„Við erum ómögulegir án hvor annars“ Íris Hauksdóttir skrifar 7. nóvember 2023 06:01 Jafet Máni og Rúnar eru nýjustu viðmælendur í viðtalsliðnum Ást er. Þeir Jafet Máni og Rúnar kynntust fyrir tilviljun í gegnum Instagram. Tveimur árum síðar búa þeir saman í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Eftir að hafa hist í fyrsta skipti segir Jafet það aldrei hafa verið spurning. Þeir vildu alltaf verða saman. „Ég opnaði óvart story hjá Rúnari, sem enginn trúir, en eftir það fór hann að spjalla við mig,“ segir Jafet einlægt og heldur áfram. „Hann gekk svolítið á eftir mér og loksins lét ég undan. Eftir það var þetta aldrei spurning og við áttuðum okkur snemma á því að við vildum alltaf verða samferða.“ Þeir Jafet Máni og Rúnar sameinast í margvíslegum áhugamálum. aðsend Sjálfur hefur Jafet komið að fjölbreyttum verkefnum tengdum leiklist og dagskrárgerð auk þess að starfa sem flugþjónn hjá Icelandair. Verjum öllum frítíma saman „Ég hef verið að leika frá barnsaldri, tók þátt í nokkrum uppfærslum í atvinnuleikhúsunum og hugurinn hefur verið þar síðan. Þar að auki hef ég verið einstaklega heppinn með tækifæri jafnt á sviði og fyrir framan myndavélarnar sem hafa einungis vökvað bakteríuna enn frekar.“ Þeir Jafet og Rúnar sameinast í ást sinni á eldamennsku.aðsend Rúnar starfar hins vegar hjá embætti Héraðssaksóknara og hefur verið í lögreglunni undanfarin sjö ár. „Lögreglustarfið á mjög vel við hann en honum er mjög umhugað um nær- og fjarsamfélagið. Honum er það mikilvægt að aðstoða náungann og breyta til hins betra. Þarna erum við mjög líkir að mínu mati þrátt fyrir að sækja í ólík verkefni. Afmælisdagar okkar eru hlið við hlið. Ég fæddist 16. apríl og hann 17. apríl. Við deilum vinum, erum miklir fjölskyldumenn og höfum sömu áhugamál. Við erum frekar ómögulegir án hvor annars og verjum því nánast öllum okkar frítíma saman. Jafet Máni, starfandi flugþjónn gat boðið Rúnari víða um heim í ferðalög með sér.aðsend Á þessum tveimur árum sem við höfum þekkt hvorn annan höfum við ferðast víðsvegar um hnöttinn. Mexíkó, Bali og fleiri staði og erum oft langt komnir með drög að næsta ferðalagi áður en við lendum aftur heima á Íslandi. Þetta hefur verið notað sem pöbbkviss spurning. Ræktum líkama og geð Þá er spurt hversu mörg lönd við höfum heimsótt og svarið er iðulega: Það veit enginn. Það er nefnilega svo margt í boði og samveran er svo einstök þegar maður er á flakki og ólík þeirri sem er í hversdagsleikanum. Við höfum samt búið okkur til fallegt heimili þar sem okkur líður afar vel, en það er allt best í bland. Okkar aðaláhugamál eru að umgangast vini okkar og fjölskyldu. Það skemmir ekki ef það er góður matur og drykkur með. Annars erum við mikið í að rækta líkama og geð og kynnast því sem heimurinn hefur upp á að bjóða.“ Jafet Máni er nýjasti viðmælandinn í viðtalsliðnum Ást er. Jafet og Rúnar á einni af ótal góðri stundu þar sem þeir ferðuðust erlendis. aðsend Fyrsti kossinn: „Fyrsti kossinn var heima hjá mér þegar við hittumst í fyrsta skiptið. Um leið og Rúnar hafði lokið máli sínu, mörgum klukkutímum síðar, þá kyssti hann mig. Ég var mjög feginn, þagnarinnar vegna og líka að hann hefði tekið fyrsta skrefið.“ Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: „Ég á alltaf erfitt með að velja uppáhalds bíómynd, en er ekki bara klassískt að segja Notebook?“ Uppáhalds break up ballaðan mín er: „Þegar það er skýjað yfir mér finnst mér notalegt að hlusta á Hjálma, Valdimar og Adele.“ Lagið okkar: „Í löngu máli með Unu Torfa. Textinn á nokkuð vel við okkur þar sem hún syngur: Því þú segir svo vel frá, gleymir aldrei neinu. Ég segi góðar sögur, en ég hef þær ekki á hreinu. En kannski ef ég segi þér þá manstu þær með mér. Rúnar er mjög góður að segja sögur og segir frá öllum smáatriðum, á meðan ég er oft að reyna að rifja upp sögurnar á meðan ég er að segja frá þeim og tæpi á aðalatriðunum.“ Mér finnst rómantískt stefnumót vera: „Að koma hvor öðrum á óvart, góður matur og drykkur. Þarf ekki að vera flókið. Rómantíkin felst í einlægninni.“ Maturinn: „Beef bourginon sem Rúnar gerir og í raun allt sem hann eldar er sjúllað gott. Annars elska ég að borða góðan mat almennt, nema það sem er á listanum yfir það sem ég borða ekki, listi sem er frægur í mínum vinahópi.“ Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: „Ég gaf honum vínglös, listaverk sem lýsir hans stjörnumerki og svo sleif. Ástæðan fyrir sleifinni er sú að við vorum að baka fyrir jólin heima hjá honum og hann átti ekki sleif.“ Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: „Fyrsta gjöfin sem hann gaf mér var tvíbreið sæng og koddar. Honum leist ekki á það að ég væri með tvær sængur.“ Kærastinn minn er: „Rúnar Gíslason. Hann er allur pakkinn; Fallegur, skemmtilegur, oftast fyndinn, hjartahlýr og góður. Hann vill allt fyrir alla gera og er minn helsti peppari.“ Á einum af rómantískustu stöðum jarðar, við Effel turninn. aðsend Rómantískasti staður á landinu: „Virkilega erfitt að velja. Við eigum margar rómantískar minningar út um allt land og þar er af nógu að taka. Borgarfjörður varð óneitanlega í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég kynntist Borgfirðingi og ég hef fengið meiri leiðsögn þar en góðu hófi gegnir. Vestfirðir hafa einnig mjög rómantískan blæ yfir sér en ég á ættir mínar að rekja til Önundarfjarðar, það er í raun fallegt hvar sem maður er staddur á Vestfjörðum.“ Mér finnst líka Ægissíðan mjög rómantísk. Þar var mitt fyrsta heimili og staðurinn varð enn rómantískari eftir að mágur minn bað systur minnar þar eftir góðan hlaupatúr og í kjölfarið hefur Rúnar verið mjög viljugur að hlaupa með mér en það hefur ekki haft erindi sem erfiði.“ Ást er: „Eitthvað töfrandi sem kemur til manns þegar maður finnur rétta einstaklinginn. Heiðarleiki, traust, vinátta og að standa með og styðja hvert annað.“ Ástin og lífið Tengdar fréttir Áttu fallega stund í leynilauginni Tónlistarkonan, plötusnúðurinn og Reykjavíkurdóttirin Ragnhildur Jónasdóttir, betur þekkt sem Ragga Hólm, kynntist kærustu sinni, Elmu Valgerði Sveinbjörnsdóttur, á djamminu. 30. október 2023 20:02 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Þórunn Antonía býr yfir mörgum leyndum hæfileikum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Uppáhalds íslensku ástarlögin: „Góð leið til að tryggja sér stelpu, ævilangt“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Ég opnaði óvart story hjá Rúnari, sem enginn trúir, en eftir það fór hann að spjalla við mig,“ segir Jafet einlægt og heldur áfram. „Hann gekk svolítið á eftir mér og loksins lét ég undan. Eftir það var þetta aldrei spurning og við áttuðum okkur snemma á því að við vildum alltaf verða samferða.“ Þeir Jafet Máni og Rúnar sameinast í margvíslegum áhugamálum. aðsend Sjálfur hefur Jafet komið að fjölbreyttum verkefnum tengdum leiklist og dagskrárgerð auk þess að starfa sem flugþjónn hjá Icelandair. Verjum öllum frítíma saman „Ég hef verið að leika frá barnsaldri, tók þátt í nokkrum uppfærslum í atvinnuleikhúsunum og hugurinn hefur verið þar síðan. Þar að auki hef ég verið einstaklega heppinn með tækifæri jafnt á sviði og fyrir framan myndavélarnar sem hafa einungis vökvað bakteríuna enn frekar.“ Þeir Jafet og Rúnar sameinast í ást sinni á eldamennsku.aðsend Rúnar starfar hins vegar hjá embætti Héraðssaksóknara og hefur verið í lögreglunni undanfarin sjö ár. „Lögreglustarfið á mjög vel við hann en honum er mjög umhugað um nær- og fjarsamfélagið. Honum er það mikilvægt að aðstoða náungann og breyta til hins betra. Þarna erum við mjög líkir að mínu mati þrátt fyrir að sækja í ólík verkefni. Afmælisdagar okkar eru hlið við hlið. Ég fæddist 16. apríl og hann 17. apríl. Við deilum vinum, erum miklir fjölskyldumenn og höfum sömu áhugamál. Við erum frekar ómögulegir án hvor annars og verjum því nánast öllum okkar frítíma saman. Jafet Máni, starfandi flugþjónn gat boðið Rúnari víða um heim í ferðalög með sér.aðsend Á þessum tveimur árum sem við höfum þekkt hvorn annan höfum við ferðast víðsvegar um hnöttinn. Mexíkó, Bali og fleiri staði og erum oft langt komnir með drög að næsta ferðalagi áður en við lendum aftur heima á Íslandi. Þetta hefur verið notað sem pöbbkviss spurning. Ræktum líkama og geð Þá er spurt hversu mörg lönd við höfum heimsótt og svarið er iðulega: Það veit enginn. Það er nefnilega svo margt í boði og samveran er svo einstök þegar maður er á flakki og ólík þeirri sem er í hversdagsleikanum. Við höfum samt búið okkur til fallegt heimili þar sem okkur líður afar vel, en það er allt best í bland. Okkar aðaláhugamál eru að umgangast vini okkar og fjölskyldu. Það skemmir ekki ef það er góður matur og drykkur með. Annars erum við mikið í að rækta líkama og geð og kynnast því sem heimurinn hefur upp á að bjóða.“ Jafet Máni er nýjasti viðmælandinn í viðtalsliðnum Ást er. Jafet og Rúnar á einni af ótal góðri stundu þar sem þeir ferðuðust erlendis. aðsend Fyrsti kossinn: „Fyrsti kossinn var heima hjá mér þegar við hittumst í fyrsta skiptið. Um leið og Rúnar hafði lokið máli sínu, mörgum klukkutímum síðar, þá kyssti hann mig. Ég var mjög feginn, þagnarinnar vegna og líka að hann hefði tekið fyrsta skrefið.“ Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: „Ég á alltaf erfitt með að velja uppáhalds bíómynd, en er ekki bara klassískt að segja Notebook?“ Uppáhalds break up ballaðan mín er: „Þegar það er skýjað yfir mér finnst mér notalegt að hlusta á Hjálma, Valdimar og Adele.“ Lagið okkar: „Í löngu máli með Unu Torfa. Textinn á nokkuð vel við okkur þar sem hún syngur: Því þú segir svo vel frá, gleymir aldrei neinu. Ég segi góðar sögur, en ég hef þær ekki á hreinu. En kannski ef ég segi þér þá manstu þær með mér. Rúnar er mjög góður að segja sögur og segir frá öllum smáatriðum, á meðan ég er oft að reyna að rifja upp sögurnar á meðan ég er að segja frá þeim og tæpi á aðalatriðunum.“ Mér finnst rómantískt stefnumót vera: „Að koma hvor öðrum á óvart, góður matur og drykkur. Þarf ekki að vera flókið. Rómantíkin felst í einlægninni.“ Maturinn: „Beef bourginon sem Rúnar gerir og í raun allt sem hann eldar er sjúllað gott. Annars elska ég að borða góðan mat almennt, nema það sem er á listanum yfir það sem ég borða ekki, listi sem er frægur í mínum vinahópi.“ Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: „Ég gaf honum vínglös, listaverk sem lýsir hans stjörnumerki og svo sleif. Ástæðan fyrir sleifinni er sú að við vorum að baka fyrir jólin heima hjá honum og hann átti ekki sleif.“ Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: „Fyrsta gjöfin sem hann gaf mér var tvíbreið sæng og koddar. Honum leist ekki á það að ég væri með tvær sængur.“ Kærastinn minn er: „Rúnar Gíslason. Hann er allur pakkinn; Fallegur, skemmtilegur, oftast fyndinn, hjartahlýr og góður. Hann vill allt fyrir alla gera og er minn helsti peppari.“ Á einum af rómantískustu stöðum jarðar, við Effel turninn. aðsend Rómantískasti staður á landinu: „Virkilega erfitt að velja. Við eigum margar rómantískar minningar út um allt land og þar er af nógu að taka. Borgarfjörður varð óneitanlega í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég kynntist Borgfirðingi og ég hef fengið meiri leiðsögn þar en góðu hófi gegnir. Vestfirðir hafa einnig mjög rómantískan blæ yfir sér en ég á ættir mínar að rekja til Önundarfjarðar, það er í raun fallegt hvar sem maður er staddur á Vestfjörðum.“ Mér finnst líka Ægissíðan mjög rómantísk. Þar var mitt fyrsta heimili og staðurinn varð enn rómantískari eftir að mágur minn bað systur minnar þar eftir góðan hlaupatúr og í kjölfarið hefur Rúnar verið mjög viljugur að hlaupa með mér en það hefur ekki haft erindi sem erfiði.“ Ást er: „Eitthvað töfrandi sem kemur til manns þegar maður finnur rétta einstaklinginn. Heiðarleiki, traust, vinátta og að standa með og styðja hvert annað.“
Ástin og lífið Tengdar fréttir Áttu fallega stund í leynilauginni Tónlistarkonan, plötusnúðurinn og Reykjavíkurdóttirin Ragnhildur Jónasdóttir, betur þekkt sem Ragga Hólm, kynntist kærustu sinni, Elmu Valgerði Sveinbjörnsdóttur, á djamminu. 30. október 2023 20:02 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Þórunn Antonía býr yfir mörgum leyndum hæfileikum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Uppáhalds íslensku ástarlögin: „Góð leið til að tryggja sér stelpu, ævilangt“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Áttu fallega stund í leynilauginni Tónlistarkonan, plötusnúðurinn og Reykjavíkurdóttirin Ragnhildur Jónasdóttir, betur þekkt sem Ragga Hólm, kynntist kærustu sinni, Elmu Valgerði Sveinbjörnsdóttur, á djamminu. 30. október 2023 20:02