á mismunandi hátt Daniel Mortensen, leikmaður Grindavíkur, segir að þrátt fyrir að skjálftarnir séu óþægilegir sé hann nánast farinn að venjast þeim. „Þetta er skrýtið en ég er farinn að venjast þessu. Í fyrstu skiptin var ég hræddur í smá tíma en núna finnur maður það og bregður en svo er það allt í lagi,“ sagði Mortensen. Liðsfélagi hans, Dedrick Basile, virtist þó ekki kippa sér upp við skjálftana. „Ég svaf reyndar í gegnum þetta ef ég á að vera hreinskilinn. En ég heyrði af því að skjálftarnir hafi verið miklir,“ sagði Basile. „Ég vaknaði aðeins en sofnaði strax aftur. Þetta er samt klikkað því ég hef aldrei áður fundið fyrir jarðskjálfta.“ Var að finna jarðskjálfta í fyrsta skipti DeAndre Kane, sem gekk í raðir Grindvíkinga í sumar, lýsti einnig sinni upplifun af skjálftunum. „Þetta var öðruvísi. Í Bandaríkjunum erum við ekki vön þessu, en það er alltaf eitthvað öðruvísi í mismunandi löndum og jarðskjálftarnir á Íslandi er eitt af því,“ sagði Kane. „Ég held að það hafi verið skjálfti fyrir um hálfum mánuði og það var í fyrsta skipti sem ég fann þetta. Húsið hreyfðist og myndir féllu af veggjunum, en að öðru leyti var allt í lagi.“ En hvað fer í gegnum hugann á manni eins og Kane sem er að finna fyrir jarðskjálfta í fyrsta skipti? „Er húsið að hrynja, þurfum við að flýja eða fara út á sjó? Ég veit það ekki, en ég talaði við strákana og þeir sögðu að það væri ekkert að óttast. Þetta gerist þegar kvikan reynir að komast upp. Mér finnst ég örggur hérna og mér líður vel,“ sagði Kane léttur að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu frábæran sigur gegn Njarðvík síðastliðinn fimmtudag og fóru sáttir á koddann. Misvel gekk hins vegar að halda svefni er stórir skjálftar riðu reglulega yfir á Reykjanesskaga. „Eins og þú sérð þá gekk það mjög illa. Ég er bara ósofinn og það er búið að vera langur dagur og allt það, en þetta er ekkert nýtt,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Konan er í útlöndum þannig ég er bara einn heima með hundinn þannig þetta var bara kósý hjá okkur félögunum uppi í rúmi. Hann var náttúrulega skíthræddur,“ bætti Jóhann Þór við. Leikmenn upplifa skjálftana á mismunandi hátt Daniel Mortensen, leikmaður Grindavíkur, segir að þrátt fyrir að skjálftarnir séu óþægilegir sé hann nánast farinn að venjast þeim. „Þetta er skrýtið en ég er farinn að venjast þessu. Í fyrstu skiptin var ég hræddur í smá tíma en núna finnur maður það og bregður en svo er það allt í lagi,“ sagði Mortensen. Liðsfélagi hans, Dedrick Basile, virtist þó ekki kippa sér upp við skjálftana. „Ég svaf reyndar í gegnum þetta ef ég á að vera hreinskilinn. En ég heyrði af því að skjálftarnir hafi verið miklir,“ sagði Basile. „Ég vaknaði aðeins en sofnaði strax aftur. Þetta er samt klikkað því ég hef aldrei áður fundið fyrir jarðskjálfta.“ Var að finna jarðskjálfta í fyrsta skipti DeAndre Kane, sem gekk í raðir Grindvíkinga í sumar, lýsti einnig sinni upplifun af skjálftunum. „Þetta var öðruvísi. Í Bandaríkjunum erum við ekki vön þessu, en það er alltaf eitthvað öðruvísi í mismunandi löndum og jarðskjálftarnir á Íslandi er eitt af því,“ sagði Kane. „Ég held að það hafi verið skjálfti fyrir um hálfum mánuði og það var í fyrsta skipti sem ég fann þetta. Húsið hreyfðist og myndir féllu af veggjunum, en að öðru leyti var allt í lagi.“ En hvað fer í gegnum hugann á manni eins og Kane sem er að finna fyrir jarðskjálfta í fyrsta skipti? „Er húsið að hrynja, þurfum við að flýja eða fara út á sjó? Ég veit það ekki, en ég talaði við strákana og þeir sögðu að það væri ekkert að óttast. Þetta gerist þegar kvikan reynir að komast upp. Mér finnst ég örggur hérna og mér líður vel,“ sagði Kane léttur að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira