Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður rætt við mótmælendur sem komu saman fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu og kröfðust þess að ríkisstjórnin fordæmi árásir Ísraelsmanna á Gasa. 

Þá fylgjumst við með kynningu á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt verður nú í hádeginu í Ráðhúsinu. 

Einnig tökum við stöðuna á jarðskjálftunum á Reykjanesi en sérfræðingar funda nú um stöðuna. 

Að auki heyrum við af rafmagnsleysi á Austurlandi en mikil ísing hefur orsakað bilanir í flutningskerfinu sem ekki sér fyrir endann á. 

Í íþróttapakkanum verður sjónum að mestu beint að KSÍ en í gær gaf Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ það út að hún hyggist ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku. Því eru menn nú farnir að huga að því hver gæti fyllt það skarð sem Vanda skilur eftir sig hjá KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×