Aðgerða er þörf strax! Inga Sæland skrifar 7. nóvember 2023 14:31 Hvar eru aðgerðapakkarnir fyrir lántakendur sem eru að sligast undan rányrkjunni í boði ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans? Bankarnir mergsjúga heimili og fyrirtæki sem hafa neyðst til að eiga í viðskiptum við þá. Óverjandi eignatilfærsla frá almenningi í útbólgnar fjárhirslur þeirra. Þar sem þeir græða á tá og fingri sem aldrei fyrr! Það er ekki langt síðan ríkisstjórnarforystan mætti ítrekað frammi fyrir þjóðinni til að tilkynna hundraða milljarða útgjöld almannafjár til að tryggja viðspyrnu og endurkomu fyrirtækjanna eftir covid. Á annan tug aðgerðapakka leit dagsins ljós. Nú er öldin önnur. Ekkert bólar á aðgerðum fyrir þá sem eru að takast á við óðaverðbólgu og að sligast undan fordæmalausu vaxtaokri í boði vanhæfrar ríkisstjórnar. Ég hef oft heyrt um vanhæfni en þessi „ríkisstjórn“ tekur út yfir allan þjófabálk í þeim efnum. Ef við lítum um öxl sjáum við hvernig stjórnvöld hældu sér af efnahagsstöðugleika, allt í blóma og allir hvattir til að fjárfesta í fasteign til framtíðar því nú væri lag. Lágvaxtaumhverfi sem ekki sá fyrir endann á að þeirra mati. Það er óumdeilt að stjórnin hefur brugðist alfarið í öllu sem lýtur að því að verja heimilin og skuldsett fyrirtæki og fyrirséða eignaupptöku bankanna á þeim. Það liggur ljóst fyrir að þetta er ekkert annað en skipulögð glæpastarfsemi þar sem markmiðið er að í lokin missi flestir heimili sín ekki síður en í efnahagshruninu 2008 þegar Samfylking og VG gáfu skotleyfi á heimilin á meðan þau vörðu auðmenn og fjármálaöflin með kjafti og klóm. Í kjölfarið hafa flestir forðast verðtrygginguna og tekið lán með föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára í einhverjum tilvikum. En nú er eina vörn þeirra að þiggja hinn eitraða kokteil verðtryggingarinnar sem ætti fyrir löngu að vera búið að þurrka út úr íslenskri löggjöf. Ég vil minna á að við Guðmundur Ingi (Flokki fólksins) vorum einu þingmennirnir sem hófu að vara við verðbólgunni í upphafi árs 2020. Það er skemmst frá því að segja að hvorki fyrrverandi fjármálaráðherra né núverandi forsætisráðherra virtu okkur viðlits hvað það varðar. Þeim bar saman um að hér væri engin verðbólga handan við hornið og ástæðulaust að vera með svona svartsýni þegar allt léki í lyndi. Enn og aftur velti ég fyrir mér: Til hvers er Landsdómur ef ekki til að taka á verkum eða verkleysi ráðherra sem hreinlega vinna samfélaginu óbætanlegt tjón með allri sinni vanhæfni og augljósri vanrækslu? Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Seðlabankinn Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Hvar eru aðgerðapakkarnir fyrir lántakendur sem eru að sligast undan rányrkjunni í boði ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans? Bankarnir mergsjúga heimili og fyrirtæki sem hafa neyðst til að eiga í viðskiptum við þá. Óverjandi eignatilfærsla frá almenningi í útbólgnar fjárhirslur þeirra. Þar sem þeir græða á tá og fingri sem aldrei fyrr! Það er ekki langt síðan ríkisstjórnarforystan mætti ítrekað frammi fyrir þjóðinni til að tilkynna hundraða milljarða útgjöld almannafjár til að tryggja viðspyrnu og endurkomu fyrirtækjanna eftir covid. Á annan tug aðgerðapakka leit dagsins ljós. Nú er öldin önnur. Ekkert bólar á aðgerðum fyrir þá sem eru að takast á við óðaverðbólgu og að sligast undan fordæmalausu vaxtaokri í boði vanhæfrar ríkisstjórnar. Ég hef oft heyrt um vanhæfni en þessi „ríkisstjórn“ tekur út yfir allan þjófabálk í þeim efnum. Ef við lítum um öxl sjáum við hvernig stjórnvöld hældu sér af efnahagsstöðugleika, allt í blóma og allir hvattir til að fjárfesta í fasteign til framtíðar því nú væri lag. Lágvaxtaumhverfi sem ekki sá fyrir endann á að þeirra mati. Það er óumdeilt að stjórnin hefur brugðist alfarið í öllu sem lýtur að því að verja heimilin og skuldsett fyrirtæki og fyrirséða eignaupptöku bankanna á þeim. Það liggur ljóst fyrir að þetta er ekkert annað en skipulögð glæpastarfsemi þar sem markmiðið er að í lokin missi flestir heimili sín ekki síður en í efnahagshruninu 2008 þegar Samfylking og VG gáfu skotleyfi á heimilin á meðan þau vörðu auðmenn og fjármálaöflin með kjafti og klóm. Í kjölfarið hafa flestir forðast verðtrygginguna og tekið lán með föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára í einhverjum tilvikum. En nú er eina vörn þeirra að þiggja hinn eitraða kokteil verðtryggingarinnar sem ætti fyrir löngu að vera búið að þurrka út úr íslenskri löggjöf. Ég vil minna á að við Guðmundur Ingi (Flokki fólksins) vorum einu þingmennirnir sem hófu að vara við verðbólgunni í upphafi árs 2020. Það er skemmst frá því að segja að hvorki fyrrverandi fjármálaráðherra né núverandi forsætisráðherra virtu okkur viðlits hvað það varðar. Þeim bar saman um að hér væri engin verðbólga handan við hornið og ástæðulaust að vera með svona svartsýni þegar allt léki í lyndi. Enn og aftur velti ég fyrir mér: Til hvers er Landsdómur ef ekki til að taka á verkum eða verkleysi ráðherra sem hreinlega vinna samfélaginu óbætanlegt tjón með allri sinni vanhæfni og augljósri vanrækslu? Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar