Valið á Endrick minnir á vorið þegar Ronaldo skoraði á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2023 16:01 Ronaldo fékk ekki að spila á HM 1994 en varð samt heimsmeistari. Getty/Oliver Berg Hinn sautján ára gamli Endrick var í gær valinn í brasilíska landsliðið í fótbolta í fyrsta sinn en fram undan eru leikir hjá Brasilíumönnum í undankeppni HM. Endrick verður þar með yngsti leikmaðurinn til að komast í brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo var valinn í mars 1994. Endrick er framherji Palmeiras í dag en í desember í fyrra náði Real Madrid samkomulagi við Palmeiras, Endrick og fjölskyldu hans að hann skrifaði undir samning við Real á átján ára afmælisdegi sínum 21. júlí næstkomandi. Endrick er með 8 mörk í 25 deildarleikjum á 2023 tímabilinu og hefur fimm mörk í fjórum leikjum fyrir sautján ára landslið Brasilíu. Hann tryggði sér landsliðssætið með því að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum með Palmeiras. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato) Douglas Ramos er bæði faðir og umboðsmaður stráksins en hann segir að valið hafi komið þeim á óvart. „Ef ég segi alveg eins og er þá vorum við að vonast til þess að hann yrði valinn í Ólympíuliðið. Ég vona að þetta gangi upp og við vitum hvað hann getur orðið góður. Nú er bara að sjá til þess að þetta verði ekki síðasta landsliðsvalið hans,“ sagði Douglas Ramos við ESPN. Valið á Endrick gefur ástæðu til að rifja upp vorið þegar Ronaldo skoraði á móti Íslandi á vormánuðum fyrir tæpum þremur áratugum síðan. Ronaldo Luís Nazário de Lima, betur þekktur sem bara Ronaldo, lék sinn fyrsta landsleik á móti Argentínu 23. mars 1994 en fyrsta landsliðsmarkið hans kom hins vegar í leik á móti Íslandi tæpum einum og hálfum mánuði seinna eða í 3-0 sigri í Florianópolis 4. maí. Þessi leikur var hans fyrsti í byrjunarliði brasilíska landsliðsins. Ronaldo var í byrjunarliðinu og kom Brasilíu í 1-0 eftir hálftíma leik. Hann var búinn að ógna íslenska markinu stöðugt frá upphafsflauti og gerði það allt til leiksloka. Markið skoraði hann með skoti fyrir utan teig eftir að boltinn barst til hans. Ronaldo fiskaði líka víti sem Zinho skoraði annað markið úr. Þriðja markið hjá Brasilíu kom líka upp úr upphlaupi Ronaldo en það skoraði Viola. Ronaldo fór á HM 1994 þar sem Brasilía varð heimsmeistari en fékk ekki að spila eina mínútu. Það var mótið hans Romario. Ronaldo átti eftir að vera besti maður heimsmeistaramótsins í Japan og Suður Kóreu 2002 þegar Brasilíumenn unnu titilinn aftur. Ronaldo var um tíma markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM með fimmtán mörk í nítján leikjum en Þjóðverjinn Miroslav Klose sló það. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=offjaRabr40">watch on YouTube</a> Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Sjá meira
Endrick verður þar með yngsti leikmaðurinn til að komast í brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo var valinn í mars 1994. Endrick er framherji Palmeiras í dag en í desember í fyrra náði Real Madrid samkomulagi við Palmeiras, Endrick og fjölskyldu hans að hann skrifaði undir samning við Real á átján ára afmælisdegi sínum 21. júlí næstkomandi. Endrick er með 8 mörk í 25 deildarleikjum á 2023 tímabilinu og hefur fimm mörk í fjórum leikjum fyrir sautján ára landslið Brasilíu. Hann tryggði sér landsliðssætið með því að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum með Palmeiras. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato) Douglas Ramos er bæði faðir og umboðsmaður stráksins en hann segir að valið hafi komið þeim á óvart. „Ef ég segi alveg eins og er þá vorum við að vonast til þess að hann yrði valinn í Ólympíuliðið. Ég vona að þetta gangi upp og við vitum hvað hann getur orðið góður. Nú er bara að sjá til þess að þetta verði ekki síðasta landsliðsvalið hans,“ sagði Douglas Ramos við ESPN. Valið á Endrick gefur ástæðu til að rifja upp vorið þegar Ronaldo skoraði á móti Íslandi á vormánuðum fyrir tæpum þremur áratugum síðan. Ronaldo Luís Nazário de Lima, betur þekktur sem bara Ronaldo, lék sinn fyrsta landsleik á móti Argentínu 23. mars 1994 en fyrsta landsliðsmarkið hans kom hins vegar í leik á móti Íslandi tæpum einum og hálfum mánuði seinna eða í 3-0 sigri í Florianópolis 4. maí. Þessi leikur var hans fyrsti í byrjunarliði brasilíska landsliðsins. Ronaldo var í byrjunarliðinu og kom Brasilíu í 1-0 eftir hálftíma leik. Hann var búinn að ógna íslenska markinu stöðugt frá upphafsflauti og gerði það allt til leiksloka. Markið skoraði hann með skoti fyrir utan teig eftir að boltinn barst til hans. Ronaldo fiskaði líka víti sem Zinho skoraði annað markið úr. Þriðja markið hjá Brasilíu kom líka upp úr upphlaupi Ronaldo en það skoraði Viola. Ronaldo fór á HM 1994 þar sem Brasilía varð heimsmeistari en fékk ekki að spila eina mínútu. Það var mótið hans Romario. Ronaldo átti eftir að vera besti maður heimsmeistaramótsins í Japan og Suður Kóreu 2002 þegar Brasilíumenn unnu titilinn aftur. Ronaldo var um tíma markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM með fimmtán mörk í nítján leikjum en Þjóðverjinn Miroslav Klose sló það. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=offjaRabr40">watch on YouTube</a>
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Sjá meira