Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2023 11:52 Íbúar á Reykjanesi eru beðnir um að tapa ekki gleðinni en vera reiðubúnir þó ef eitthvað kemur upp. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. Sveitin mælir með því að íbúar eigi sirka tíu lítra af vatni á flöskum og brúsum heima fyrir. Þeir sem eigi gæludýr gætu þurft að hafa meira. Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að boðað hafi verið til upplýsingafundar í dag sem Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna mun stýra. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Þá er íbúum bent á að gera ráðstafanir með gistingu utan svæðis sé þess nokkur kostur. Bent er á að foreldrar með smábörn hafist ekki við í óupphituðu húsnæði ef heita vatnið fer af. Hamstri ekki eldsneyti „Alls ekki kaupa rafmagnsofna í hvert herbergi ef allt fer á versta veg, þá verður ekki nægt rafmagn til að keyra alla þessa ofna. Ákveðið hvaða herbergi þið ætlið hita og veljið lítinn rafmagnsofn í það rými.“ Þá segir björgunarsveitin að íbúar skuli ekki hamstra eldsneyti. Hættulegt sé að geyma það í miklu mæli í heimahúsum. Nauðsynlegt sé að eiga vasaljós og aukarafhlöður og kerti. Þá verði kveikjarinn að vera á sínum stað. Ekki þörf á því að hamstra klósettpappír „Við ráðleggjum líka öllum íbúum á Reykjanesi að kynna sér þær viðbragðsáætlanir sem eru til fyrir það svæði sem við búum á. Björgunarsveitin telur ekki þörf á því að birgja sig upp af klósettpappír.“ Gott sé að eiga matvöru með langan fyrningartíma. Íbúar eru hvattir til að skoða stöðuna á gasinu á grillinu. Alltaf sé hægt að grilla. Grilluð samloka með osti og skinku smakkist einstaklega vel í náttúruhamförum. Þá bendir björgunarsveitin á heimasíðu Rauða krossins. Þar eru nánari upplýsingar um hvað sé gott að hafa til þriggja daga ef hætta er á náttúruhamförum eða veðurhamförum. „Alltaf má hafa samband við Björgunarsveitina Suðurnes til að fá frekari upplýsingar en allar hjálparbeiðnir fara í gegnum neyðarlínuna í síma 1-1-2. Höldum alltaf ró okkar hlustum á fyrirmæli frá opinberum aðilum. Útskýrum fyrir smá fólkinu okkar hvað er að gerast og töpum alls ekki gleðinni.“ Fundur almannavarna klukkan 15 Klukkan 15:00 í dag, mánudaginn 6. nóvember verður haldinn upplýsingafundur Almannavarna, í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Fundinum stýrir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna, hann fer yfir stöðu mála vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. Einnig verða á fundinum Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, Kristinn Harðarson, framkvæmdarstjóri frá HS Orku og Páll Erland, forstjóri hjá HS Veitum. Fundurinn er haldinn til miðla upplýsingum og fara yfir þau verkefni sem unnið er að vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, að því er fram kemur í tilkynningu. Reykjanesbær Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Sveitin mælir með því að íbúar eigi sirka tíu lítra af vatni á flöskum og brúsum heima fyrir. Þeir sem eigi gæludýr gætu þurft að hafa meira. Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að boðað hafi verið til upplýsingafundar í dag sem Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna mun stýra. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Þá er íbúum bent á að gera ráðstafanir með gistingu utan svæðis sé þess nokkur kostur. Bent er á að foreldrar með smábörn hafist ekki við í óupphituðu húsnæði ef heita vatnið fer af. Hamstri ekki eldsneyti „Alls ekki kaupa rafmagnsofna í hvert herbergi ef allt fer á versta veg, þá verður ekki nægt rafmagn til að keyra alla þessa ofna. Ákveðið hvaða herbergi þið ætlið hita og veljið lítinn rafmagnsofn í það rými.“ Þá segir björgunarsveitin að íbúar skuli ekki hamstra eldsneyti. Hættulegt sé að geyma það í miklu mæli í heimahúsum. Nauðsynlegt sé að eiga vasaljós og aukarafhlöður og kerti. Þá verði kveikjarinn að vera á sínum stað. Ekki þörf á því að hamstra klósettpappír „Við ráðleggjum líka öllum íbúum á Reykjanesi að kynna sér þær viðbragðsáætlanir sem eru til fyrir það svæði sem við búum á. Björgunarsveitin telur ekki þörf á því að birgja sig upp af klósettpappír.“ Gott sé að eiga matvöru með langan fyrningartíma. Íbúar eru hvattir til að skoða stöðuna á gasinu á grillinu. Alltaf sé hægt að grilla. Grilluð samloka með osti og skinku smakkist einstaklega vel í náttúruhamförum. Þá bendir björgunarsveitin á heimasíðu Rauða krossins. Þar eru nánari upplýsingar um hvað sé gott að hafa til þriggja daga ef hætta er á náttúruhamförum eða veðurhamförum. „Alltaf má hafa samband við Björgunarsveitina Suðurnes til að fá frekari upplýsingar en allar hjálparbeiðnir fara í gegnum neyðarlínuna í síma 1-1-2. Höldum alltaf ró okkar hlustum á fyrirmæli frá opinberum aðilum. Útskýrum fyrir smá fólkinu okkar hvað er að gerast og töpum alls ekki gleðinni.“ Fundur almannavarna klukkan 15 Klukkan 15:00 í dag, mánudaginn 6. nóvember verður haldinn upplýsingafundur Almannavarna, í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Fundinum stýrir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna, hann fer yfir stöðu mála vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. Einnig verða á fundinum Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, Kristinn Harðarson, framkvæmdarstjóri frá HS Orku og Páll Erland, forstjóri hjá HS Veitum. Fundurinn er haldinn til miðla upplýsingum og fara yfir þau verkefni sem unnið er að vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, að því er fram kemur í tilkynningu.
Reykjanesbær Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent