Vanda gefur ekki kost á sér á ný Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. nóvember 2023 20:10 Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður. Frá þessu greinir Vanda á heimasíðu KSÍ. Hún tók við formannssætinu árið 2021 og varð um leið fyrsta konan til að gegn slíku embætti innan aðildarsambands evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA. „Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ á næsta þingi, sem haldið verður í febrúar næstkomandi,“ segir Vanda í tilkynningu sinni. Það er því ljóst að nýr formaður mun taka við þegar ársþing KSÍ verður haldið í febrúar á næsta ári. Yfirlýsing Vöndu í heild sinni Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ á næsta þingi, sem haldið verður í febrúar næstkomandi. Það hefur verið mér mikill heiður að gegna stöðu formanns KSÍ. Á þessum tíma hef ég hitt og unnið með yndislegu fólki sem brennur fyrir framgangi fótboltans á öllum sviðum, bæði afreks- og grasrótarfótbolta, sem og þeirri samfélagslegu ábyrgð sem við svo sannarlega berum. Með því að kjósa mig sem formann braut knattspyrnuhreyfingin á Íslandi blað í sögunni. Ég er ákaflega stolt af því að vera fyrsta konan sem gegnir formennsku í knattspyrnusambandi í Evrópu allri. Jákvæð áhrif af fjölgun kvenna eru þegar komin í ljós og við getum stolt sagt að framtíðin sé björt. Fram að ársþingi mun stjórn KSÍ og ég sem formaður vinna áfram af krafti að hagsmunum knattspyrnunnar og ég mun verða nýjum formanni til halds og trausts eins og þörf krefur við vistaskiptin. Þessi ákvörðun er tekin eftir mikla umhugsun en ég hef ákveðið að hverfa til fyrri verkefna hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og KVAN. Þar mun ég halda áfram lífsstarfi mínu, sem snýr að menntun og þjálfun fagfólks, fræðslu fyrir foreldra og börn, með áherslu á eineltisforvarnir, jákvæð samskipti og velferð. Ég geng stolt frá borði og hlakka til að fylgjast með hreyfingunni vaxa og dafna og vera áfram hreyfiafl til góðs. Áfram Ísland. Kveðja, Vanda Sigurgeirsdóttir KSÍ Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Frá þessu greinir Vanda á heimasíðu KSÍ. Hún tók við formannssætinu árið 2021 og varð um leið fyrsta konan til að gegn slíku embætti innan aðildarsambands evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA. „Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ á næsta þingi, sem haldið verður í febrúar næstkomandi,“ segir Vanda í tilkynningu sinni. Það er því ljóst að nýr formaður mun taka við þegar ársþing KSÍ verður haldið í febrúar á næsta ári. Yfirlýsing Vöndu í heild sinni Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ á næsta þingi, sem haldið verður í febrúar næstkomandi. Það hefur verið mér mikill heiður að gegna stöðu formanns KSÍ. Á þessum tíma hef ég hitt og unnið með yndislegu fólki sem brennur fyrir framgangi fótboltans á öllum sviðum, bæði afreks- og grasrótarfótbolta, sem og þeirri samfélagslegu ábyrgð sem við svo sannarlega berum. Með því að kjósa mig sem formann braut knattspyrnuhreyfingin á Íslandi blað í sögunni. Ég er ákaflega stolt af því að vera fyrsta konan sem gegnir formennsku í knattspyrnusambandi í Evrópu allri. Jákvæð áhrif af fjölgun kvenna eru þegar komin í ljós og við getum stolt sagt að framtíðin sé björt. Fram að ársþingi mun stjórn KSÍ og ég sem formaður vinna áfram af krafti að hagsmunum knattspyrnunnar og ég mun verða nýjum formanni til halds og trausts eins og þörf krefur við vistaskiptin. Þessi ákvörðun er tekin eftir mikla umhugsun en ég hef ákveðið að hverfa til fyrri verkefna hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og KVAN. Þar mun ég halda áfram lífsstarfi mínu, sem snýr að menntun og þjálfun fagfólks, fræðslu fyrir foreldra og börn, með áherslu á eineltisforvarnir, jákvæð samskipti og velferð. Ég geng stolt frá borði og hlakka til að fylgjast með hreyfingunni vaxa og dafna og vera áfram hreyfiafl til góðs. Áfram Ísland. Kveðja, Vanda Sigurgeirsdóttir
Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ á næsta þingi, sem haldið verður í febrúar næstkomandi. Það hefur verið mér mikill heiður að gegna stöðu formanns KSÍ. Á þessum tíma hef ég hitt og unnið með yndislegu fólki sem brennur fyrir framgangi fótboltans á öllum sviðum, bæði afreks- og grasrótarfótbolta, sem og þeirri samfélagslegu ábyrgð sem við svo sannarlega berum. Með því að kjósa mig sem formann braut knattspyrnuhreyfingin á Íslandi blað í sögunni. Ég er ákaflega stolt af því að vera fyrsta konan sem gegnir formennsku í knattspyrnusambandi í Evrópu allri. Jákvæð áhrif af fjölgun kvenna eru þegar komin í ljós og við getum stolt sagt að framtíðin sé björt. Fram að ársþingi mun stjórn KSÍ og ég sem formaður vinna áfram af krafti að hagsmunum knattspyrnunnar og ég mun verða nýjum formanni til halds og trausts eins og þörf krefur við vistaskiptin. Þessi ákvörðun er tekin eftir mikla umhugsun en ég hef ákveðið að hverfa til fyrri verkefna hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og KVAN. Þar mun ég halda áfram lífsstarfi mínu, sem snýr að menntun og þjálfun fagfólks, fræðslu fyrir foreldra og börn, með áherslu á eineltisforvarnir, jákvæð samskipti og velferð. Ég geng stolt frá borði og hlakka til að fylgjast með hreyfingunni vaxa og dafna og vera áfram hreyfiafl til góðs. Áfram Ísland. Kveðja, Vanda Sigurgeirsdóttir
KSÍ Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira