Búinn að jafna sig á sjokkinu: „Eins og einhver hefði kýlt mig í framan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. nóvember 2023 08:00 Ari Freyr Skúlason mun leggja skóna á hilluna eftir tæpar tvær vikur þegar tímabilinu í Svíþjóð lýkur. Twitter-síða IFK Norrköping. Ari Freyr Skúlason tilkynnti í vikunni að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar yfirstandandi leiktíð í Svíþjóð lýkur eftir tvær vikur. Erfitt hafi verið að komast að þeirri niðurstöðu að enda ferilinn. Ari leikur með Norrköping í Svíþjóð en liðið á tvo leiki eftir á leiktíðinni. Hann segir að ákvörðunin að hætta hafi verið unnin í samstarfi við félagið og hafi legið fyrir um hríð. Hann verður áfram hjá Norrköping sem svokallaður transition coach sem vinnur að því að brúa bilið milli unglingaliða og meistaraflokks og hjálpa ungum leikmönnum að taka skrefið upp í aðalliðið. „Þeir byrjuðu að tala við mig í lok maí. Við vorum með útlendingakvóta og ég var ekki nógu ánægður með það þegar gamli kallinn var settur út í horn fyrir þá ungu. Mér fannst það mjög leiðinlegt og pirrandi að þeir hafi sett sig í þessa stöðu að vera með of marga útlendinga,“ „Þá byrjuðum við að reyna að finna út úr því hvað væri best að gera og þá byrjaði þetta að malla. Bæði til þess að skapa pláss fyrir unga og efnilega, kannski Íslendinga, og þá að ég yrði þessi tengiliður líka,“ segir Ari Freyr. Ekki inni í myndinni að koma heim Ari var orðaður við endurkomu heim í Val en segist ekki hafa viljað flytja með fjölskyldunni eina ferðina enn, eftir að hafa leikið víða um álfuna undanfarin ár. „Á maður að fara að rífa þau upp eina ferðina enn? Þar sem við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna krakkarnir eru í skóla og íþróttum með fullt af vinum. Kostirnir voru annað hvort að fara í Superettuna [næst efstu deild í Svíþjóð] eða að flytja heim,“ „Eins og staðan er í dag spyr maður sig hvers virði það er að koma heim. Að spila þá eitt eða kannski tvö ár ef maður er heppinn og þurfa að byrja allt upp á nýtt. Svo veit maður aldrei hvað gerist, maður getur komið heim og verið ömurlegur eða meiðst eða eitthvað svoleiðis. Maður veit aldrei, sérstaklega þegar maður er kominn á þennan aldur,“ segir Ari Freyr. Verður erfitt að kveðja leikmannaferilinn Þrátt fyrir að Ari sé sáttur við ákvörðun sína segir hann þó afar erfitt skref að enda leikmannaferilinn. „Já, þetta er það, gríðarlega. Ég flutti þarna út 2003 í fyrsta skipti og er í raun búinn að lifa af fótboltanum síðan þá. Maður vissi alltaf að þetta væri að fara að enda en þegar fyrsta samtalið kom þarna í júní var eins og einhver hefði kýlt mig í framan. Blákaldur veruleikinn,“ „En núna hefur maður haft marga mánuði til að hugsa þetta, hvernig maður vill hafa þetta og er búinn að segja fjölskyldunni frá því að þetta sé að fara að gerast. Ég hef alveg haft tíma en ég býst við því að þessir síðustu tveir leikir og síðustu æfingar verði ekki auðveldir fyrir mig,“ segir Ari Freyr. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Annar hluti úr viðtalinu verður birtur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Sænski boltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Ari leikur með Norrköping í Svíþjóð en liðið á tvo leiki eftir á leiktíðinni. Hann segir að ákvörðunin að hætta hafi verið unnin í samstarfi við félagið og hafi legið fyrir um hríð. Hann verður áfram hjá Norrköping sem svokallaður transition coach sem vinnur að því að brúa bilið milli unglingaliða og meistaraflokks og hjálpa ungum leikmönnum að taka skrefið upp í aðalliðið. „Þeir byrjuðu að tala við mig í lok maí. Við vorum með útlendingakvóta og ég var ekki nógu ánægður með það þegar gamli kallinn var settur út í horn fyrir þá ungu. Mér fannst það mjög leiðinlegt og pirrandi að þeir hafi sett sig í þessa stöðu að vera með of marga útlendinga,“ „Þá byrjuðum við að reyna að finna út úr því hvað væri best að gera og þá byrjaði þetta að malla. Bæði til þess að skapa pláss fyrir unga og efnilega, kannski Íslendinga, og þá að ég yrði þessi tengiliður líka,“ segir Ari Freyr. Ekki inni í myndinni að koma heim Ari var orðaður við endurkomu heim í Val en segist ekki hafa viljað flytja með fjölskyldunni eina ferðina enn, eftir að hafa leikið víða um álfuna undanfarin ár. „Á maður að fara að rífa þau upp eina ferðina enn? Þar sem við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna krakkarnir eru í skóla og íþróttum með fullt af vinum. Kostirnir voru annað hvort að fara í Superettuna [næst efstu deild í Svíþjóð] eða að flytja heim,“ „Eins og staðan er í dag spyr maður sig hvers virði það er að koma heim. Að spila þá eitt eða kannski tvö ár ef maður er heppinn og þurfa að byrja allt upp á nýtt. Svo veit maður aldrei hvað gerist, maður getur komið heim og verið ömurlegur eða meiðst eða eitthvað svoleiðis. Maður veit aldrei, sérstaklega þegar maður er kominn á þennan aldur,“ segir Ari Freyr. Verður erfitt að kveðja leikmannaferilinn Þrátt fyrir að Ari sé sáttur við ákvörðun sína segir hann þó afar erfitt skref að enda leikmannaferilinn. „Já, þetta er það, gríðarlega. Ég flutti þarna út 2003 í fyrsta skipti og er í raun búinn að lifa af fótboltanum síðan þá. Maður vissi alltaf að þetta væri að fara að enda en þegar fyrsta samtalið kom þarna í júní var eins og einhver hefði kýlt mig í framan. Blákaldur veruleikinn,“ „En núna hefur maður haft marga mánuði til að hugsa þetta, hvernig maður vill hafa þetta og er búinn að segja fjölskyldunni frá því að þetta sé að fara að gerast. Ég hef alveg haft tíma en ég býst við því að þessir síðustu tveir leikir og síðustu æfingar verði ekki auðveldir fyrir mig,“ segir Ari Freyr. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Annar hluti úr viðtalinu verður birtur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Sænski boltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira