Elliði Snær raðaði inn mörkum en hornamennirnir hornreka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 15:31 Elliði Snær Viðarsson skorar eitt af fjórtán mörkum sínum um helgina. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann tvo sigra á Færeyjum um helgina en þetta voru fyrstu landsleikirnir í sex mánuði og þeir fyrstu síðan að Snorri Steinn Guðjónsson tók við liðinu. Tölfræði liðsins frá helginni er athyglisverð. Það var gaman að sjá Ómar Inga Magnússon snúa aftur í liðið eftir meiðsli og hann var markahæsti leikmaðurinn samanlagt í leikjunum með fjórtán mörk. Maður helgarinnar var þó öðrum fremur Elliði Snær Viðarsson sem skoraði jafn mikið og Ómar en ekkert markanna hans kom aftur á móti úr vítakasti. Elliði skoraði þessi fjórtán mörk sín úr tuttugu skotum en tíu þeirra komu í fyrri leiknum þar sem hann var óstöðvandi. Ómar Ingi skoraði helming marka sinna, sjö af fjórtán, af vítalínunni. Haukur kom að níu mörkum Á eftir þeim Elliða og Ómari komu Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson sem báðir skoruðu sex mörk. Haukur var einnig með þrjár stoðsendingar og það var gaman að sjá hann aftur í íslenska landsliðsbúningnum. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjórtán mörk í leikjunum tveimur.Vísir/Hulda Margrét Aron gaf fjórar stoðsendingar samkvæmt tölfræði HB Statz eins og Janus Daði Smárason en stoðsendingahæstur var Elvar Örn Jónsson með fimm. Ómar Ingi Magnússon gaf þrjár stoðsendingar og kom því að flestum mörkum í leikjunum eða sautján. Það sást aftur minna af hornamönnum íslenska liðsins en oft áður en Bjarki Már Elísson og Óðinn Þór Ríkharðsson eru vanalega duglegir að skora mörk fyrir liðin sín. Bjarki Már (5) og Óðinn (1) voru aðeins samtals með sex mörk í þessum tveimur leikjum en Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk. Stiven Tobar Valencia komst ekki á blað. Flest marka hornamanna íslenska liðsins, sjö af ellefu, komu þó úr hraðaupphlaupum því færin voru afar fá sem þeir fengu úr hornunum. Fimmfalt fleiri hornamörk hjá Færeyjum Það má segja að hornamennirnir hafi hreinlega verið hornreka í þessum leikjum og það er örugglega eitt af því sem Snorri Steinn mun reyna að laga fyrir næstu verkefni. Samkvæmt tölfræði HB Statz þá fékk íslenska liðið aðeins þrjú mörk samanlagt úr hornunum tveimur og strákarnir skutu bara fimm sinnum úr horni á þessum 120 mínútum. Færeyingar fengu aftur á móti fimmtán mörk úr hornum eða fimmfalt meira en íslenska liðið. Færeyjar voru nefnilega að búa til 22 færi úr hornunum en íslenska liðið aðeins fimm. Íslenska liðið skoraði aftur á móti mun fleiri mörk úr langskotum, með gegnumbrotum og úr hraðaupphlaupum þar sem munurinn var mestur eða tíu mörk. Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel í markinu.Vísir/Hulda Margrét Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi líka að hann hefur eignað sér algjörlega markvarðarstöðuna í liðinu. Viktor Gísli varð alls 28 skot í leikjunum tveimur eða 41 prósent skota sem á hann komu. Björgvin Páll Gústavsson var aðeins með 22 prósent markvörslu en varði eitt víti. Flest mörk Íslands í Færeyjaleikjunum: Elliði Snær Viðarsson 14 Ómar Ingi Magnússon 14/7 víti Aron Pálmarsson 6 Haukur Þrastarson 6 Janus Daði Smárason 5 Elvar Örn Jónsson 5 Bjarki Már Elísson 5 Sigvaldi Björn Guðjónsson 5 Viggó Kristjánsson 4/1 víti Arnar Freyr Arnarsson 2 Kristján Örn Kristjánsson 2 Óðinn Þór Ríkharðsson 1 Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 28/1 (41%) Björgvin Páll Gústavsson 4/1 (22%) - Mörkin úr leikstöðum (Tölfræði frá HB Statz) Mörk úr hornum: Færeyjar +12 (15-3) Mörk með langskotum: Ísland +7 (15-8) Mörk með gegnumbrotum: Ísland +6 (20-14) Mörk af línu: Ísland +1 (10-9) Mörk úr víti: Ísland +4 (8-4) Mörk úr fyrsta bylgju í hraðaupphlaupi: Ísland +10 (13-3) Landslið karla í handbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Það var gaman að sjá Ómar Inga Magnússon snúa aftur í liðið eftir meiðsli og hann var markahæsti leikmaðurinn samanlagt í leikjunum með fjórtán mörk. Maður helgarinnar var þó öðrum fremur Elliði Snær Viðarsson sem skoraði jafn mikið og Ómar en ekkert markanna hans kom aftur á móti úr vítakasti. Elliði skoraði þessi fjórtán mörk sín úr tuttugu skotum en tíu þeirra komu í fyrri leiknum þar sem hann var óstöðvandi. Ómar Ingi skoraði helming marka sinna, sjö af fjórtán, af vítalínunni. Haukur kom að níu mörkum Á eftir þeim Elliða og Ómari komu Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson sem báðir skoruðu sex mörk. Haukur var einnig með þrjár stoðsendingar og það var gaman að sjá hann aftur í íslenska landsliðsbúningnum. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjórtán mörk í leikjunum tveimur.Vísir/Hulda Margrét Aron gaf fjórar stoðsendingar samkvæmt tölfræði HB Statz eins og Janus Daði Smárason en stoðsendingahæstur var Elvar Örn Jónsson með fimm. Ómar Ingi Magnússon gaf þrjár stoðsendingar og kom því að flestum mörkum í leikjunum eða sautján. Það sást aftur minna af hornamönnum íslenska liðsins en oft áður en Bjarki Már Elísson og Óðinn Þór Ríkharðsson eru vanalega duglegir að skora mörk fyrir liðin sín. Bjarki Már (5) og Óðinn (1) voru aðeins samtals með sex mörk í þessum tveimur leikjum en Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk. Stiven Tobar Valencia komst ekki á blað. Flest marka hornamanna íslenska liðsins, sjö af ellefu, komu þó úr hraðaupphlaupum því færin voru afar fá sem þeir fengu úr hornunum. Fimmfalt fleiri hornamörk hjá Færeyjum Það má segja að hornamennirnir hafi hreinlega verið hornreka í þessum leikjum og það er örugglega eitt af því sem Snorri Steinn mun reyna að laga fyrir næstu verkefni. Samkvæmt tölfræði HB Statz þá fékk íslenska liðið aðeins þrjú mörk samanlagt úr hornunum tveimur og strákarnir skutu bara fimm sinnum úr horni á þessum 120 mínútum. Færeyingar fengu aftur á móti fimmtán mörk úr hornum eða fimmfalt meira en íslenska liðið. Færeyjar voru nefnilega að búa til 22 færi úr hornunum en íslenska liðið aðeins fimm. Íslenska liðið skoraði aftur á móti mun fleiri mörk úr langskotum, með gegnumbrotum og úr hraðaupphlaupum þar sem munurinn var mestur eða tíu mörk. Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel í markinu.Vísir/Hulda Margrét Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi líka að hann hefur eignað sér algjörlega markvarðarstöðuna í liðinu. Viktor Gísli varð alls 28 skot í leikjunum tveimur eða 41 prósent skota sem á hann komu. Björgvin Páll Gústavsson var aðeins með 22 prósent markvörslu en varði eitt víti. Flest mörk Íslands í Færeyjaleikjunum: Elliði Snær Viðarsson 14 Ómar Ingi Magnússon 14/7 víti Aron Pálmarsson 6 Haukur Þrastarson 6 Janus Daði Smárason 5 Elvar Örn Jónsson 5 Bjarki Már Elísson 5 Sigvaldi Björn Guðjónsson 5 Viggó Kristjánsson 4/1 víti Arnar Freyr Arnarsson 2 Kristján Örn Kristjánsson 2 Óðinn Þór Ríkharðsson 1 Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 28/1 (41%) Björgvin Páll Gústavsson 4/1 (22%) - Mörkin úr leikstöðum (Tölfræði frá HB Statz) Mörk úr hornum: Færeyjar +12 (15-3) Mörk með langskotum: Ísland +7 (15-8) Mörk með gegnumbrotum: Ísland +6 (20-14) Mörk af línu: Ísland +1 (10-9) Mörk úr víti: Ísland +4 (8-4) Mörk úr fyrsta bylgju í hraðaupphlaupi: Ísland +10 (13-3)
Flest mörk Íslands í Færeyjaleikjunum: Elliði Snær Viðarsson 14 Ómar Ingi Magnússon 14/7 víti Aron Pálmarsson 6 Haukur Þrastarson 6 Janus Daði Smárason 5 Elvar Örn Jónsson 5 Bjarki Már Elísson 5 Sigvaldi Björn Guðjónsson 5 Viggó Kristjánsson 4/1 víti Arnar Freyr Arnarsson 2 Kristján Örn Kristjánsson 2 Óðinn Þór Ríkharðsson 1 Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 28/1 (41%) Björgvin Páll Gústavsson 4/1 (22%) - Mörkin úr leikstöðum (Tölfræði frá HB Statz) Mörk úr hornum: Færeyjar +12 (15-3) Mörk með langskotum: Ísland +7 (15-8) Mörk með gegnumbrotum: Ísland +6 (20-14) Mörk af línu: Ísland +1 (10-9) Mörk úr víti: Ísland +4 (8-4) Mörk úr fyrsta bylgju í hraðaupphlaupi: Ísland +10 (13-3)
Landslið karla í handbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira