Fótbolti

Sæ­var Atli skoraði í jafn­tefli Lyngby

Dagur Lárusson skrifar
Freyr Alexanderson og Sævar Atli Magnússon
Freyr Alexanderson og Sævar Atli Magnússon Mynd/Lyngby

Sævar Atli Magnússon kom inn á sem varamaður fyrir Lyngby í dag gegn OB og skoraði annað mark liðsins.

Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, stillti upp byrjunarliði sínu með þremur Íslendingum inn á en það voru þeir Gylfi Þór, Andri Lucas og Kolbeinn Birgir. Sævar Atli Magnússon byrjaði á bekknum en kom inn á á 30. mínútu.

Það voru gestirnir í OB sem komust yfir snemma leiks eða á 14. mínútu en þá skoraði Bashkim Kadrii og var staðan 0-1 í hálfleik.

Lærisveinar Freys komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og jöfnuðu leikinn á 47. mínútu en þá skoraði Marcel Roemer. Það var síðan á 52. mínútu þar sem varamaðurinn og Íslendingurinn Sævar Atli Magnússon skoraði og kom Lyngby yfir.

Allt stefndi í sigur Lyngby en svo var ekki raunin því á 87. mínútu skoraði Louicios Deedson og jafnaði metin og þar við sat og því lokatölur 1-1. Eftir leikinn er Lyngby í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×