Ten Hag ósáttur með afmælisfögnuð Rashford Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. nóvember 2023 11:06 Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, var ósáttur með Rashford. Marcus Rashford bað þjálfara sinn og liðsfélaga afsökunar á því að hafa skellt sér út á lífið eftir 3-0 tap Manchester United gegn Manchester City síðustu helgi. Erik Ten Hag, þjálfari liðsins, sagði slíka hegðun vera „óásættanlega“. Rashford átti afmæli síðastliðinn þriðjudag, 31. október, en ákvað að halda upp á það á næturklúbbi í Manchester tveimur dögum fyrr, á sunnudag, strax eftir leikinn gegn Manchester City. Rashford spilaði 85 mínútur í leiknum en var svo tekinn út úr byrjunarliðinu þegar liðið mætti Newcastle á miðvikudag, sá leikur tapaðist einnig með þremur mörkum gegn engu. Ten Hag var spurður út í málið á blaðamannafundi og sagði þar að hann væri búinn að ræða við Rashford, honum þætti málið algjörlega óásættanlegt en Rashford væri búinn að biðjast afsökunar, málinu væri ekki lokið en það yrði leyst innanhúss. Þjálfarinn þvertók fyrir það að Rashford hafi verið refsað á miðvikudag þegar hann var tekinn úr byrjunarliðinu og sagði það bara eðlilega breytingu á liðinu sökum leikjaálags. Erik ten Hag calls Marcus Rashford's trip to a nightclub after their Manchester derby defeat "unacceptable" but says the striker has apologised 🔴 pic.twitter.com/EcAKPw0yIF— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 3, 2023 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hegðun Rashford raskar ró þjálfarans, hann fékk ekki að spila leik gegn Wolves á síðasta tímabili eftir að hafa sofið yfir sig og mætt seint á liðsfund. Rashford hefur átt erfitt uppdráttar, líkt og margir leikmenn Manchester United, hann hefur aðeins skoraði eitt mark í 14 leikjum það sem af er tímabils. Hann verður meðal leikmanna þegar Manchester United mætir Fulham í dag, en þjálfarinn vildi eðlilega ekki gefa það upp hvort hann myndi byrja leikinn. Uppfært 11.30: Marcus Rashford er utan hóps hjá Manchester United og mun ekki taka þátt í leiknum gegn Fulham Enski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira
Rashford átti afmæli síðastliðinn þriðjudag, 31. október, en ákvað að halda upp á það á næturklúbbi í Manchester tveimur dögum fyrr, á sunnudag, strax eftir leikinn gegn Manchester City. Rashford spilaði 85 mínútur í leiknum en var svo tekinn út úr byrjunarliðinu þegar liðið mætti Newcastle á miðvikudag, sá leikur tapaðist einnig með þremur mörkum gegn engu. Ten Hag var spurður út í málið á blaðamannafundi og sagði þar að hann væri búinn að ræða við Rashford, honum þætti málið algjörlega óásættanlegt en Rashford væri búinn að biðjast afsökunar, málinu væri ekki lokið en það yrði leyst innanhúss. Þjálfarinn þvertók fyrir það að Rashford hafi verið refsað á miðvikudag þegar hann var tekinn úr byrjunarliðinu og sagði það bara eðlilega breytingu á liðinu sökum leikjaálags. Erik ten Hag calls Marcus Rashford's trip to a nightclub after their Manchester derby defeat "unacceptable" but says the striker has apologised 🔴 pic.twitter.com/EcAKPw0yIF— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 3, 2023 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hegðun Rashford raskar ró þjálfarans, hann fékk ekki að spila leik gegn Wolves á síðasta tímabili eftir að hafa sofið yfir sig og mætt seint á liðsfund. Rashford hefur átt erfitt uppdráttar, líkt og margir leikmenn Manchester United, hann hefur aðeins skoraði eitt mark í 14 leikjum það sem af er tímabils. Hann verður meðal leikmanna þegar Manchester United mætir Fulham í dag, en þjálfarinn vildi eðlilega ekki gefa það upp hvort hann myndi byrja leikinn. Uppfært 11.30: Marcus Rashford er utan hóps hjá Manchester United og mun ekki taka þátt í leiknum gegn Fulham
Enski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira